Fréttatíminn - 18.11.2011, Qupperneq 2
Óskar Hrafn
Þorvaldsson
oskar@
frettatiminn.is
Orkuveitan á flæðiskeri stödd
Viðskipti stjórnarseta starfsmanna bankanna
Arion enn með stjórnarmann í Heklu
a rionbanki er enn með stjórnar-mann í bílaumboðinu Heklu þrátt fyrir að tæpt ár sé liðið frá
því að bankinn seldi athafnamönnunum
Franz Jezorski og Friðberti Friðberts-
syni umboðið. Haraldur Guðni Eiðsson,
upplýsingafulltrúi Arion-banka, staðfest-
ir í samtali við Fréttatímann að Klemens
Arnarson, starfsmaður bankans, sitji
í stjórn Heklu á vegum bankans. „Það
er hluti af samkomulagi við núverandi
eigendur að bankinn myndi tilnefna
stjórnarmann þar til ákveðin skilyrði
kaupsamnings yrðu uppfyllt. Á þeim
er ákveðinn tímarammi sem er ekki
liðinn,“ segir Haraldur Guðni.
Franz og Friðbert keyptu Heklu af
bankanum eftir útboð og var skrifað
undir kaupsamning í byrjun febrúar
á þessu ári. Ekki náðist í Franz sem
virtist vera staddur í Þýskalandi miðað
við tungumálið sem mætti blaðamanni í
talhólfi hans. Eftir því sem næst verður
komist hafa núverandi eigendur Heklu
staðið við alla þætti kaupasamnings
á þessum tímapunkti. Hekla er með
umboð fyrir Volkswagen, Audi, Skoda og
Mitshubishi-bifreiðar. -óhþ
Fulltrúi Arion banka situr í stjórn Heklu
ásamt eigendunum tveimur.
Margrét Frímannsdóttir sér ekki eftir því að hafa ekki
reynt meira til að mynda ríkisstjórn með Framsóknar-
flokki eftir kosningarnar 1999.
bækur Væringar eftir kosningar 1999
Það hefði
ekki þurft
að sækja
gamla jálka
til útlanda.
Segir Margréti Frímanns
hafa eyðilagt draum um
ríkisstjórn án Davíðs
Í bókinni lýsir Jakob Frímann atburðarás sem átti sér stað eftir alþingiskosningarnar árið 1999. Jón Ólafsson, einatt kenndur við Skífuna, var útgefandi Jakobs á þessum tíma
og vel tengdur forkólfum Framsóknarflokksins, þeim Halldóri
Ásgrímssyni og Finni Ingólfssyni. „Hann [Jón] hafði upp-
lifað óvild Davíðs Oddssonar og hugnaðist illa áframhaldandi
samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hann vildi koma
Samfylkingunni að og var búinn að eiga orðastað við Halldór
um það,“ segir Jakob Frímann í bók sinni sem Þórunn Erlu-
Valdimarsdóttir ritar. Jakob Frímann segir að Halldór hafi
virst áhugasamur og að honum hafi verið falið að skila því til
Samfylkingarinnar að Framsókn setti eitt skilyrði. „Í hópinn
þurfti tvo þungavigtarmenn, svo mynda megi trausta ríkis-
stjórn. Framsókn vildi fá inn tvo tiltölulega nýskipaða sendi-
herra vestanhafs og austan, Svavar Gestsson og Jón Baldvin
Hannibalsson,“ segir Jakob í bókinni. Tvímenningarnir tóku
vel í hugmyndina þegar Jakob kynnti hana fyrir þeim og því
var næst að ræða við forsprakka Samfylkingarinnar, Margréti
Frímannsdóttur.
„Ég mæli mér mót við þau hjónin, hana [Margréti] og minn
gamla kunningja Jón Gunnar Ottósson. Ég legg málið í trún-
aði á borðið. En Margrét verður ofboðslega móðguð og reið:
„Við þurfum ekkert að vera að kalla fólk frá útlöndum, við
erum fyllilega fær um að stjórna landinu sjálf. Þingflokkur
Samfylkingarinnar er frábærlega mannaður.“ Þessi viðbrögð
þurftu svo sem ekki að koma á óvart miðað við stemmninguna í Alþýðubandalaginu
gamla enda hafði Margrét aldrei dansað á línu Svavars Gestssonar heldur miklu
fremur Ólafs Ragnars Grímssonar. Þarna rann úr greipum tækifæri. Við upphaf
nýrrar þúsaldar hefðum við átt möguleika á að taka aðra og betri stefnu,“ segir
Jakob í bókinni.
Margrét Frímannsdóttir segir í samtali við Fréttatímann að þessi frásögn Jakobs
Frímanns sé rétt að því leyti sem snýr að henni. „Hann kom og ræddi við mig en
mér fannst þetta ekki fýsilegur kostur. Ef það hefði verið einhver alvara í þessu þá
hefði ekki þurft neinn vikapilt til. Þá hefði Halldór haft samband við þingflokkinn.
Það gerðist ekki þannig svo fyrir mér var þetta ekki meira en vangveltur um eitt-
hvað sem gæti orðið – svona eins og við höfum heyrt milljón sinnum um,“ segir
Margrét.
Hún viðurkennir að henni hafi ekki
hugnast að fá Svavar Gestsson og Jón
Baldvin Hannibalsson inn sem ráðherra.
„Það hefði ekki þurft að sækja gamla
jálka til útlanda. Menn sem komu á
engan hátt nálægt stofnun Samfylking-
arinnar. Þingflokkurinn var firnasterk-
ur,“ segir Margrét. Aðspurð hvort hún
sjái eftir að hafa ekki látið reyna frekar á
þetta segir hún svo ekki vera. „Þetta var
ekki á réttum forsendum. Þreifingarnar
snerust um ráðherraembætti en ekki mál-
efni. Slíkt er aldrei farsælt.”
Og Margrét býst við að lesa bókina.
„Jakob Frímann er skemmtilegur og ég
er alæta á bækur. Ég geri það örugg-
lega.“
Sjá einnig bókadóm um Með
sumt á hreinu á síðu 48
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
Jakob Frímann Magnússon segir, í nýútkominni ævisögu sinni Með sumt á hreinu, að Samfylkingin
hafi átt þess kost að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokki eftir kosningarnar 1999. Andstaða
Margrétar Frímanns hafi komið í veg fyrir það.
Bók Jakobs Frímanns
Með sumt á hreinu
kemur út í dag.
Sigurður Jóhannesson rýndi í skýrslu um Orkuveituna. Mynd/Hari
„Maður sér ekki út úr vandræðum Orkuveitunnar,“ segir
Sigurður Jóhannesson, sérfræðingur Hagfræðistofnunar Há-
skóla Íslands. Hann skoðaði skýrslu rýnihóps sem Fréttatíminn
hefur undir höndum. Skýrslan er áfellisdómur yfir störfum fyrrum
stjórnenda Orkuveitunnar. Sigurður segir sérstaklega ljótt að sjá
að fyrrum stjórnendur keyptu eignir án arðsemisgreininga og
fjárfestu að auki þvert á það sem niðurstaða slíkr- ar
greiningar sagði til um, væri hún á annað borð
gerð. Í skýrslunni má lesa að fyrrum stjór-
nendum hafi ekki þótt vert að staldra við eftir
hrunið 2008 og endurskoða fjárfestingastefn-
una heldur hafi áfram keypt veitur og virkjanir án
langtímafjármögnunar. Sigurður segir þessa óbreyttu
stefnu meðal mestu mistakanna sem skýrslan skýri.
Rýnihópurinn er ánægður með aðgerðir sem gripið hefur
verið til hjá Orkuveitunni. En meira þurfi til. „Það er því,
að mati rýnihópsins, brýn þörf á að finna nýjar leiðir til að
treysta fjárhagsstöðu fyrirtækisins.“ - gag
Gæðabakstur og Emmess-
ís stóðust transfituprófið
Þrír íslenskir matvælaframleiðendur sem
áður notuðu transfitusýru við framleiðslu sína
stóðust eftirfylgni Matís og hafa minnkað slíka
fitu í matvælum sínum. Vörur þeirra innihalda
ekki transfitu yfir mörkum, sem er 2 grömm
af hverjum 100. Transfitusýra getur valdið
hjartasjúkdómum. Transfitusýra í kleinum frá
Gæðabakstri mælist nú eitt prósent af fitunni
í kleinunum í stað 27 prósenta áður. Sólblóma
borðsmjörlíki er nú algerlega án transfitu en 18
prósent fitunnar var slík áður. Tvö prósent fitu
jurtaíss og hversdagsíss Emmessíss flokkast
sem transfita í stað 14 prósenta áður. „Trans-
fitusýra í matvælum var gamall arfur frá fyrri
tíð þegar hert fita var talsvert mikið notuð,“
segir Ólafur Reykdal hjá Matís. Hann segir að
eftir mikla umfjöllun um trans-
fitusýru hafi margir
framleiðendur
brugðist við.
- gag
Alltof mikil prótein-
neysla
Íslendingar borða margir hverjir ein-
faldlega of mikið prótein, segir Inga
Þórsdóttir, deildarstjóri í matvæla og
næringafræði við Háskóla Íslands. „Við
verðum að fá ákveðið grunnmagn af
próteinum en neysla íslensku þjóðarinn-
ar er mjög próteinrík. Hún er í raun eins
og mælt gæti verið með fyrir íþrótta-
mann suður í álfum,“ segir hún. „Ein
ástæða þess að íslenska þjóðin mælist
nú með þeim þyngstu er ofsatrú á
próteinum. Hún bætir próteindrykkjum
og öðrum slíkum vörum við venjulega
orku og próteinneyslu. Það þarf að
muna að prótein er líka orkugjafi. Svo
þyngjast ungir fullorðnir landsmenn
um hálft kíló á ári og enda með að
verða alltof feitir.“ Inga segir að ef
landsmenn ætla hlutfallslega að
auka próteinneyslu, sé best fyrir þá
að borða minna af kjöti og feitustu
vörunum. „Þá hlutfallslega hækkar
próteinneyslan og minni hætta er á
að þeir fitni,“ segir hún. - gag
Turninum | Smáratorgi 3 | 201 Kópavogi
Sími 575 7500 | www.veisluturninn.is
2 fréttir Helgin 18.-20. nóvember 2011