Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Side 30

Fréttatíminn - 18.11.2011, Side 30
kannski ekkert skylt við hana að innra leyti. Hin aðalpersónan, íslenska listakonan sem kemur særð á búgarðinn þar sem Alice ræður ríkjum, er hins vegar hugarfóstur mitt, rétt eins og Dísa í Slóð fiðrildanna.“ Fimm ár með Málverkið Eins og fyrr segir sendi Ólafur Jó- hann síðast frá sér smásagnasafnið Aldingarðinn fyrir fimm árum. „Ég hef aldrei verið jafn lengi að vinna að bók og Málverkinu. Tók fimm ár. Bókin krafðist mikillar undir- búningsvinnu, margvíslegs grúsks, ferðalaga og snudds af ýmsu tagi. Ég reyndi að kortleggja hana eins og ég gat áður en ég byrjaði en hug- urinn stendur ekki í stað svo margt breyttist meðan á skriftunum stóð. Ég lét hana svo liggja í salti í svo- lítinn tíma þegar ég var búinn með fyrsta eða annað uppkast og eyddi svo dágóðum tíma í að krukka í hana áður en ég var tilbúinn að láta hana frá mér. Ég sé ekki að ég hafi getað gert þetta á skemmri tíma, svona er þetta nú stundum, en ég vona að ég verði nú aðeins fljótari næst.“ Ólafur Jóhann hefur skrifað flest- ar sínar bækur samhliða annasöm- um störfum, fyrst hjá Sony og síðan Time Warner og hefur komið sér upp föstu verklagi sem hefur gefist vel. „Ég hef haft þetta fyrirkomulag í aldarfjórðung svo ég er nú orðinn ansi vanur því og kann kannski ekki önnur vinnubrögð. Það hentar mér best að skrifa á morgnana; ég sest við skrifborðið snemma og tæmi mig á svona tveimur, þremur tímum og fer þá í hina vinnuna. En sagan heldur áfram að gerjast í undirmeðvitundinni þótt ég sé staðinn upp frá boðinu og þegar ég sest við aftur næsta morgun kemur í ljós að heilinn hefur haldið áfram störfum þótt ég hafi kannski ekki vitað mikið af því. Í mínu tilfelli styrkir þetta held ég hvað annað.“ Ferðalög um Toskana og heim myndlistarinnar Lýsingar Ólafs Jóhanns á sögusvið- inu eru nákvæmar og hann leggur mikið upp úr umhverfislýsingum; landslagi og húsum enda þekkir hann ágætlega til en tekur sér engu að síður skáldaleyfi þegar við á. „Ég fór fyrst til Toskana ung- lingsstrákur og eyddi nokkrum vikum á þessu svæði. Maður var nú ekki mikið að ferðast til útlanda á þessum árum og ferðin hafði mikil áhrif á mig. Mér var boðið á vegum einhvers Evrópubatterís og var þarna með krökkum frá ýmsum löndum á ferðalagi. Ég hef vanið komur mínar þangað reglulega síðan og finnst gott að dvelja þarna. Ég reyni auðvitað að bregða upp sannferðugri mynd af þessu land- svæði og staðháttum en allt lýtur að lokum lögmálum skáldskaparins svo hús og hæðir færast úr stað og hlutföll breytast, svona innan marka hins mögulega.“ Myndlist setur sterkan svip á Málverkið, eins og nafnið bendir til, enda Ólafur Jóhann áhugasam- ur um myndlist og leitaði víða fanga þegar hann setti sig inn í hug- leiðingar og tæknilegar lýsingar á endurgerðum málverka. „Þetta krafðist auðvitað mik- illar heimildavinnu því ég er bara áhugamaður um myndlist og alger- lega hæfileikalaus á því sviði. Ég las allan fjárann og grúskaði, bæði listasögulegs eðlis og ekki síður las ég bækur og fagtímarit um for- vinnslu, viðgerðir og hina tækni- legu hlið þeirra starfa. Ég talaði við fólk sem vinnur við forvinnslu, bæði í New York og svo líka við Ólaf Inga á Listasafni Íslands sem er bóngóður og margfróður. Það skipti miklu máli að tæknilega hliðin væri trúverðug svo ég varð að vanda mig. Hafi ég einhvers staðar klikkað er auðvitað bara við mig að sakast, ekki það góða fólk sem ég leitaði til.“ Séríslenska bókavertíðin Málverkið kemur út í Bandaríkjun- um í febrúar og Ólafur Jóhann seg- ist ætla að fylgja henni þar úr hlaði eftir bestu getu. „Vonandi slepp ég við mikið flakk, ég er farinn að forðast það með aldrinum,“ segir rithöfundurinn sem þekkir vel muninn á ólíkum bókamörkuðum á Íslandi og í Bandaríkjunum. En hér á landi þætti fáheyrt að útgefandi setti bók, sem hann bindur miklar vonir við, á markað í febrúar. „Já, íslensk bókavertíð er óneitanlega sér á parti og hefur sinn sjarma þótt oft sé hamrað á göllunum sem eru helst þeir að bækurnar koma flestar út á fáeinum vikum. Það gerir þeim sem fjalla um bækur erfitt fyrir og svo detta bækur því miður upp fyrir sem eiga kannski athygli skilið. Ég tók fyrst þátt í vertíðinni Ég held að fátt sé mikilvægara fyrir skáldsagna- höfund en að reyna að setja sig í spor fólks úr öllum áttum og af báðum kynjum. LYON BONN VERONA PARÍS PISA TORINO RÍN MILANO OSLO BASEL VALENCIA VÍN ROMA ASPEN BOSTON DELUX BONN NICE RÍN DELUX 90tegundirsófa!þér Veldu Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is Mismunandi útfærslur og áklæði hafa áhrif á endanlegt verð. 1. Veldu GeRÐ oG lenGd - 90 ÚTFÆRSluR í boÐi 2. Veldu áklÆÐi oG liT / Tau eÐa leÐuR. YFiR 2300 miSmunandi áklÆÐi oG liTiR í boÐi 3. Veldu aRma - 6 GeRÐiR í boÐi 4. Veldu FÆTuR - TRé, jáRn, kRÓm o.Fl. Patti verslun er húsgagnaverslun með 30 ára reynslu að baki á eigin framleiðslu á sófum, sófasettum, hornsófum og tungusófum nákvæmlega eftir máli og óskum hvers og eins. Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Be tr i S to fa n H Ú S G Ö G N basel nice Torino dallas Valencia Vín aspen basel París lux boston Torino 30ár a REY NSL A VERÐDÆMI - TORINO SÓFI 2 SÆTI + 2 TUNGUR kR. 368.850 2 SÆTI + TUNGA 245.900 2 SÆTI + HORN +2 SÆTI kR. 317.900 Gæðií gegn arionbanki.is – 444 7000 Frjálsi lífeyrissjóðurinn hlaut alþjóðleg verðlaun sem besti lífeyrissjóður á Íslandi árin 2009 og 2010. Frjálsi lífeyrissjóðurinn Lífeyrissparnaður býður bæði upp á skyldu- og viðbótarlífeyrissparnað Kynntu þér kosti Frjálsa lífeyrissjóðsins á www.frjalsilif.is. 30 fréttir Helgin 18.-20. nóvember 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.