Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 25

Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 25
arionbanki.is – 444 7000 Nýr valkostur í íbúðalánum Ingvi Örn Þorsteinsson, 35 ára. „Ég vel blandað íbúðalán.“ Viðskiptavinum Arion banka bjóðast nú blönduð íbúðalán sem jafna sveiflur í greiðslubyrði. Í boði er lán fyrir allt að 80% af virði eignar og er hægt að velja á milli fimm kosta þar sem óverðtryggður hluti lánsins getur verið allt að 100%. Við bjóðum sveigjanleika. Óverðtryggt lán Blandað lán 1 Blandað lán 2 Blandað lán 3 Verðtryggt lán 50% 50% 25% 75% 75% 25% 100% 0% 0% 100% Þú getur reiknað út hvernig íbúðalán hentar þér á arionbanki.is eða komið til okkar í næsta útibú. Jarðnæði Oddný Eir/Bjartur 2 Nokkuð örugg í öðru sæti með 18 stig. „Falleg, hlý og lokkandi kápa. Ekkert spennandi svo sem en mjög falleg.“ Og: „Frábær hönnun – alveg í sérflokki. Hjartað og sálin lögð í hönnunina.“ Og annar álits- gjafi bætir við: „Ef einhver skáld- verk eiga eftir að standast rafbókavæðinguna eru það bækur Oddnýjar Eirar, sem eru yfirleitt jafn vandaðar að umbúðum og innihaldi. Fallegur prentgripur, ekki síður en Heim til míns hjarta, og eigulegur.“ nóvember Haukur Ingvarsson/Mál og menning 3 Situr í öðru sæti með tíu stig og fjórar tilnefningar: „Það er bara eitthvað svo ótrúlega látlaust og kúl við þessa kápu. Um leið er hún er hlý og svo forvitnileg að helst langar mig til að henda öllu frá mér, dengja mér í dívaninn og lesa. Eins og árið væri 1976.“ „Kápan kallast frábærlega á við titilinn. Einföld mynd, einfaldir litir en svo hárrétt mynd og svo hárréttir litir. Kápa sem sendir mann strax aftur í nóvember 1976. Fulkomin fágun og fagmennska í hönnun.“ Þriðji talar um sérlega vel heppnaða tilvísun og sá fjórði segir: „Stílhreinn og svalur retrófílingur, með nostalgíublæ. Sjálfsagt er Halldór Laxness að púa vindil yfir Matta Jó undir ryksugu- hvininum.“ Glæsir Ármann Jakobsson/JPV 4 Hart var bitist um þetta sæti en hesturinn hafði það á stökki. „Litir og form skapa strax mögnuð hughrif. Það er eitthvað frum- stætt, kraftmikið og dulúðugt við þessa kápu. Það er næstum því eins og það sé blóðlykt af henni. Eina bókarkápan sem hægt væri að láta húðflúra á sig án þess að sjá eftir því seinna sama dag,“ er sagt um Glæsi, og: „Sum fræði segja að fólk laðist alltaf meira af ljósum kápum en dökkum. Undantekningar megi helst finna í krimmum síðustu ára sem oft eru svartar og rauðar eins og þessi kápa. Nautið og goðsöguleg stemn- ingin í bland við smá glæpasögu skapa talsverðan áhuga hjá manni fyrir þessari bók. Vel gert hönn- uður góður.“ Einnig: „Einstaklega vel heppnuð kápa – bókstaflega eins og naut í flagi. Maður nánast finnur gustinn af fnæsinu í Glæsi stafa af myndinni.“ allt með kossi vekur Guðrún Eva/JPV 5 „Þetta er kápa sem ég get ekki gleymt. Litirnir eru skýrir og formið skemmtilegt. Hún minnir mig líka á bláan ópal. Hver vill ekki maula bláan ópal og lesa góða bók?“ Og: „Mjög töff kápumynd í sterkum litum sem höfða til mín.“ Og svo var það þessi álits- gjafi sem var tví- stígandi: „1. Vigdís Grímsdóttir/ Guð- rún Eva Mínervu- dóttir – Ég set þessar kápur báðar inn. Mér þykja þær báðar mjög flottar, og í raun báðar þær flottustu í dag en þær eru allt of áþekkar að mínu mati þó ólíkar séu og í raun algjör skandall að bækurnar komi frá sama forlaginu. En ef horft er framhjá því... eru þær báðar flottar.“ JóJó Steinunn Sigurðardóttir/Bjartur 6 „Skemmtilega einföld kápa og maður sér fyrir sér hoppandi jójó,“ segir einn meðan annar segir: „Minimalískar kápur eiga það til að detta í aðeins of mikið hönnuð- arúnk – en þetta er ákaflega vel heppnað. Meðferð- in á letrinu passar titlinum frábær- lega.“ Og: „Æpandi einfaldleikinn sem hefur vinninginn – glæsileg kápa.“ konan við 1000° Hallgrímur Helgason/JPV 7 Langumdeildasta kápan að þessu sinni því hún nær einnig á lista hinum megin striks. Heyrum í hinum hrifnu: „Sterk mynd af kyn- lausri manneskju og vekur forvitni um sögu viðkomandi.“ – „ „Grodda- leg kápa sem vekur, ásamt titl- inum, áhuga minn á innihaldinu.“ Og þessi álitsgjafi var mjög sáttur: „Rokk og ról! Það eru ekki til meiri töffarar í heim- inum en harðar, gamlar kellingar. Frá þessari kápu leggur angan af áfengi og sígar- ettum. Við Her- björg María eigum eflaust eftir að fá okkur sjúss og sígó á næstunni. Hún talar – ég hlusta.“ nefndar oG umdeildar Valeyrarvalsinn eftir Guðmund Andra var nálægt því að komast á lista og vekur upp angurværa kennd: „Kápan er hrein og tær og kyrrlát. Viss angurværð svífur yfir mig þegar ég horfi á myndefnið og það fyrsta sem kemur upp í hugann er að hlaupa niður í fjöru og stara út í tómið. Þessi bók á heima á kaffiborðinu en ekki uppi í skáp. Sérstaklega ef maður á heima í útlöndum og vill ganga í augun á heimamönnum með stórkostlega fallegu myndefni og landslagi og svona, þið vitið?“ Og annar segir: „Kápan er svo lekker og falleg að mig langaði samstundis að lesa bókina. Vissulega er það yfirborðs- kennt en það er bara þannig í lífinu að umbúðirnar skipta oft heilmiklu máli.“ En Guðmundur Andri á það sammerkt með félaga sínum Hall- grími að vera með umdeilda kápu. Sitt sýnist hverjum: „Auðvitað eru margar kápur miklu ljótari. En þessi þjónar bókinni svo illa að ég ræð ekki við mig að hafa hana með. Þetta er súperfín saga um fólk en kápan er bara eins og eitthvað póstkort. Líklega á þetta að gefa til kynna kyrrð og náttúru og um- hverfi en ljósmyndin er bara ekki nógu góð. Það er alveg nógu mikil kyrrð í bókum Guðmundar Andra Thorssonar til að kápan þurfi ekki að auka hana.“ Önnur sem er umdeild er bókin Fallið eftir Þráinn Bertelsson. „Þessi hefði alveg getað kolfallið. Að hafa mynd af manni að stinga sér framan á bók sem heitir Fallið er auðvitað alveg á grensunni, en þetta er smekklega gert svínvirkar. Eina bókarkápan sem gæti virkað sem plakat. Ekki síst í sundlaug- um,“ segir einn álitsgjafanna meðan annar er á því að þarna hafi verið vel yfir allar grensur: „Kannski ekki ljótasta kápa sem ég hef séð en tví- mælalaust ein sú heimskulegasta. Að „falla“ eða „stinga sér“ er alls ekki sama fyrirbærið. Kápan segir mér því að það hafi verið einlægur og íþróttamannslegur ásetningur þingmannsins að stinga sér á kaf í flöskuna í Færeyjum. Ég hef ekki minnsta áhuga á að lepja upp slett- urnar við að sóa tíma í lestur þess- arar bókar.“ Annars dreifðust atkvæði víða og voru margar bókakápur aðrar nefndar sem góðar. Farandskugg- ar eftir Úlfar Þormóðsson er ein þeirra: „Myndin er falleg og gamal- dags og ekki of mikið að gerast á kápunni til að draga athyglina frá þessari fallegu mynd - hér hefur vel tekist til finnst flott „touch“ að hafa hvítan banner þarna efst,“ sagði einn álitsgjafa og annar bætti við: „Mjúk og dularfull kápa, kona sem varla þekkist en þó, hluti fyrir heild, ráðgáta – allt sem vísar í fallega sögu.“ úttekt 25 Helgin 18.-20. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.