Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Síða 55

Fréttatíminn - 18.11.2011, Síða 55
Helgin 18.-20. nóvember 2011 heilsa 55  heilsa GenGur vel Hámarks upptaka á magnesíum n ýlega kom hér á markað magnesíum-olía í úðaformi (magnesium chloride) til að bera á húðina. Magnesíumolía er nýjung hér á landi og hefur ekki staðið Ís- lendingum til boða fyrr en nú. Ávinningar þess að nota magnesíumolíu í úðaformi eru taldir margir. Með því að bera magnesíumolíu á húðina er magnesíumupptakan að skila sér allt að 100 prósentum út í líkamann og er því mun áhrifaríkari aðferð en þegar magnesíum er tekið i gegnum meltingarveginn. Þá er engin hætta á meltingarónotum og notandinn hefur betri stjórn á því hversu stóran skammt af magnesíum hann tekur hverju sinni. Með þessum hætti er líkaminn 5 sinnum fljótari að vinna úr magnesíuminu. Gott er að bera olíuna á staði þar sem fólk finnur til dæmis fyrir stífleika, vöðvaeymslum og bólgum. Magnesíum hefur einnig verið not- að gegn ýmsum kvillum sem hrjá okkur í hinu daglega lífi og sem oft má tengja við magns- esíumskort; svefnerfiðleika, höfuðverki, stress, orkuleysi, sinadrætti og síþreytu svo eitthvað sé nefnt. BetterYou magnesíumolían er fáanleg í 2 mis- mundandi útgáfum. Original, blönduð lindar- vatni og Good Night sem er sérstaklega hönnuð til að bæta svefninn. Fæst í Heilsuhúsinu, Fjarðakaup, Þín verslun Seljabraut og Lyfjaver. Kynning hætta á að smitast í strætó Enginn efast um að skynsamlegt er að nýta sér almenningssam- göngur. Ódýrara er að fara með strætó en að nota einkabílinn. En að einu ber að hyggja, nú þegar veturinn er að taka við af haustinu og kvefpestir og flensur fara að herja. Þá getur verið auðvelt að ná sér í kvefið og flensuna í strætó, þar sem fólk situr eða stendur þétt í takmörkuðu rými, að minnsta kosti á álagstímum þegar fólk fer úr eða í vinnu eða skóla. Þegar blautt er í veðri og fólk kemur inn í vagninn í votum yfir- höfnum eykst hættan. Þetta hefur verið rannsakað meðal farþega danskra strætisvagna. Læknirinn Claus Malta Nielsen segir erfitt að verjast smiti við þessar aðstæður. Það eina sem hægt sé að gera er að fólk taki tillit hvert til annars og reyni að koma í veg fyrir smit. Fólk á til dæmis ekki að hnerra án þess að reyna að koma í veg fyrir að sýklar dreifist víða. Því er gott að grípa vasaklút eða hnerra í ermina ef klúturinn er ekki tiltækur. Læknirinn segir að sex sinnum meiri líkur séu á að fólk smitist af umgangspestum með þess- um hætti miðað við að fari það í bíl eða hjóli. Smitið verður ekki bara af ögnum í loftinu. Það getur allt eins orðið vegna snertingar, til dæmis þegar ýtt er á hnapp til að stöðva vagninn eða þegar farþegi heldur í stöng í vagninum. Til varnar smiti er mikilvægt að þvo hendur um leið og komið er á áfangastað. Krabbameinsvörn litríkra garðávaxta Dimmrauðar rauðrófur og sterklitar gulrætur eru ekki aðeins fallegar fyrir augað. Þessir litskrúðugu garðávextir eru líka hollir og góðir sem vörn gegn krabbameini. Litirnir gefa til kynna að í grænmetinu sé mikið af andoxunarefnum. Þau halda frumum líkamans heilbrigðum og efla ónæmiskerfið. Almennt má ganga út frá því að garðá- vextir með mjög hreina liti, eins og rauðrófur og gul- rætur, innihaldi hin eftir- sóknarverðu efni, segir matvælasérfræðingurinn Birgitte Escherich í frétt Jótlandspóstsins. Hún bendir einnig á að þetta grænmeti sé trefjaríkt og seðjandi. Þegar litið er til ávaxta sem ríkir eru af andoxunarefnum má ekki gleyma fagurlitum, dökkbláum eða svörtum berjum sem vaxa um allar jarðir á Íslandi. Mjög aukinn áhugi er á berjatínslu hér á landi enda berin ekki aðeins holl heldur einstaklega bragðgóð. BAKSTUR MÖNDLU FLÖGUR PECAN HNETUR MÖNDLUR HAKKAÐAR MÖNDLUR AFHÝDDAR HESLIHNETUR HAKKAÐAR HESLIHNETU FLÖGUR FÍNT KÓKOSMJÖL VALHNETU KJARNAR HESLIHNETUR

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.