Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 28
B ækur Ólafs Jóhanns hafa verið þýddar á fjölda tungumála og Málverkið kemur út í Bandaríkj- unum í byrjun næsta árs hjá Harper Collins, nýjum útgefanda hans þar í landi. Harper Collins virðist veðja á velgengni Málverksins því hvergi er til sparað í útgáfunni. „Mér líkar afskaplega vel við nýja útgefand- ann. Þetta er framúrskarandi fagfólk og ber hag bókarinnar fyrir brjósti, rétt eins og útgefendur mínir á Ís- landi,“ segir Ólafur Jóhann. „Meira er ekki hægt að fara fram á. Svo kemur bara í ljós hvernig bókin artar sig. Hún er svolítið eins og barn sem er flutt að heiman, verður að spila upp á eigin spýtur en á auðvitað mikið í manni.“ Ólafur Jóhann hóf rithöfundarferil sinn 24 ára gamall með smásagna- safninu Níu lyklar árið 1986. Hann hefur haft fasta búsetu í Bandaríkj- unum um áratugaskeið þar sem hann hefur gegnt ábyrgðarstöðum hjá stór- fyrirtækjum í afþreyingariðnaðinum. Hann hóf feril sinn hjá Sony þar sem hann varð aðstoðarforstjóri en í kring- um aldamótin tók hann við starfi að- stoðarforstjóra Time Warner. Í Málverkinu liggja leiðir tveggja kvenna saman á Ítalíu sumarið 1944 þar sem hersveitir Mussolinis og Hitlers berjast við innrásarher banda- manna og ítalska skæruliða. Íslenska myndlistarkonan Kristín Jónsdóttir bjargast við illan leik úr sprengju- árás á yfirfulla lest á norðurleið frá Róm. Hún leitar athvarfs á búgarði í Toskana þar sem Marchesa Alice Orsini lætur hlúa að henni og öðru flóttafólki. Alice veit ekki betur en að Kristín sé komin í hennar hús fyrir tilviljun en sú síðarnefnda átti erindi á staðinn. Í sporum kvenna Ólafur Jóhann fékk mikið lof fyrir að hafa skapað sterka kvenpersónu í Slóð fiðrildanna og nú bera tvær kon- ur Málverkið uppi. Hann segir þessar konur hafa mótast sjálfkrafa í huga sér þannig að honum hefur reynst Setur sig ekki í stellingar þegar kvenpersónurnar leita á hann Ólafur Jóhann Ólafsson hefur sinnt ritstörfum af kappi síðustu áratugi meðfram störfum sínum hjá risafyrirtækjunum Sony og Time Warner í Bandaríkjunum. Síðast sendi hann frá sér smásagnasafnið Aldingarðinn árið 2006 en bókin skilaði honum Íslensku bókmenntaverðlaununum. Nú rýfur hann fimm ára þögn með Málverkinu, sinni áttundu skáldsögu. Þórarinn Þórarinsson náði tali af Ólafi Jóhanni í New York og ræddi við hann um langan meðgöngutíma bókarinnar, nýjan útgefanda hans í Bandaríkj- unum og konurnar tvær sem eru aðalpersónur nýju bókarinnar og töluðu til hans skýrum röddum. auðveldara en ætla mætti að setja sig í spor kvenpersóna sinna. „Ég held að fátt sé mikilvægara fyrir skáldsagnahöfund en að reyna að setja sig í spor fólks úr öllum áttum og af báðum kynjum. Það gerist ekki nema af hógværð og jafnvel ákveðinni undirgefni því persónurnar verða að fá að öðlast sitt eigið líf og það tekst ekki nema höfundur láti svolítið undan. Víki til hliðar og séu ekki að reyna að trana sér fram. Maður verður að hafa samúð með persónum sínum, sama hversu gallaðar þær kunna að vera, því annars verða þær aldrei trúverð- ugar. Höfundar mega aldrei setja sig á háan hest gagnvart persónum sínum,“ segir Ólafur Jóhann. „Þegar ég fékk hugmyndina að Slóð fiðrildanna verð ég að viðurkenna að ég staldraði aðeins við og spurði mig hvort ég væri tilbúinn að skrifa bók í fyrstu persónu konu. En ég átti engra kosta völ því sögupersónan var Það hentar mér best að skrifa á morgnana; ég sest við skrif- borðið snemma og tæmi mig á svona tveimur, þremur tímum og fer þá í hina vinnuna. 28 viðtal Helgin 18.-20. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.