Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 48

Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 48
48 bækur Helgin 18.-20. nóvember 2011  Bókadómar Þrjár góðar um mat Á toppi barnabókalista lista Eymundssonar trónir nú Glósubók Ævars vísindamanns, en þar er að finna merkilegustu til- raunir höfundarins, Ævars Þórs Benediktssonar, auk leiðbeininga og alls konar spennandi upplýsinga um vísindi og draugagang. Vinsælasta BarnaBókin  Eldum íslenskt með kokkalandsliðinu Sögur, 194 síður, 2011. Kokkalandsliðið gaf fyrr á þessu ári út Eldum íslenskt – aðeins fimm hráefni í hverjum rétti. Bókin er snoturlega brotin í stærðinni 22 x 24 sentímetrar, alls 194 síður og innihalda 170 upp- skriftir. Hér er í boði úrval af traustum og einföldum uppskriftum af matreiðslu á íslenskum mat og stendur á gömlum meiði en þó með nútímalegum svip: Súpur og soð, grænmetisréttir, fiskur og kjöt, sósur, brauð og sætmeti. Leiðbeiningar eru skýrar og einfaldleiki í fram- leiðslu hafður að leiðarljósi. Bókin er í mjúkri kápu, letur stórt sem auðveldar notkun þegar hugur er í önnum eld- hússins. Myndir snotrar en bara til skrauts. Gagnleg bók byrjendum og holl upprifjun þeim sem eru lengra komnir. -pbb  jólamatur nönnu Nanna Rögnvaldardóttir Iðunn, 170 síður, 2011. Jólamatur Nönnu er bók ætluð þeim sem eru að hefja hátíðahöldin í eld- húsinu. Nanna er gúru á sviði matseldar og vandi hennar hér er að halda uppskriftum einföldum sem henni tekst prýðilega þótt sumar leiðist út í flóknari framleiðslu einkum er líður á bókina. Hér er tekist á við samsetta matseðla þar sem rímar saman meginefni og meðlæti, forréttur og eftir- réttir – bæði dýrari hráefni og ódýrari. Það var helst mér þætti hlutur fiskmetis í aðalréttum veigalítið en það er ágætis tilbreyting að elda fisk snemma í hátíðahaldi sem er yfirhlaðið reyktu og söltuðu, þungum sósum og eftirréttum svo allir standa á blístri. Nanna hefur pers- ónulegan og innilegan stíl og er sannfærandi höfundur. Bókin er fallega brotin, 21 x 27 sentímetrar og bundin, vís gjöf til margra sem eru vanastir því að panta pizzu þegar þá svengir. -pbb  stóra bókin um villibráð Úlfar Finnbjörnsson og Karl Peterssen Salka, 312 síður, 2011 Stóra bókin um villibráð eftir Úlfar Finnbjörnsson er matreiðlubókin í ár fyrir þá sem eiga fyrir gott safn af almennum bókum um matreiðslu. Hér er fókusað á bráðina og vinnslu hennar. Þetta er stór bók , 21 x 28,5 sentímetrar, alls 312 blað- síður og snoturlega brotin með fallegum myndum eftir Karl Petersson. Farið er í hrá- efnið eftir tegundum og rakið hvernig best er að vinna bráðina áður en tekið er til við að nýta hina ólíku hluta dýrsins. Er allt það efni unnið af skilmerkilegri nákvæmni en mun leggja veiðimönnum (bókin er raunar skrifuð fyrir þá) á herðar nýjar skyldur. Svo eru uppskriftir um hina aðskiljanlegustu rétti. Einkum þótti mér forvitnilegt að sjá innmat gerð svo góð skil. Það vatnar bara í bókina kanínur og sauðfé, lóur, spóa, álftir og æðarfugl sem lög og hefðir banna, en eru þetta ekki allt dýr sem menn hafa lagt sér til munns hér á landi? Fyrir þá sem eru ákafir eldhúsjarlar er þessi bók nauðsyn. -pbb  Bókadómur mEð sumt á hrEinu Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir r étt áður en sest er niður á morgni íslenskrar tungu eru þeir horfnir frá hljóðnema á útvarpsstöð Egill og Valgeir. Voru einhverjir úr hópi Stuð- manna sem reyndust ekki sögumenn þegar langt var liðið á sextugsaldurinn? Egill sannarlega, mikill sögumaður og lifandi í frásögninni, Valgeir og Þórður sannarlega í sínum örsögum sem enduðu á vinil og geislanum, Tómas hefur þegar farið á prent með sínar sögur, raunar var Jakob Frímann síst líklegur til að setjast niður og færa til bókar sinn athafna- sama feril en sú er nú samt raunin: Í dag, föstudag, kemur út hluti af margbrotnum ferli hans á fjögurhundruð síðna bók með nafnaskrám, verkaskrá (ófullkominni) og myndasíðum (hefðu mátt vera betur valdar). Þórunn Valdmars og Erlu skráir og er verkið önnur atlaga hennar að minn- ingum tónlistarmanns, hin fyrri var sú klassíska Sól í Norðurmýri. Gleðin yfir því að lifa Útgáfan er um margt merkileg. Bráð- skemmtilegur sögumáti skín í gegnum allt verkið þar sem talmálsstíll Jakobs nýtur sín vel í þroskamiklu og persónulegu mál- færi. Atburðarásin teygir sig víða, Jakob er séríslenskt fyrirbæri en leit hans að visku og lífsfyllingu hefur sent hann um meginlönd, eyjar Evrópu, Bandaríkin og Indland, Hann er langförull, raunar er ævisagan svo langt sem hún nær löng og ítarleg ferðalýsing svo víða hefur athafna- þráin leitt hann. Hann er persónulegur um einkahagi sína, tilfinningafesti við foreldra, afa, ástkonur og eiginkonur, vini, samstarfsmenn og marga samferða- menn er hér sett á blað, nokkrir undan- skildir sem standa honum nærri, um sumt þagað en flest kemur við sögu. Hann er hreinskilinn, dæmir sig sjálfan í margri sök, opnar okkur huga sinn af kurteisi og festu eins og hans er, ber flestum vel sög- una, umtalsfrómur, þótt í stöku tilvikum finnum við leiftur af skapi, sárum tilfinn- ingum, en gleðin yfir því að lifa yfirgnæfir allt. Hér gefur að líta lyndiseinkunn sem lýsir sér best í gerðum, framkvæmdum, vilja til að hreyfa samfélag og samtíma í besta skilningi. Mælistika á aðrar úr sama geira Með sumt á hreinu er velheppnuð bók því að viðfangsefnið er ekki að draga dul á galla sína; játar mistök, sýnir okkur stórar og djúpstæðar efasemdir sem sækja á um leið og við fáum innsýn inn í fjölbreyttan og fjölskrúðugan feril: Upphafsár bernsk- unnar á Akureyri, unglingsár í Hlíðunum, skrautlega tíma í London – í tvígang, sól- ardaga í Kaliforníu og svo allan þann tíma sem hann hefur helgað samkomuhaldi og skemmtanalífi hér á landi. Þórunnar gætir ekki mikið í verkinu, ef frá er talinn stuttur inngangur, þaðan í frá talar verkið rödd Jakobs. Verkinu er skipað í nokkurnveginn rétta tímaröð, staldrað við útskýringar, jafnvel útúrdúra eins og efnið heimtar, eftir því sem þroski í æviskeiðinu megnar. Frásögnin er víðast hvar undirstrikuð kímni en alltaf er stutt í alvöru því þannig er jú lífið. Jakob klæmist ekki á tilfinningum, eftir að hafa þekkt hann í hartnær þrjátíu ár undrar þennan lesanda hvað hann er óhræddur, hér er spilin lögð á borðið, en hann hefur alla tíð verið ófælinn drengurinn, kominn að garði hefur hann oftast klifrað yfir frekar en að ganga langa leið í leit að hliði. Sum efni eru þess eðlis sem hér eru rædd að þau snerta dýpstu einkamál eintaklings. Og fleira kemur við sögu: Utanríkisþjón- usta, hinn æðri tilgangur, gæfan og gjörvi- leikinn, stjórnmál í víðum skilningi og í þröngsýni veikra ráðamanna. Ævisögur okkar manna í poppinu hafa margar ekki verið fjörlegur lestur, sumir slakir frásagnarmenn, aðrir hafa lifað svo fábreyttu lífi að það dugar rétt í viðtal. Hér stígur fram einstaklingur sem á að baki merki- legan og mikilvægan feril á mörgum sviðum og talar tæpitungu- laust um erindi sitt hér á jörð. Með sumt á hreinu mun því verða mælistika á margar aðrar bækur úr sama geira sem gefnar eru út sem ævi- sögur.Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Jakobsstígurinn þræddur  með sumt á hreinu – jakob Frímann magnus- son lítur um öxl. Þorunn Erlu Valdimarsdóttir JPV, 400 blaðsíður, 2011. Hingað barst í pósti vegleg útgáfa frá fyrirtæk- inu seltmann+söhne í Þýskalandi á þýðingum ljóða Matthíasar Johannessen. Safnið eru gefið út á tveimur tungumálum, íslensku og þýsku og hefur einkum að geyma ljóð úr því úrvalssafni sem kom út 2009: Vegur minn til þín, en þýðendur eru þeir Sverrir Schopka og Gert Kreutzer, en hann er professor emerítus í norrænu við háskólann í Köln. Á þýsku ber safnið heitið Windhauch am Schwanenf lügel eða Andblær við svanavæng. Það er gefið út með tilstyrk Bókmenntakynningasjóðs og var hluti af Frankfurtar-átakinu. Í því samhengi er skemmst að minnast sérstaks heftis die Horen sem kom út í haust með þýddum ljóðum íslenskra skálda okkar daga og hefur því hagur ljóðaunnenda í Þýskalandi vænkast verulega á þessu hausti hvað varðar aðgengi að ljóðum okkar manna. -pbb Matthías í þýskri útgáfu Endurminningar Jakobs einkennast af bráðskemmtilegum sögumáta og talmálsstíll hans nýtur sín vel í þroskamiklu og persónulegu málfæri. Enn eru tímaritin á ferli þótt ætla mætti að hagur þeirra þrengdist eftir því sem vefurinn teygir sig víðar: Sumarhefti Stínu barst hingað nýlega og er mikið að efni. Mun nýtt hefti þessa ágæta tímarits vera í burðarliðnum og lofaði einn ritnefndarmaður því í búðir fyrir jól. Sumarhefti Stínu er 216 síður, stútfullt af spennandi efni. Þá er annað hefti þessa árs af Börnum og menningu komið út í ritstjórn Helgu Ferdinandsdóttur. Lunginn úr heftinu fjallar um verk Áslaugar Jónsdóttur. Heftið er í stóru broti og er 32 síður. Þá kom út í haust 3. tölublað Spássíu, 48 síður í stóru broti með viðtölum við höfunda og margskonar greiningum á bókmenntasamfélagi okkar. Ritstjórar eru Auður Aðalsteinsdóttir og Ásta Gísladóttir. Öll fást tímaritin í skárri bókaverslunum. -pbb Bókmenntatímaritin eru enn á stjái Jakob Frímann Magnússon. Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir Skiptinemasamtök AFS eru með opið hús nk. þriðjudag. Allir sem vilja forvitnast um skiptinemadvöl, sjálfboðaliðadvöl eða starfsemi okkar almenn, eru hvattir til að líta við og kynna sér það sem við höfum upp á að bjóða. HVAR: Skrifstofu AFS, Ingólfsstræti 3, Reykjavík HVENÆR: Þriðjudaginn 22.nóvember kl. 17-19. Allir velkomnir!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.