Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Síða 16

Fréttatíminn - 18.11.2011, Síða 16
www.omnis.is444-9900 HP ProBook langar með þér í skólann. Opnunartilboð í tilefni af nýrri verslun í Ármúla 11, aðeins 89.900 kr. - Við þekkjum tölvur REYKJAVÍK Ármúli 11 REYKJANESBÆR AKRANES BORGARNES „Bestu forvarn- irnar eru þær sem fjalla ekkert um átraskanir. Þær stelpur sem ég hef verið með síðastliðin tvö ár vissu ekki að námskeiðið sem þær sóttu væri forvörn gegn átröskunum.“ töldu sig hafa þörf á bættri líkamsmynd var boðið að taka þátt. „Við mældum átröskunareinkenni stúlknanna, röskun á líkamsmynd, hversu mikið þær aðhyllt- ust grannan vöxt og svo megrunartilhneigingu. Við skiptum stúlkunum sem vildu taka þátt í tvo hópa. Mældum báða hópana í upphafi. Síðan sat helmingur stelpnanna námskeiðið og við mældum svo báða hópana eftir það.“ Þannig fékkst við- miðun. Döfnuðu betur eftir námskeið Elva Björk segir það alls ekki svo að allar stúlk- urnar hafa skorað hátt á átröskunarskimunarlist- um, en það hafi nokkrar gert. „Þær sem það gerðu sóttust eftir því að vera grannar frekar en að stunda heilbrigt líferni og hreyfingu.“ Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að hópurinn sem sótti námskeiðin dafnaði betur að því loknu og sótti ekki eins stíft og áður í grannt vaxtarlag. Hún mældi einnig áhrif námskeiðsins á líkams- mynd sem breyttist ekki marktækt. „Þó að ekki hafi mælst marktækur munur á líkamsmynd hópanna mátti sjá vísbendingar um að hún batnaði hjá þeim sem sátu námskeiðið. Vísbendingar voru einnig í þá átt að þær sem ekki sóttu námskeiðið hafi staðið verr þegar rannsóknin var endurtekin.“ Það sem breyttist þó mest, samkvæmt rannsókn Elvu, voru mælingar á lystastoli og lotugræði, því einkennum fækkaði og urðu vægari hjá stúlkum sem tóku þátt á námskeiðinu en ekki hjá viðmið- unarhópnum. Enn sem komið er byggir Elva Björk niðurstöð- ur sínar á fyrri hluta rannsóknarinnar, þar sem 37 stúlkur tóku þátt í tveimur hópum, en hún hefur ekki enn lokið við síðari hlutann sem hún vinnur að með tveimur öðrum í framhaldsnámi í sálfræði. Þar eru hóparnir tíu. „En niðurstöðurnar boða gott og eru spor í rétta átt.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Átröskunarsögur geta ýtt undir lotugræðgi og listarstol stúlka Ekki er hægt að koma í veg fyrir átröskun með yfirferð á einkennum og reynslusögum. Slíkt getur meira að segja einfaldlega ýtt undir átröskun stúlkna, segir Elva Björk Ágústsdóttir sálfræðingur og námsráðgjafi, sem setti upp námskeið fyrir stúlkur svo byrgja mætti brunninn áður en þær detta í hann. Afar fáar stúlkur sem þróa með sér átröskun læknast. Átröskun er geðröskun. Sú sem sveltir sig getur sett sjálfa sig í lífshættu. Mynd/gettyimages G rípa þarf í taumana áður en ungar stúlkur leiðast út í átröskun, því fáar læknast verði þær þessari geðröskun að bráð. Forvarnir byggðar á reynslusögum, heimildamyndum og yfirferð á einkennum átröskunar geta ýtt undir átröskun stúlkna í áhættuhópi og hafa ekkert forvarnargildi. Þetta segir Elva Björk Ágústsdóttir, M.A. í sálfræði og námsráðgjafi í Garðabæ. Í samvinnu við Sigrúnu Daníelsdóttur, sálfræðing og deildarstjóra yfir átröskunar- teymi á Barna- og unglingageðdeild Land- spítalans, BUGL, og fleiri stóð Elva Björk að rannsóknum í grunnskólum borgarinnar. Þær settu upp tólf námskeið í fimm grunn- skólum síðastliðin tvö ár þar sem stúlkum í 10. bekk var kennt að vera sáttar við bæði kosti sína og galla. Einu markvissu forvarnirnar „Þetta er í rauninni fyrstu markvissu for- varnirnar gegn átröskun stúlkna hér á landi. Hingað til hafa forvarnir byggt á reynslusög- um og kennslu og upplýsingum á því sem ein- kennir átraskanir. Kennarar og námsráðgjaf- ar hafa sýnt heimildamyndir um átraskanir, en slík tegund forvarna ber engan árangur og hefur jafnvel skaðleg áhrif. Fyrir margar stelpur sem eru komnar í áhættuhóp, til dæmis ýkta megrun, getur slíkt virkað sem leiðbeiningabæklingur. Stelpurnar eiga erfitt með að sjá að þær séu að verða veikar og líta á það hvernig búlimíu- og anórexíusjúklingar bera sig að sem voðalega sniðug ráð.“ Elva Björk flytur 19. nóvember fyrirlestur um niðurstöðuna á ráðstefnu menntavísinda- sviðs Háskóla Íslands sem kallast Æskulýðs- rannsóknir 2011. „Bestu forvarnirnar eru þær sem fjalla ekkert um átröskun. Þær stelpur sem ég hef verið með síðastliðin tvö ár vissu ekki að námskeiðið sem þær sóttu væri forvörn gegn átröskunum. Við tölum ekki einu sinni um átröskun. En mælingar sýna árangur, því einkenni átröskunar dróst saman eftir setu á námskeiðinu,“ segir hún. Skaðlegir fyrirlestrar „Það þarf langtímaforvarnir gegn átröskun en ekki einn fyrirlestur,“ segir Elva Björk en á mánaðarlöngu námskeiðinu eru fegurðar- viðmið nútímans meðal annars gagnrýnd. „Við skoðum meðal annars fjölmiðla; hvernig myndir eru lagaðar til í Photoshop og förum yfir allar þessar mörgu megrunarfréttir. Námskeiðið miðar að því að bæta sýn stúlkn- anna á eigin líkama. Við þurfum ekki allar að líta út eins og fyrirsætur,“ segir Elva Björk. Námskeiðið kallast Body Project og er kennt að bandarískri fyrirmynd. Stúlkum sem Unglingsstúlkur á forvarnarnám- skeiði gegn átröskun, Body Proj- ect, hjá Elvu Björk Ágústsdóttur settu miða inn í bækur um megrun á bókasafni til að vekja þær sem tækju bókina á leigu til umhugsun- ar um eigið ágæti. Stúlkur á nám- skeiðinu þurfa, segir Elva, að hafa gagnrýna hugsun svo þær þori að taka slík skref. „Á þeim stóð: Þú ert flott eins og þú ert. Hugsaðu um heilsuna á jákvæðan hátt og svo framvegis. Þá hefur hópur stúlkna sett miða með hrósi inn í búningsklefa sund- staða þar sem stóð: Allar konur eru flottar. Engar tvær konur eru eins. Við erum ánægðar eins og við erum.“ Elva hefur einnig þróað sjálf- styrkingarnámskeið fyrir stelpur sem hún segir að sé almennara en forvarnarnámskeiðin gegn átrösk- unum og nái því til fleiri stelpna. „Námskeiðin voru prufukeyrð ný- lega í grunnskólum í Garðabæ og stefnum við á að bjóða þau í öllum skólum á höfuðborgarsvæðinu fáum við til þess styrk frá borg- inni.“ Þótt námskeiðin séu ólík miða þau bæði að því að stúlkur séu sáttar í eigin skinni. „Á unglingsárum taka kyn- in breytingum. Staðalmyndir kynjanna eru ólíkar. Strákum finnst ákjósanlegt að verða stórir og stæltir. Stúlkum að vera há- vaxnar, grannar og með slétta húð. Það sem gerist svo er að strákarnir stækka og breikka og færast nær sýn sinni á flottum karlmanni á meðan stelpur bæta á sig kílóum, fá mjaðmir og brjóst og færast í raun fjær sinni.“ - gag „Þú ert flott eins og þú ert“ Er einnig bæði með forvarnar- og sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stelpur Ný leið gegn átröskunum Elva Björk Ágústsdóttir breytti um kúrs í skoðun sinni á átröskun eftir að hún hóf meistaranám í sálfræði árið 2009. Þá benti Sigrún Daníelsdóttir, deildarstjóri yfir át- röskunarteymi á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, henni á bók um forvarnar- stefnuna frá Bandaríkjunum sem hún beitti fyrir meistararitgerð sína. Þær fengu í kjölfarið leyfi hjá vísindasiðanefnd og persónunefnd til að gera rannsóknir í grunnskólunum fimm á stúlkum sem töldu sig þurfa að bæta ímynd sína á líkama sínum. Elva Björk vinnur nú að lokaniðurstöðum en þegar hefur sú hugmynd kviknað að heilsugæslustöðvar tileinki sér fræðin og hafa aðrir grunnskólar sýnt námskeiðunum áhuga. Elva Björk Ágústsdóttir hefur lengi skoðað átröskun meðal unglinga og nauðsyn þess að hafa gott sjálfsmat. 16 viðtal Helgin 18.-20. nóvember 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.