Fréttatíminn - 18.11.2011, Qupperneq 21
kjölinn enda liggur allt Ísland þar
fyrir norðan. En það þýðir ekki
endilega að við förum nákvæm-
lega sömu leið. Finnskur land-
búnaður er til dæmis mög ólíkur
þeim íslenska. Hvernig samið var
við Svíþjóð og Finnland er fyrst og
fremst mjög ákveðin vísbending
um að það er svigrúm í viðræðum
við sambandið að ná fram sér-
lausnum sem henta hverju landi,
eins og Evrópusambandið hefur í
raun sjálft sagt.“
Stefán ítrekar að landbúnaðar-
stefna Evrópusambandsins sé
eitt af helstu grunnstefunum í
samstarfi ESB-ríkjanna. „Það er
mikil áhersla lögð á að halda úti
fjölbreyttum atvinnutækifærum í
dreifðum byggðum. Evrópusam-
bandið hefur enga hagsmuni að
því að rústa landbúnaði í nýjum
aðildarríkjum. Þvert á móti er
stefnan að tryggja að landbún-
aður þrífist alls staðar innan ESB
ekki síst með tilliti til fæðuöryggis
og byggðasjónarmiða. Það þýðir
hins vegar ekki að það verði ekki
breytingar á rekstrarumhverfi ein-
stakra búgreina, en ýmsar leiðir
eru til að mæta þeim, þar á meðal
þessi norðlægi stuðningur. Þá eru
ónefnd þau tækifæri sem falist
geta í aðild fyrir bændur, til dæmis
útflutningur lambakjöts og fleiri
afurða til Evrópu,“ segir Stefán.
Fiskurinn enn óslægður
Hinn stóri óopnaði samnings-
kaflinn – og án efa sá veigamesti
– snýst um fiskinn, þá miklu
sameign þjóðarinnar. Hvernig
skyldi Stefán meta líkurnar á því
að yfirráð Íslendinga yfir þeirri
dýrmætu auðlind verði tryggð til
frambúðar eins og fram kemur í
umboði Alþingis, sem fól ríkis-
stjórninni að sækja um aðild?
„Við erum að vinna að útfærslu
samningsmarkmiðanna og þar
eru nokkur lykilatriði sem við telj-
um gefa okkur mjög sterka stöðu.
Í fyrsta lagi liggur efnahagslög-
saga Íslands alveg sér. Hún liggur
ekki að lögsögu neins aðildarríkis
Evrópusambandsins.
Í öðru lagi eru 70 prósent af
fiskistofnunum við Ísland stað-
bundnir. Þeir halda sig innan lög-
sögunnar, eru alfarið veiddir af
Íslendingum og engum öðrum.
Þetta eru mjög mikilvægt atriði
því sjávarútvegsstefna Evrópu-
sambandsins eru hugsuð fyrir
aðrar aðstæður en eru hér. Hún er
sniðin að kringumstæðum á borð
við Eystrasaltið þar sem mörg
lönd liggja að sama hafsvæði og
nýta sömu stofna. Svipað og er
til dæmis líka við Norðursjó og
Biscaya-flóa. Þessar aðstæður
kalla á sameiginlega stefnu og
stjórnun en það á ekki við um
okkur.
Í þriðja lagi þá höfum við Ís-
lendingar rekið okkar sjávarútveg
betur en Evrópusambandinu
hefur tekist innan sinna raða. Við
erum sammála meginmarkmiðum
sjávarútvegsstefnu ESB, sem lúta
að sjálfbærni veiða og svo fram-
vegis, en við erum að ná þeim
betur heldur en aðildarríkin.
Í fjórða lagi kemur svo regla
Evrópusambandsins um hlut-
fallslegan stöðugleika. Reglur
sambandsins byggja mjög á veiði-
reynslu og þar sem Íslendingar
eru þeir einu sem hafa veitt stað-
bundnu fiskistofnana í meira en
30 ár, þá myndum við, samkvæmt
núgildandi reglum, sitja einir að
þessum veiðum. Á það hefur verið
bent að mögulega verði þessu
reglum breytt eftir á. Þess vegna
þurfum við að tryggja að það verði
ekki gert að okkur forspurðum.”
Stefán segir að draga megi
þessi rök saman svona: „Við Ís-
lendingar erum útaf fyrir okkur,
með eigin stofna og umgöngumst
þá vel. Aldrei áður hefur ríki sótt
um aðild sem hefur svo veiga-
mikla hagsmuni í sjávarútvegi og
það þarf að finna lausn sem heim-
ilar okkur að halda áfram að reka
sjávarútveginn eins og við höfum
verið að gera. Önnur erfið atriði
sem þarf að taka á eru deilistofnar
og fjárfestingar.
Aðspurður hvort til séu innan
Evrópusambandsins sambærileg
fordæmi og um sérlausnir fyrir
norðlægan landbúnað, segir Stefán
svo vera.
„Við höfum sett fram þá hug-
mynd að Ísland og íslensk efna-
hagslögsaga verði skilgreint sem
sérstakt stjórnunarsvæði. Svipuð
hugmyndafræði er til innan ESB
fyrir Azoreyjar, Madeira og Kanar-
íeyjar að 100 mílum og fyrir Möltu
að 12 mílum. Þetta er konsept sem
væri mögulegt að byggja á og þá
myndum við vilja að það næði yfir
alla okkar efnahagslögsögu, allar
200 mílurnar. En rétt er að benda
á að vissulega eru þessar eyjar, að
Möltu frátalinni, ekki sjálfstæð ríki
heldur skilgreind sem svæði sem
eru hluti af aðildarríkjunum.”
Stefán bendir að auki á að Norð-
menn hafi samið um sérlausn fyrir
sinn sjávarútveg í samningnum
sem var síðar felldur í þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Sú lausn var að vísu
tímabundin þó norsk stjórnvöld hafi
sjálf litið svo á að ekki yrði haggað
við henni.
„Við þurfum að búa þannig um
hnútanna að sú lausn sem við semj-
um um verði tryggð með varan-
legum hætti.“
Kaflinn um evruna grundvall-
armál
Auk þess að snúast um landbúnað
og sjávarútveg ná samningavið-
ræðurnar um aðild Íslands að ESB
til fjölmargra annarra mikilvægra
málaflokka. Stefán segir þátttöku
Íslands í, þar á meðal, byggða-
og atvinnustefnu ESB vera afar
þýðingarmikla og gæti falið í sér
umtalsverð sóknarfæri fyrir Ís-
lendinga. Samningskaflinn um
evruna er einnig grundvallarhags-
munamál fyrir Íslendinga því gangi
Ísland í Evrópusambandið er unnt
að tengja krónuna við evruna með
stuðningi Seðlabanka Evrópu sem
ætti að stuðla að stöðugleika. Það
er því mikið í húfi fyrir Ísland í yfir-
standandi aðildarviðræðum. Síðast
en ekki síst segir Stefán mikilvægt
að fram fari hreinskiptin og opin
umræða, sem nái til kosta og galla
mögulegrar aðildar.
Jón Kaldal
jk@frettatiminn.is
•
•
•
•
•
•
•
viðtal 21 Helgin 18.-20. nóvember 2011