Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 36
fegurðarsamkeppnir. Það er ekkert eitt rétt
svar til. Það fylgja þessu ákveðnar hættur
og sumar stelpur geta farið illa út úr þessu,
en svo getur þetta líka verið stærsta blessun
lífsins. Svo við tökum sem dæmi stelpuna
sem vann ungfrú alheim núna, sem er frá
Venesúela, þá hefur hún verið munaðarlaus
frá átta ára aldri. Þetta mun breyta lífi hennar
algjörlega og gefa henni ómetanleg tækifæri
sem hún hefði aldrei fengið annars. Það
sem ég get sagt með vissu er hins vegar að
módelbransinn er miklu miklu verri, miðað
við mína reynslu af honum. Þar flæða oftar
en ekki eiturlyf og áfengi og harkan er miklu
meiri. Í Miss World er passað upp á þig. Þú
færð einkabílstjóra og ferð ekki ein eitt eða
neitt. Þú ert drottning og ert meðhöndluð
sem slík.“
Þakkar fyrir að Facebook var ekki til
„Það var auðvitað skrýtið og stundum erfitt
að finna fyrir kjaftasögunum. Ég var bara 19
ára gömul, ósköp saklaus og vildi trúa öllu
góðu um fólk. Það gat verið erfitt að vera
alltaf með brynju þegar maður fór út úr húsi,
sumt náði tökum á mér og dró mig niður. En
mér var yfirleitt ekki sagt neitt beint, þannig
að kjaftagangurinn bitnaði líklega miklu
meira á mínum nánustu. En jú, það var mjög
mikið kjaftað úti um allan bæ. Og athugaðu
að þarna voru aðrir tímar. Ég þakka guði fyr-
ir að Facebook var ekki komið til sögunnar.
Það hefði verið skelfilegt. Til dæmis þegar ég
var að drekka sem mest. Getur þú ímyndað
þér hvað hefði verið skrifað um mig?,“ segir
Linda og hlær og segist vera orðin miklu
sjóaðri í þessum efnum í dag.
Eins og margir Íslendingar hefur hún háð
hatramma baráttu við Bakkus, sem hún
þakkar fyrir að hafa sloppið lifandi út úr.
Smátt og smátt fór að síga á ógæfuhliðina eft-
ir að Linda vann keppnina um ungfrú alheim.
Hún ákvað fyrst að hætta að drekka 26 ára
gömul og það hélt í þrjú ár, þar til hún féll.
Var fimm mánuði í meðferð í Banda-
ríkjunum
„Svo hætti ég aftur rúmum tveimur árum
síðar og er núna búin að vera edrú í nærri tíu
ár. Ég var orðin rosalega mikið veik þegar ég
fór í meðferðina sem fékk mig til að stoppa.
Ég var komin á þann stað að ég gat hvorki
drukkið né verið edrú. Ég hafði reynt að
fara á Vog þrisvar sinnum, en það virkaði
ekki fyrir mig. Þar fannst mér líka erfitt að
vera þekkt. Ég var kannski að opna mig um
ákveðna hluti og síðan var sagt frá þeim úti
í bæ. En ég tek það fram að á Vogi er unnið
frábært starf og augljóslega virkar meðferðin
þar fyrir mjög marga, þó að ég hafi þurft
önnur úrræði.
Á endanum fór ég til Bandaríkjanna í
áfengismeðferð á þekkta meðferðarstofnun.
Þegar ég kom fyrst út sá ég að stofnuninni
var skipt í nokkur hús. Ég spurðist fyrir um
þau og mér var sagt að í einu þeirra væri
fólkið sem væri mjög illa haldið og venjuleg
meðferð dygði ekki á. Það liðu tveir dagar
þangað til ég var komin þangað inn!“
Linda lítur niður, tekur sopa af kaffinu og
heldur áfram:
„Ég var í meðferðinni í heila fimm mánuði
og þetta var ekkert sumarfrí skal ég segja
þér. Stöðug vinna frá morgni til kvölds hvern
einasta dag. Það var það sem ég þurfti og án
þessarar meðferðar hefði ég ekki lifað þetta
af. Það er bara algjörlega á hreinu. Áfengis-
fíknin var að fara með mig í gröfina.“
Ástfangin og glöð
Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og
það skín af Lindu langar leiðir að hún hefur
náð langþráðu jafnvægi í sínu lífi. Margir
hafa undrað sig á því að svo glæsileg kona
hafi verið einhleyp langtímum saman og
hún hlær innilega þegar talið berst að karla-
málum.
„Já, þau hafa nú verið heldur betur ómerki-
leg síðustu ár hvað varðar karlana. Eiginlega
bara ekki neitt um það að segja. Ég hef ekki
búið með karlmanni í heil fimmtán ár. Ég á
auðvitað sex ára gamla dóttur, en fyrir utan
pabba hennar hef ég verið meira og minna
ein allan þann tíma og varla við karlmann
kennd síðan dóttir mín fæddist.“
Karlmennirnir í lífi Lindu hafa fæstir verið
íslenskir hingað til og þannig er það líka
núna. Hún brosir feimnislega þegar ég spyr
hana út í nýja kærastann.
„Já þú segir nokkuð, það er rétt, ég hef
ekki mikið verið með íslenskum mönnum í
gegnum tíðina. En það er ekki af því að þeir
séu eitthvað slæmir, heldur kannski frekar af
því að ég hef verið mikið á ferðinni í gegnum
tíðina. En, já ég á semsagt kærasta núna,
en við erum ekki búin að vera lengi saman.
Hann heitir Tav MacDougall og er skoskur
leikari. Við kynntumst í London og ég er
mjög ánægð með það hvernig þetta er að
þróast hjá okkur. Við tökum þetta á okkar
hraða,“ segir hún.
Dýravinur frá unga aldri
Linda hefur undanfarið vakið athygli fyrir
baráttu sína fyrir aðbúnaði dýra og meðferð á
þeim. Ólíkt því sem margir kynnu að halda er
þessi ástríða hennar ekki ný af nálinni.
„Allir sem þekkja mig vel gætu sagt þér að
dýravernd hefur verið mér hjartfólgin frá því
ég var lítil stelpa. Mig langaði meira að segja
alltaf að verða dýralæknir. Ég hef átt fjóra
hunda í gegnum tíðina sem hafa verið stór
hluti af mínu lífi. Ég á minningu frá Vopna-
firði, þar sem hundahald var bannað. Ég var
tíu ára gömul. Þegar hundurinn minn slapp
út sagði sveitastjórinn við pabba minn að ef
þetta gerðist aftur yrði hann að skjóta hund-
inn. Þegar ég heyrði þetta brást ég ókvæða
við og sagði að ef sveitastjórinn kæmi heim til
okkar yrði ég að skjóta hann!“
Lindu er nokkuð niðri fyrir þegar þessi
mál ber á góma og hún heldur áfram ákveðin:
„Dýr eru málleysingjar sem geta ekki varið
sig og ef ég get ljáð þeim rödd mína er það
algjörlega sjálfsagt mál. Það er svo illa farið
mér dýr í mörgum tilvikum. Til dæmis verk-
smiðjuframleiðsla á kjúklingum og svína-
kjöti. Hún er ógeðsleg en því miður er aðbún-
aður dýra og meðferð á dýrum langt í frá að
vera fullkomin eins og margir vilja halda.
Að hér sé bara frjálsa fjallalambið og allt í
góðu. Við höfum engan rétt til að svipta dýrin
þeim grunnþörfum að fá sólarljós og ferskt
loft. Það hefur ekki verið mikil umræða um
dýravernd á Íslandi, en mér sýnist að það sé
að breytast og á bara þessu ári hefur orðið
mikil vakning. Ég er félagi í Dýraverndunar-
sambandi Íslands og er í starfshópi SLN-Vel-
ferð búfjár.“
Staðalímyndirnar stórhættulegar
Annars á rekstur Baðhússins hug Lindu allan
ásamt dóttur hennar, Ísabellu, sem byrjaði í
skóla í haust.
„Hún er algjör snillingur þessi elska. Er
strax orðin læs og skrifandi og talar líka
ensku. Svo er hún líka að læra á fiðlu. Ég er
afskaplega stolt af henni og finnst hún svaka-
lega dugleg. Auðvitað vildi ég stundum hafa
dálítið meiri tíma með henni, því að það er jú
tímafrekt að reka þetta fyrirtæki. En ég veit
að sá tími kemur að ég verð minna í vinnunni
Þetta ástar-haturs samband við frægðina tók verulega á. Mann langaði í athyglina, en var
síðan svekktur þegar verið var að kjafta um mann úti í bæ. Þegar ég varð svo aftur að
venjulegri stelpu var mjög erfitt fyrir mig að venjast því.
Bröns
alla laugardaga og sunnudaga
Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is
Verð
aðeins
1.895
með kaffi
eða te
36 viðtal Helgin 18.-20. nóvember 2011