Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 42
Það er hægt að gráta sig í svefn nokkur kvöld, jafnvel í nokkrar vikur, yfir því hvernig farið hefur með auðlindir þessa lands. Hvort sem það er fiskurinn eða orkan, þá hefur ávinningurinn að alltof litlu leyti runnið til eigenda þessara verðmæta: Sjálfrar þjóðarinnar. Vissulega hefur hún notið góðs af þeim en rjómann hafa fleytt – og fleyta enn – fáir feitir kettir, sem harðneita að færa sig frá skálinni. Sá gagnorði fyrrum þingmaður Kristinn H. Gunnarsson skrifaði grein í fimmtudagsblað Frétta- blaðsins og benti á nýjustu gjöf ríkisvaldsins, fyrir hönd landsmanna, til eigenda sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þar kom meðal annars fram að Samherji greiddi Færey- ingum fyrr í haust 150 millj- ónir króna fyrir magn af makríl sem nemur um það bil 1/100 af íslenska markríl- kvótanum. Fyrir allan sinn kvóta fékk ríkissjóður þó aðeins 140 milljónir frá útgerðarmönnum landsins. Óskiljanlegt er að Jón Bjarnason komist upp með þessa ráðstöfun á takmörkuðum gæðum sem eru sameign þjóðarinnar. Og það í skjóli ríkisstjórnar sem kennir sig við félagshyggju og jafnaðarmennsku. Eigendur verðmætanna, landsmenn, virðast ekki ætla að kippa sér sérstaklega upp við þessa fjölskylduhjálp Jóns. Enda sjálfsagt orðnir nánast ónæmir fyrir gjafmildi stjórnvalda til útvaldra hverju sinni á gæðum landsins. Herði Arnarsyni forstjóra Landsvirkjunar hlýtur þó að hafa lukkast að hrista slenið af einhverjum þegar hann upplýsti í vikunni að Landsvirkjun hefur aðeins greitt eigendum sínum jafnvirði 12,9 milljarða að núvirði í arð og skatta síðastliðin 46 ár. Það er fáránlega lág tala. Gagnrýna má núverandi ríkisstjórn fyrir ýmislegt. Eitt af því er þó ekki sú gagngera bylt- ing sem hún hefur staðið fyrir á stjórnarháttum Landsvirkjunar. Fyrri ríkisstjórnir hafa grímulaust brúkað Landsvirkjun sem tröllvaxið tæki í byggða- og framkvæmdamálum og lítið hugsað um að hámarka mögulegan ágóða af orkubúskapn- um. Reyndar má ætla, miðað við viðbrögðin á Alþingi þegar álver á Bakka var slegið af, að Landsvirkjun væri enn keyrð áfram í þeim anda ef þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks fengju að ráða. Það gera þeir þó ekki, sem betur fer fyrir eigendur Landsvirkjunar. Ef rétt er haldið á spilunum er Landsvirkjun fyrirtæki sem hefur burði til að leggja feikilega fjármuni í sameiginlega sjóði landsmanna. Á þetta var bent í skýrslu sem fyrirtækið lét vinna og gaf út í sumar. Þar var farið yfir möguleg efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Lands- virkjunar fram til ársins 2035 og bent á að möguleg árleg áhrif arðgreiðslna í ríkissjóð færu langt með að standa undir öllu heilbrigðis- kerfinu. Eða geti staðið straum af kostnaði við háskóla, framhaldsskóla, menningar-, íþrótta- og trúmál auk löggæslu, dómstóla og fangelsa landsins. Eins og staðan er nú eru það fyrst og fremst örfá útlend stórfyrirtæki sem njóta ágóðans af orkuauðlindum landsins. Það er sláandi stað- reynd en tæplega helmingur allrar raforkufram- leiðslu landsins er bundinn tveimur álverum til langs tíma. Annars vegar er þetta álverið í Straumsvík, sem er með samning til 2036, og hins vegar álver Alcoa í Reyðarfirði, sem er með samning til 2048. Samningurinn við álverið við Straumsvík var endurskoðaður og færður til betri vegar fyrir skömmu. Alcoa-samningur er hins vegar greyptur í grjót í 37 ár enn. Það er sannarlega umhugsunarefni að ef Alcoa álverið greiddi helming af meðalverðinu sem stóriðjufyrirtæki greiða fyrir orku annars staðar í Norður-Evrópu, fengi Landsvirkjun um það bil 240 milljörðum króna meirar í sinn hlut en fæst út úr núverandi óbreytanlegum samn- ingi. Hún er mikil ábyrgð þeirra sem sömdu á þessa leið fyrir örfáum árum. Fiskurinn og orkan Fáir feitir kettir fleyta rjómann Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Þ Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. F orseti kirkjuþings gerði frumvarp stjórnlagaráðs um kirkjuákvæði stjórnarskrár að umtalsefni í ræðu við setningu þingsins s.l. laugardag. Tónninn var sleginn með tilvitnun í hin fleygu orð Halldórs Laxness úr munni Jóns Hreggviðssonar „Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti”. Þjóðkirkja og kirkjuskipan Kirkjuþingsforsetinn segir að stjórnlaga- ráð hafi „hlaupist undan þeim vanda að kveða á um hvort hér á landi skuli vera þjóð- kirkja eða ekki.“ Orðið þjóðkirkja kemur ekki fyrir í frumvarpi stjórnlagaráðs en meginbreytingin fellst í þeirri tillögu að brott falli ákvæði um „að ríkisvaldið skuli styðja og vernda þjóð- kirkjuna“ svo vitnað sé í ræðuna og um leið í ákvæði 62. gr. núgildandi stjórnarskrár. Forseti kirkjuþings er sammála þessari einu raunverulegu efnisbreytingu um þjóðkirkjumálið sem stjórnlagaráð leggur til: „Þetta er arfur frá gamalli tíð og engin þörf er lengur á slíku verndarákvæði í stjórnarskrá.“ Þá segir forseti kirkjuráðs segir að „breytingar á kirkjuskipaninni – og þar með sú spurning hvort hér skuli vera þjóðkirkja eða ekki - [eru samkvæmt gildandi stjórnarskrá] háðar því að Alþingi taki skýra ákvörðun um afnám þjóðkirkju og þjóðin fái að greiða atkvæði um þá ákvörðun sérstaklega.“ Hér hefði forsetinn mátt vitna beint í ákvæði 2. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar: „Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins sam- kvæmt 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg.“ Forsetinn telur á hinn bóginn að stjórnlagaráð leggi til að „ákvörðunarvald“ um það „hvort hér á landi skuli vera þjóðkirkja eða ekki“ sé „fengið Alþingi með orðunum: „Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkis- ins” og vitnar hann þá í 1. mgr. 19. gr. frumvarpsins. Kirkjuþingsforseti hefði mátt vitna í framhald frum- varpsgreinarinnar, en í 2. mgr. hennar segir „Nú sam- þykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar.“ Er þetta frábrugðið því sem er í gildandi stjórnar- skrá? „Með þessari tillögugerð stjórnlagaráðs [um kirkjuskipanina] er því sköpuð óvið- undandi óvissa,“ segir forseti kirkjuþings. Hún er þó ekki meiri en í gildandi stjórnar- skrá. Bæði samkvæmt henni svo og frum- varpi stjórnlagaráðs verður breyttri skipan ekki komið á nema þjóðin ákveði það í sjálfstæðri atkvæðagreiðslu að frumkvæði Alþingis. Hefði forseti kirkjuþings kosið að stjórnlagaráð hefði tekið fram fyrir hend- urnar á þjóðinni og lagt til brottfall allra ákvæða um kirkjuskipanina? Var stjórnlagaráð með sjónhverfingar? Forseti kirkjuþings leggur út af ofangreindri tillögu stjórnlagaráðs um að Alþingi sé heimilt að kveða á um kirkjuskipanina með því að segja: „rétt eins og sér- staka heimild þurfi í stjórnarskrá til að Alþingi geti gegnt löggjafarhlutverki sínu!“ Vitaskuld er það ekki svo að Alþingi geti sett lög um hvað sem er. Stjórnarskrá er til þess að setja lagasetningu eðlileg mörk. Í ráðgerðri stjórnarskrá er kveðið á um jafnræði og trúfrelsi, allt eins og í hinni núgildandi. Án skýrrar heimildar í stjórnarskrá getur Alþingi því vart sett lög um sérstaka kirkjuskipan. Þá segir forseti kirkjuþings: „Það er hins vegar stjórn- arskrárvarinn réttur þjóðarinnar sjálfrar að ákveða hvort þjóðkirkja skuli vera hér í landi eða ekki. Framhjá þessum rétti þjóðarinnar verður ekki gengið með sjón- hverfingum einum saman.“ Hér virðist forsetinn vera að segja að það eitt að orðalagi um kirkjumálin verði breytt í stjórnarskrá kalli á sérstaka þjóðaratkvæða- greiðslu samkvæmt núgildandi stjórnarskrá. Um þetta deila lögfræðingar eins og einatt er. Hinu verður að vísa á bug að stjórnlagaráð sé með „sjónhverfingar“. Hvers vegna hin stóru orðin? Vitaskuld er kirkjunnar mönnum rétt og skylt að tjá sig um trúar- og kirkjumálaákvæði ráðgerðrar stjórnar- skrár. Í ljósi þess sem að ofan greinir eru þung orð forseta kirkjuþings, æðstu stofnunar þjóðkirkjunnar, um frumvarp stjórnlagaráðs þó illskiljanleg. Ný stjórnarskrá: Er kirkjan úti í kuldanum? Fært til bókar Hjólhestar og annað skagfirskt hrossakyn Skagfirðingar eru glaðsinna að eðlisfari, frægir hestamenn, söngmenn og hag- yrðingar – og er þá fátt eitt talið. Af þeim eru til margar gamansögur. Björn Jóhann Björnsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og Skagfirðingur í húð og hár, vill halda þeim til haga en út er komin bók eftir hann, Skagfirskar skemmtisögur, en í henni er að finna um 200 gamansögur af Skagfirðingum og nærsveitarmönnum. Rétt er að láta eina fylgja en þar segir af hestum, ólíkum þó: „Albert Magn- ússon,löngum kallaður Berti krati, var ásamt konu sinni lengi með unga vinnu- menn úr héraðinu í fæði á Öldustígnum. Má þar nefna Sigurð Björnsson frá Hólum, eða Bróa, Gunnbjörn Berndsen, Aðal- stein Jónsson, eða Steina Putt, Sigurð Frostason og Hófsósinginn Kristján Björn Snorrason. Berti þótti elda góðan mat og var sér í lagi sterkur í soðningunni. Ein- hverju sinni fengu þeir hins vegar tortugg- ið hrossakjöt og mælti Brói þá stundar- hátt: „Þetta hlýtur að vera hjólhestur!“ Þá skaut Steini Putt fram hökunni, kjamsaði aðeins á kjötinu og sagði: „Já, ég held að ég sé akkúrat með pedalann núna!“ Þorkell Helgason sat í stjórnlagaráði Verslun Spilavinir ehf Kostur lágvöruverslun ehf IKEA Epli.is - Umboðsaðili Apple á Íslandi MacLand Klapparstíg 30 Langholtsvegi 126 Dalvegi 10 Kauptúni 4 Laugavegi 182 4 ummæli 5 ummæli 32 ummæli 13 ummæli 18 ummæli 1 2 3 4 5 Efstu 5 - Vika 46 Topplistinn 42 viðhorf Helgin 18.-20. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.