Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 14
B iskupskosningar verða næsta vor og nýr bisk- up tekur væntanlega við af Karli Sigur- björnssyni í júní næst- komandi. Þegar Karl tilkynnti á kirkjuþingi nýverið að hann hygð- ist láta af embætti eftir þjónustu í hálft fimmtánda ár kom fram að svo- kallað biskupsmál hefði verið sárs- aukafullt og átakamikið í kirkjunni. Í viðtali viðurkenndi Karl að mál for- verans, Ólafs Skúlasonar, hefði átt þátt í ákvörðuninni um að hætta. Til þessa ástands og þeirra áfalla sem þjóðkirkjan hefur orðið fyrir verður væntanlega litið þegar geng- ið verður til biskupskosninga. En hver er líklegastur til að taka við embættinu? Nokkrir eru líklegri en aðrir til að gefa kost á sér. Um biskup gilda sömu reglur og aðra embættismenn, þeir eru skipaðir til fimm ára en skipunartími fram- lengist sé embættið ekki auglýst. Kjörgengir til biskupsembættis eru prestar þjóðkirkjunnar og guð- fræðingar sem hafa full réttindi til að taka prestvígslu. Vígslubiskupar Þegar horft er til þeirra sem til greina koma sem arftakar Karls Sigurbjörnssonar koma vígslubisk- upar upp í hugann. Bæði Ólafur Skúlason og Pétur Sigurgeirsson voru vígslubiskupar þegar þeir voru kjörnir í embætti biskups. Ólafur í Skálholti 1983-1989 og Pétur á Hól- um 1969-1981. Jón Aðalsteinn Baldvinsson er vígslubiskup á Hólum og hefur gegnt embætti frá 2003. Kristján Valur Ingólfsson er vígslubiskup í Skálholti og hefur gegnt embætti frá liðnu sumri. Hafa ber í huga að þeir eru á svipuðu reki eða jafnvel eldri en fráfarandi biskup. Karl biskup er fæddur árið 1947, sama ár og Kristján Valur en Jón Aðal- steinn er ári eldri, fæddur árið 1946. Á næsta ári verða vígslubiskuparn- ir því 65 og 66 ára gamlir. Mjög er kallað eftir endurnýjun innan þjóð- kirkjunnar en hvort aldur vígslu- biskupanna vinnur gegn þeim skal ósagt látið. Því má ekki gleyma að þeir njóta trausts, sem fram kom í kjöri þeirra – og það alveg nýlega þegar litið er til Kristjáns Vals en augu presta virðast beinast nokkuð að honum. Þess má geta að Jón Aðalsteinn og Kristján Valur sóttust báðir eft- ir kjöri til vígslubiskupsembættis Hólastiftis á sínum tíma. Enginn fékk meirihluta í fyrri umferð en Kristján Valur fékk flest atkvæði. Af 63 atkvæðum fékk hann 27 en Jón Aðalsteinn 18. Í seinni umferð fengu þeir hins vegar jafn mörg at- kvæði. Það kom því í hlut þáverandi kirkjumálaráðherra, Sólveigar Pét- ursdóttur, að veita embættið. Jón Aðalsteinn varð fyrir valinu. „Trúverðugleiki vinnst með því að kjósa konu“ Hið nýliðna vígslubiskupskjör í Skálholti getur gefið vísbendingar um hugsanleg biskupsefni. Í fyrri umferð þeirra fékk Sigrún Óskars- dóttir, prestur í Árbæjarkirkju, flest atkvæði eða 39. Jöfn í öðru og þriðja sæti voru Kristján Valur Ingólfsson og Agnes M. Sigurðardóttir, pró- fastur í Vestfjarðaprófastsdæmi með 37 atkvæði. Skammt undan var Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur í Reykjavíkurkjördæmi vestra, með 33 atkvæði. Það þurfti því að varpa hlutkesti til þess að skera úr um það hvort Kristján Valur eða Agnes kepptu við Sigrúnu um vígslubisk- upsembættið. Kristján Valur varð ofan á og hafði síðan betur í barátt- unni við Sigrúnu í annarri umferð. Engu að síður hlýtur nafn Sigrún- ar að bera á góma þegar kemur að biskupskjörinu og sama gildir um Agnesi. Kona hefur aldrei gegnt biskupsembætti og raunar eru ekki nema örfáir áratugir síðan kona var fyrst vígð til prestsembættis. Af jafnréttisástæðum og ekki síst að með tilliti til þess ástands sem ríkt hefur innan þjóðkirkjunnar kölluðu margir eftir því að kona yrði fyrir valinu sem vígslubiskup í Skálholti. Hið sama kemur líklega upp þegar menn líta til komandi biskupskosn- inga. Hjalti Hugason, guðfræðideild- arprófessor – sem sumir hafa horft til sem biskupsefnis – sagði þannig í grein í aðdraganda vígslubiskups- kosningnna í Skálholti: „Það gefur auga leið að aukinn trúverðugleiki vinnst með því að kjósa konu til að gegna biskupsembætti með þeim tveimur körlum sem fyrir eru. Með tveimur miðaldra einstaklingum vinnst aukin breidd með því að kjósa svo unga konu sem kostur er. Sé horft til þeirra sem fyrir eru er viðamikil stjórnunarreynsla ekki það sem helst skortir. Mikilvægara er að sú sem valin verður búi að fjöl- þættri reynslu af kirkjustarfi innan lands og utan sem og á samkirkju- legum vettvangi. Þá skiptir sköpum að konan sem valin verður hafi tekið þátt í þeirri fjölþættu samfélagsum- ræðu sem kirkjan verður að taka vaxandi þátt í á komandi árum. Öðlist þjóðkirkjan ekki sterkari rödd á því sviði alveg á næstunni er hætt við að hún einangrist til fram- búðar. Loks er mikilvægt að hún búi að reynslu af teymisvinnu ef takast á að þróa biskupsembættið í þá átt sem rætt var um hér að framan.“ Sigrún Óskarsdóttir er fædd árið 1965 og verður því 47 ára á næsta ári, heldur yngri en þegar Karl Sig- urbjörnsson var kjörinn biskup en hann var 51 árs, en hún er á svip- uðum aldri og þegar Sigurbjörn Einarsson, faðir Karls, var kjörinn biskup árið 1959. Þá var hann 48 ára. Sigrún var vígð árið 1991 sem aðstoðarprestur í Laugarnespresta- kalli. Hún þjónaði sem sjúkrahús- prestur á Landspítalanum, var framkvæmdastjóri Æskulýðssam- bands þjóðkirkjunnar í Reykjavík- urprófastsdæmi, prestur í norsku kirkjunni og prestur íslenska safn- aðarins í Noregi en nú prestur í Ár- bæjarkirkju. Agnes M. Sigurðardóttir er fædd árið 1954 og verður því 58 ára á næsta ári, nær Ólafi Skúlasyni og Pétri Sigurgeirssyni í aldri þegar þeir tóku við biskupsembætti, 60 og 62 ára gamlir. Hún vígðist sem æskulýðsprestur þjóðkirkjunnar árið 1981 og var síðan sóknarprest- ur á Hvanneyri en hefur lengst af verið sóknarprestur á Bolungar- vík og prófastur Vestfjarðaprófasts- dæmis. Prófastar Prófastar eru tengiliðir biskups og presta. Meðal þeirra eru því hugs- anleg biskupsefni hverju sinni. Prófastsdæmum hefur fækkað en þriðjungur prófasta eru konur, auk Agnesar, prófasts í Vestfjarðapró- fastsdæmi þær Dalla Þórðardótt- ir í Húnavatns- og Skagafjarðar- prófastsdæmi og sóknarprestur í Miklabæjarprestakalli og Halldóra J. Þorvarðardóttir, sóknarprestur á Fellsmúla og prófastur í Suðurpró- fastsdæmi. Dalla sóttist eftir því að verða vígslubiskup á Hólum en varð í þriðja sæti í fyrri umferð á eftir nú- verandi vígslubiskupum, Jóni Aðal- steini og Kristjáni Val. Halldóra er systir Ólínu þingmanns og komst í fréttir þegar hún messaði við þing- setningu í haust og fékk egg í höf- uðið. Aðrir prófastar eru Birgir Ás- geirsson í Reykjavíkurprófasts- dæmi vestra, sóknarprestur í Hallgímskirkju, Gísli Jónasson í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, sóknarprestur í Breiðholtspresta- kalli, sonur Jónasar Gíslasonar sem var vígslubiskup í Skálholti frá 1989 til 1994, milli Ólafs Skúla- sonar og Sigurðar Sigurðarson- ar, Gunnar Kristjánsson í Kjalar- nesprófastsdæmi, sóknarprestur á Reynivöllum í Kjós, Þorbjörn Hlyn- ur Árnason í Vesturlandsprófasts- dæmi, sóknarprestur í Borgarnesi, Jón Ármann Gíslason í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi og sókn- arprestur á Skinnastað og Davíð Baldursson í Austurlandsprófast- dæmi, sóknarprestur í Eskifjarðar- prestakalli. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Nýr biskup tekur við af Karli Sigurbjörnssyni á næsta ári. Karl hefur verið biskup á stormasömum tíma. Karlahefð er sterk innan þjóðkirkjunnar en kona þykir koma til greina sem biskup í fyrsta sinn. Jónas Haraldsson velti því fyrir sér hver gæti orðið næsti biskup. Barist um biskupinn www.omnis.is444-9900 Nú getur þú borið saman epli og appelsínur á einum stað. - Við þekkjum tölvur REYKJAVÍK Ármúli 11 REYKJANESBÆR AKRANES BORGARNES Af viðtölum við presta má ráða að Kristján Valur þyki liggja einna beinast við sem næsti biskup en ef til kæmi sæti hann sennilega aðeins fyrsta skipunartímabilið, það er fimm ár, „maður sem ber embættið,“ eins og fram kom hjá viðmælanda. Það sem helst þykir mæla gegn kjöri hans er hve nýlega hann var kjörinn vígslubiskup. Agnes M. Sigurðardóttir prófastur er sömuleiðis sögð „kona með vigt og á réttum aldri.“ Spurning sé hins vegar hvort sá tími sé upp runninn að kona nái æðstu metorðum innan þjóðkirkjunnar. Það mat kom fram að Sigrún Óskarsdóttir væri fremur vígslubiskupsefni en biskupsefni, að svo stöddu. Efi kom fram hjá viðmælendum um að Dalla Þórðardóttir hefði metnað í biskupsembættið þótt hún hefði reynt fyrir sér í Hólavígslubiskupskjöri á sínum tíma. Af „yngri“ prestum var Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholtsprestakalli, helst nefnd, auk Sigrúnar, en þær verða 47 ára á næsta ári. Hún er með m.phil-gráðu í heimspeki 2003 frá Drew University og doktorsgráðu frá sama skóla 2007 en er umdeild. Hún stóð framarlega í flokki þeirra sem kröfðust afsagnar Karls biskups. Þjóðkirkjan var dæmdi til að greiða Sigríði bætur en talið var að jafnréttislög hefðu verið brotin þegar skipað var í embætti sendiráðsprests í Lundúnum, sem hún sótti um en fékk ekki. Af öðrum konum sem til greina þykja koma má nefna Arnfríði Guðmundsdóttur. „Hún er góður kostur,“ sagði einn fulltrúi prestastéttarinnar. Arnfríður, sem er fimmtug, lauk embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands 1986, prestur frá 1987 og er með doktorspróf í guðfræði frá The Lutheran School of Theology at Chicago frá árinu 1996. Hún var kennari við guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ frá hausti 1996 og prófessor frá 2008 með stjórnunarreynsla frá HÍ og innan þjóðkirkjunnar. Þekktust er Arnfríður fyrir það að ná kjöri til stjórnlagaþings og síðar setu í stjórnlagaráði. Ónefndur er Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju. Hann þykir frambærilegur að mati presta og telja sumir hann ganga næst þeim Kristjáni Val og Agnesi þegar horft er til næsta biskups. Hann er tæplega 58 ára, guðfræðingur og með doktorsgráðu frá Vanderbiltháskóla í Bandaríkjunum. Sigurður Árni hefur meðal annars starfað sem prestur í Vestur-Skaftafellssýslu og Suður-Þingeyjarsýslu, verið rektor Skálholtsskóla, fræðslustjóri þjóðgarðsins á Þingvöllum og verkefnisstjóri á Biskupsstofu. Hann hefur verið Neskirkjuprestur frá árinu 2004. -jh Augun beinast helst að þremur Agnes M. Sigurðardóttir, prófastur Vestfjarðaprófastsdæmis, óskar Kristjáni Val Ingólfssyni til hamingju þegar hann vígður í embætti vígslubiskups í Skálholti. Þau þykja bæði koma til greina sem arftakar Karls Sigurbjörnssonar. Ljósmynd Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. 14 fréttaskýring Helgin 18.-20. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.