Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 26
Guðmundur Oddur er lista- maður og prófessor í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Það fer því vel á því að hann hafi orð fyrir hópi álitsgjafa. Goddur er ekki glaður og skefur ekki af því fremur en fyrri daginn; hann talar um kreppueinkenni í kápugerð: „Almennt er lítill styrkur í myndmáli sem er oft einkenni á amatörisma.“ Goddur, sem er einn helsti sér- fræðingur landsins í myndmáli, hefur lengi fylgst með bókagerð og þegar hann skoðaði fyrir hönd Fréttatímans bókakápur dagsins í dag, varð hann fyrir vonbrigðum. „Þetta er á lágu stigi flest og ber vott um lítinn metnað. Hátt hlutfall er hannað af ófaglærðu fólki og greinilega er lítill metnaður settur í þetta með örfáum undantekningum. Sem er þegar menn reyna að gera alvöru bækur.“ Goddur nefndi Jarðnæði eftir Oddnýju Eir sem bestu kápuna. „Ég hélt mig við skáldsögurnar en í fleiri flokkum má tala um topp- bókagerð eins og til að mynda bókina Á söguslóð eftir Jónas Kristjánsson. Það er alvöru bókagerð þó ég hafi ekki nefnt hana í upptalningunni. En heilt yfir þá segir bókagerð til um menningarstig þjóðar; hvort það er kreppan sem gerir að menn vilja ekki setja alvöru peninga í þetta og kasta til höndum veit ég ekki, en slæmt ástand í jólabókaflóðinu er til skammar fyrir bókaþjóðina á þessu mikla bókaári þar sem við erum sér- stakir gestir á bókamessunni,“ segir Goddur og er ómyrkur í máli. „Já, ég nefndi bók Arnalds Indriðasonar sem dæmi um vonda kápu; til skammar fyrir útgáfu af þessu kaliberi hversu lítill metnaður er þar í gangi. Og áfram má telja. Kannski er þetta aðgengið, að með tölvubyltingunni telur hver og einn sig geta gert þetta, annar hver maður á forrit til að teikna en útkoman er slæm tilfinning fyrir samspili leturs og mynda. Maður sér flottar myndir eins og þá sem er á kápu bókar Hall- gríms Helgasonar, sem komst ekki á lista hjá mér, myndin er svo gersamlega eyðilögð með einhverju hringlímmiðaútliti (ódýrir límmiðar eins og maður sér stundum utan á bókum) og þessu er klesst á frábæra ljós- mynd sem er í frábærum litum. Hefði mátt sleppa límmiðanum þar og leyfa honum bara að vera límmiði áfram,“ segir Goddur. Prófessor Goddur, formaður dómnefndar, segir almennt metnaðarleysi einkenna bókakápu- gerðina, lítill styrkur í myndmáli sem sé einkenni á amatörisma en þó séu vissulega dæmi um alvöru bókagerð. Álitsgjafar Fréttatímans eru: Bergsteinn Sigurðsson menningarritstjóri Fréttablaðsins Davíð Þór Jónsson cand.theol Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas fréttaritari Ríkisútvarpsins í Bandaríkjunum Guðmundur Oddur prófessor Guðríður Haraldsdóttir aðstoðarritstjóri Vikunnar Guðrún Dís Emilsdóttir útvarpsmaður Helga Vala Helgadóttir lögfræðingur Illugi Jökulsson rithöfundur Jón Ari Helgason grafískur hönnuður Karen D. Kjartansdóttir fréttamaður og bókmenntafræðingur Lára Björg Björnsdóttir rithöfundur Magnea J. Matthías- dóttir þýðandi Magnús Guðmundsson bókmenntafræðingur og einn eigenda Dynamo Símon Birgisson leikhúsmaður Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra Kreppueinkenni í kápugerð Verstu FEIGð Stefán Máni/JPV 1 Sigrar nokkuð örugglega með 17 stig og fimm tilnefningar. „Kápan vekur enga sérstaka eftir- tekt. Hún er bæði asnaleg og ófrum- leg. Mér finnst ég hafa séð þessa kápu milljón sinn- um áður. Ég á líka erfitt með að muna hvað bókin heitir þrátt fyrir að hafa séð henni bregða fyrir margoft í fjölmiðlum,“ segir einn sérfræðinga Fréttatímans. Annar segir: „Fáir kunna þá list að vekja hroll betur en Stefán Máni. Þessi kápa vekur þó aðallega kjánahroll. Feigðin vokir yfir henni í slæmum skilningi.“ Einn segir „forljót og fráhrindandi kápa“ meðan annar skefur ekki utan af því: „Alveg gasalega vondur maður horfir alveg svakalega illur á verðandi lesendur og sýnir svo ekki er um að villast að þessi saga segi frá hörðum körlum úr undirheim- unum. Þarna er líklega ekkert verið að villa um fyrir lesendum Stefáns Mána sem samt sem áður er eitt- hvað svo ægilega tilgerðarlegt við þetta, næstum brjóstumkennanlegt, svona svipað því að sjá Fjölni tattú á hlýrabol í skítakulda.“ Þeir kunna að orða það álitsgjafarnir: „Karakt- erinn á kápunni er eitthvað svo lítið spennandi að mig langar ekkert að líta inn.“ EInVíGIð Arnaldur Indriðason/Vaka-Helgafell 2 Krimmakóngurinn á ekki uppá pallborðið með sína kápu en hann lendir í 2. sæti með 12 stig og fjórar tilnefningar: „Ekki boðlegt frá manni sem veður í peningum,“ segir afdráttarlaus álits- gjafi. „Ófrumleg og illa útfærð bóka- kápa hjá sjálfum kóngi íslenskra spennusagna. Kannski menn séu hættir að nenna að pæla í kápum Arnalds enda selst hann í bílförmum á hverju ári,“ bætir sá næsti við og enn annar talar um fyrirsjáanlega kápu sem renni öll einhvern veginn saman. Og þessi segir: „Tvennt er alveg óbrigðult í íslenskri bókaút- gáfu: Ef þú prentar nafnið Arnaldur Indriðason á bókakápu ertu með „best seller“ í höndunum og ef þú kaupir bók eftir Arnald Indriðason ertu með afspyrnu ljóta kápu í hönd- unum. Kápan í ár er svo vond að það er eins og tvær af hans verstu káp- um hafi eignast afkvæmi. Svo getur maður velt fyrir sér af hverju sama forlag er að nota nánast sömu kápu á aðra bók í ár? (Dögun e. Stephenie Meyer.)“ KOnAn VIð 1000° Hallgrímur Helgason/JPV 3 Umdeildasta kápa ársins er númer þrjú á lista yfir þær bókakápur sem teljast verstar þetta árið með ellefu stig. „Fyrirfram hefði maður talið að það ætti ekki að vera erfitt að skila af sér góðri kápu með svona líka fína mynd af reykjandi gamalmenni. Leturmeðferðin er meira í ætt við mánaðartilboð á bensínstöð en sem titill á vandaðri bók.“ Annar segir: „Gæti verið auglýsingabæklingur fyrir gleraugnabúð eða forsíðan á föstudagsfylgiriti Fréttablaðsins. Átti örugglega að vera hipp og kúl en nær því ekki – líkt og höf- undurinn sjálfur. Ummæli úr dómi Der Spiegel á forsíðunni er ætlað að höfða til menntastéttarinnar en verður auglýsingaklám.“ Og enn einn álitsgjafi bætir við: „Af hverju er Leonard Cohen framan á þessari bók? Eða er þetta David Bowie á fjórða degi? Alla vega gefur kápan mynd fyrst og fremst mynd af því að þarna verði rifjaðir upp gamlir hóstar titrandi heróín-djönkara. Og þessir hringir skemma svo endan- lega fyrir.“ SAMHEnGI HLutAnnA Sigrún Davíðsdóttir/Uppheimar 4 Þrjár bækur bitust um fjórða sætið en Sigrún náði hinu „eftir- sótta“ fjórða sæti. „Hvar á maður að byrja?“ spyr einn álitsgjafa og grípur til þess að sletta ótæpilega sem ef til vill er í takt við sögusvið Samheng- is hlutanna: „Þetta er eins og kápa á „eighties“ ung- lingabók þegar „photo shop“ var á frumstigi. Kona, sem við sjáum ekki hvernig lítur út, gengur í gegnum undirgöng, gull gervibirta, „not in a nice way“.“ Og annar álitsgjafi bætir við ekki kátur: „Sigrún Davíðsdóttir hefur vakið athygli fyrir skelegga skoðanapistla á RÚV. Útgefandinn reynir augljóslega að færa sér það í nyt með því að blása upp nafn höfundarins í eiginlega kómíska leturstærð og dregur athyglina frá – reyndar alltof ábúðarfullum titli og undirtitli. Gulleit slikjan bætir ekki úr skák og afraksturinn verður eins og Film Noir með guluna.“ SóLEy Herra Skriffinnur/Bókaútgáfan Kópur. 5 Þessi bók náði nokkuð óvænt að blanda sér í baráttuna: „Ég var ekki vissi um að ég ætti að taka þessa bók með þar sem ég hafði engan heyrt minn- ast á hana og höf- undurinn virðist ekki einu sinni vilja kannast við hana. Kápan er samt svo ljót að það bara verður að nefna hana. Hönnuðurinn ætti að hafa í huga að minna er oft meira. Bárujárnið og mýkri letur- gerð hefði líklega gert mun betri hluti.“ Og annar bætir við: „Hér er eiginlega allt slæmt.“ KAttARGLOttIð OG FLEIRI SÖGuR Benedikt Jóhannesson/Heimur hf. 6 Álitsgjafar voru ókátir með þessa kápu: „Afhöggvið katt- arhöfuð, illa fótósjoppað á óáhuga- verðan bakgrunn. Ef kötturinn væri glottandi væri þetta kannski sök sér. Svona minnir þetta aðeins aug- lýsingu frá Chuck Testa.” Og annar segir: “Ofsalega “billegt” að hafa mynd af ketti á for- síðunni. Svo er þetta ekki einu sinni neitt spes köttur!“ ELDuM íSLEnSKt MEð KOKKALAnDSLIðInu Sögur útgáfa 7 Neðst á topp 7 lista yfir verstu bókakápurnar er svo sjálft Kokkalandsliðið. „Ekki besta kápa Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar,“ segir einn álitsgjafa nánast með beiskt bragð í munni og annar segir: „Miðað við kápumyndina er fátt sem segir að þetta sé matreiðslubók. Þetta gæti verið bók um fyrstu ár Ungmennafélagsins Bjarma.“ FLEIRI nEFnDAR Eins og með þær kápur sem þóttu góðar dreifðust atkvæði um víðan völl, smekkur manna er misjafn og það sem er dásemd í auga eins er andstyggð í auga þess næsta. Marg- ar kápur eru nefndar til sögunnar. Eitt andartak í einu eftir Hörpu Jónsdóttur er ein þeirra. „Sennilega á þetta þorp að vera mjög óspenn- andi. Gallinn er að myndin er mjög óspennandi líka. Því verður bókin óspennandi,“ segir einn álitsgjafa. Lömbin í Kambódíu eftir Jón Bjarka þykir ekki góð heldur. „Afskaplega mikil ringulreið á þessari bókar- kápu. Ég hefði sleppt rottunum, flugvélunum og sólinni á forsíðunni og látið litagleðina og sauðkindina nægja, með eða án fótósjoppaðra vara.“ Eitthvað truflar álitsgjafa við Sólarmegin (Líf og störf Herdísar Egilsdóttur) og Icesave-samning- arnir eftir Sigurð Má Jónsson vekja beinlínis upp hroll: „Þessi kápa hefði kannski gengið fyrir t.d. „Gömul kvæði um Grýlu og Leppalúða“, en hún bjargar ekki óbærilegu leiðind- unum sem stafa af þessari bók allri. Að senda frá sér bók er nefnilega allt annað en að birta ritsjórnarpis- til við rætna mynd. Bók á að vera a.m.k. áhugaverð, mann á að langa til þess að taka hana upp og blaða í gegnum hana. Þessi kápa er eins og bjóða upp á salmónellusýkingu í jólaboði.“ Og áfram má nefna bókakápur sem ekki þóttu góðar: „Stelpur A-Ö” eftir Krístínu Tómasdóttur er líklega bók sem ég myndi pottþétt kaupa tala nú ekki um ef ég ætti dóttur en kápan í þessum appelsínu- gula lit og grafíkin í neðra horninu er ekki að kveikja í mér til að fletta henni því miður.“ Og Í nýjum heimi eftir Jóhönnu Kristínu Atladóttur þykir vond. „Með svakalegri bóka- kápum sem ég hef séð - það er eins og þeir sem komu að henni hafi ekki getað komið sér saman um meginefnið á henni og fonturinn er frekar úreltur og púkó – svört hvít mynd smellt inn á landslags... obbobbobb án þess að særa tilfinn- ingar nokkurs (sem maður auðvitað gerir) þá er þessi kápa eins og hún hafi verið hönnuð í Exel í WIndows ´95 útgáfunni.“ Og einn álitsgjafinn kann að koma orðum að því þegar kápa Hjarta mannsins eftir sjálfan Jón Kalman er annars vegar: „Þessi kápa er svo yfirgengilega vond að það er ekki hægt. Liturinn er þessi leiðinda krem-rauði tónn sem minnir á fiskibollurnar í dós með tómatsósunni. Það er eins og ein- hver hafi ælt og tekið síðan prik og teiknað hjarta.“ Áfram má nefna dæmi sem fóru þversum í álitsgjafa. Rosabaugur Björns Bjarnasonar er ein þeirra: „Við það eitt að líta á káp- una fær maður strax á tilfinninguna að eitthvað verulega vanstillt sé á ferðinni og þar er ekkert aðlaðandi, jafnvel þótt maður hefði skömm á Baugi. Ljótasta bókakápa ársins.“ Og kápu bókarinnar Stórlaxar segja veiðisögur eftir Þór Jónsson og Gunnar Bender er sögð amatörisi á sterum: „Þökk sé ósmekklegu um- broti nær mynd, sem er í grunninn óspennandi, sjónumhryggum lægð- um. Sægræni ramminn er frómt frá sagt ógeðslegur og skurðurinn á löxunum sýnir svo ekki verður um villst að sá sem braut þessa kápu um þekkir hvorki haus né sporð á frágangi mynda.“ Og að endingu er nefnd sem dæmi Bónusstelpan hennar Rögnu Sigurðardóttur sem fær að finna til tevatnsins: „Líkist meir dömubindaauglýsingu en bókarkápu. Titill bókarinnar býður upp á margræðar útfærslur, en hér er engin húmor á ferðinni.“ Hefurðu keypt bók á netinu nýlega? SPURNING VIKUNNAR Arndís Lilja Guðmundsdóttir Já, ég keypti bók á Panama.is um helgi og hún var borin út samdægurs. Frábær þjónusta. Ari Björn Ólafsson Já, ég fann bók sem ég hef leitað lengi að á Panama.is. Frábær vefur! Lilja Björk Jónsdóttir Já, ég hef nokkrum sinnum verslað á Amazon og Panama.is. Hjördís Erna Sigurðardóttir Já, versla oft á Amazon. Hef ekki enn prófað Panama, en stefni að því fljótlega. Jón Ágúst Pálmason Nei. Aldrei. 26 úttekt Helgin 18.-20. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.