Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 6
www.skjargolf.is / 595-6000 HVER VINNUR FORSETABIKARINN? Föstudagur 18. nóv. 20:00 – 07:00 Laugardagur 19. nóv. 23:30 – 06:30 BEINT: Heimildarmynd um 30 ára Grafík Heimildarmynd um ísfirsku hljóm- sveitina Grafík hefur verið gerð en 30 ár eru liðin frá stofnun hennar. Myndin spannar ferilinn. Upphafið var að Rafn Ragnar Jónsson trommu- leikari, Rúnar Þórisson gítarleikari og Örn Jónsson bassaleikari byrjuðu að taka upp lög í Hnífsdal um áramót 1980-1981. Hljómsveitin er uppeldis- stöð tveggja helstu poppsöngvara landsins, Helga Björnssonar og Andreu Gylfadóttur. Jafnframt koma út tveir diskar með úrvali laga hljóm- sveitarinnar ásamt tveimur nýjum. Frumsýning verður á Ísafirði 24. nóvember en í Reykjavík verða frum- sýning og tónleikar í Austurbæ 1. desember. Þar munu hljóma smellir á borð við Mér finnst rigningin góð og Þúsund sinnum segðu já. -jh F réttatíminn lagði í síðustu viku spurningar fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Bjarna Benediktsson, sem takast á um formannsstöðu Sjálfstæðisflokksins nú um helgina. Hugmyndin var að birta svör þeirra í blaðinu sem kom út fyrir viku, þann 11. nóvember. Samkvæmt upplýsingum aðstoðarmanna þeirra, Sigurðar Kára Kristjánssyni í herbúðum Bjarna og Magnúsar Þórs Gylfasonar Hönnumegin, höfðu formannskandídatarnir hins vegar ekki tíma til að svara spurningunum í síðustu viku og varð að samkomulagi að skoða málið fyrir blaðið í dag. Á þriðjudag bárust svo skilaboð frá báðum um að Hanna og Bjarni sæu sér ekki fært að svara þeim spurningum, sem má sjá hér að neðan. Kosið verður milli Hönnun Birnu og Bjarna á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins á sunnudag.  SjálFStæðiSFlokkurinn FormannSkjör Vildu meiri tíma en báðust svo undan að svara spurningum Kosið milli Bjarna Benediktssonar og Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur á Landsfundinum á sunnudag. 1 Hvert væri fyrsta verkið ef ríkis- stjórn undir þinni forystu tæki við landsstjórninni nú í haust? 2 Styður þú tillögu um að auka möguleika almennra flokksmanna til þess að hafa áhrif á starf og stefnumál Sjálfstæðisflokksins með því að heimila öllum flokksmönnum að sækja landsfund? 4 Viltu gera breytingar á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi? Ef svo, hvernig? 5 Er krónan sá gjaldmiðill sem efna- hagur Íslands á að hvíla á til fram- tíðar? 6 Fyrir liggur að skattbyrði hefur færst til, af þeim sem hafa lægstar tekjur yfir á þá sem hafa hærri tekjur, er það jákvætt? 7 Á Ríkisútvarpið að vera á auglýs- ingamarkaði? 8 Hver er ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á því sem fór úrskeiðis í aðdraganda hrunsins? Brást stefnan? Telurðu að flokkurinn eigi að biðja þjóðina afsökunar? 9 Eiga ríkið og sveitarfélögin að beita sér til að auka atvinnu eða fyrst og fremst að skapa skilyrði fyrir því að atvinnulífið geri það? 10 Á Reykjavíkurflugvöllur að vera eða fara úr Vatnsmýrinni? 11 Er skynsamlegt að skera umtalsvert niður á fjárlögum til að skapa rými fyrir skattalækkanir? Hvert á þá að sækja fyrstu 10 til 20 milljarðana? 12 Hvert er þitt mat á arfleifð Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra og sem Seðlabankastjóra? 13 Hverjir eru helstu styrk- og veik- leikar mótframbjóðanda þíns? 14 Hver eru áform þín í stjórnmálum verði mótframbjóðandi þinn kjörinn formaður? Aflasamdráttur í október Heildarafli íslenskra skipa í október, metinn á föstu verði, var 4,7 prósentum minni en í októ- ber 2010. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 0,4 prósent miðað við sama tímabil 2010, metinn á föstu verði, að því er Hagstofan greinir frá. Aflinn nam 77.063 tonnum samanborið við 83.870 tonn í október 2010. Botnfiskafli dróst saman um tæp 400 tonn og nam um 37.500 tonnum. Þar af var þorskafli tæp 18.000 tonn, sem er aukning um tæp 1.000 tonn. Ýsuafli nam tæpum 4.700 tonnum sem er 130 tonna aukning. Tæpum 37.000 tonnum var landað af uppsjávarafla samanborið við 43.000 tonna afla í október 2010. Þar af var 32.400 tonnum landað af síld, sem er 8.500 tonna samdráttur. Tæp 2.000 tonn veiddust af loðnu en enginn loðnuafli var í október 2010. Kolmunnaaflinn nam rúmum 1.800 tonnum en var 1.200 tonn í október 2010. Flatfiskaflinn var rúm 1.900 tonn er 300 tonnum meiri afli en í október 2010. Skel- og krabbadýraafli nam um 900 tonnum og jókst um 200 tonn. - jh Helgin 18.-20. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.