Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Page 46

Fréttatíminn - 18.11.2011, Page 46
Prjónarnir tifuðu og bandið breyttist smám saman í flík. Það var baðstofus- temning í kringum ömmuna þar sem þrjú elstu barnabörn okkar voru kom- in til helgardvalar. Litir og blöð voru lögð til hliðar og slökkt á teiknimynd- inni í sjónvarpinu. Það var annað og þjóðlegra sem átti hug þeirra, amma var að kenna þeim að prjóna. Stúlkurnar, fimm og sjö ára, voru á byrjunarreit en drengurinn, á níunda ári, hafði það umfram þær að hafa fengið að handleika prjóna í skól- anum. Langt var hann ekki kominn í fræðunum en vissi þó að fitja átti upp og búa til lykkjur með prjónunum. Hann fékk enda viðamesta verk- efnið, að prjóna húfu sem nýst gæti í komandi vetrarkulda. Lopalitinn valdi hann og hélt ótrauður af stað, fullur bjartsýni undir öruggri leiðsögn ömmu. Verkefni stúlknanna var að vonum einfaldara. Afinn er svolítið utangátta hvað þessa listgrein varðar, skilnings- lítill á prjónlesið. Samt dáist hann að þessari alþýðulist, hvernig mislitir bandhnyklar breytast smám saman í vettlinga, húfur, peysur og annað fínirí. Aldrei hefur hann þó fundið sig knúinn til að reyna, treystir sér eigin- lega ekki til þess. Nógu flókið virðist vera að beita prjónunum, mynda lykkjur og fá þær til að hanga saman, hvað þá að búa til eitthvað svo flókið sem peysu, þar sem við bætast ermar og hálsmál. Börnunum óx þetta þó ekki í augum og munurinn frá ungdæmi afans er að enginn er kynjamunurinn. Nú þykir það sjálfsagt að drengir jafnt sem stúlkur læri að prjóna – og stúlkur smíði ekki síður en dreng- irnir. Þannig var þetta ekki í barna- skólatíð afans. Drengir fóru í smíði, stúlkur í handavinnu, lærðu að prjóna, sníða og sauma. Þrátt fyrir smíðanámið get ég ómögulega státað af mikilli leikni þar þótt ég treysti mér frekar til þess að reka nagla en beita prjónum. Það vildi mér til happs að síðustu þrjú ár smíðakennslunnar var sitt hver kennarinn. Því lagði ég sama smíðisgripinn fram til prófs öll þrjú árin. Sennilega hafa hinir vænu smíðakennarar áttað sig á þessu en tekið viljann fyrir verkið. Ég veit ekki hvort ég hefði komist upp með þetta í prjónatímum þótt ég hafi grun um það að mæður og ömmur þess tíma hafi gripið í trefla, vettlinga, þvotta- poka og annað sem stúlkur þess tíma áttu að skila til prófs. Prjónastúlkur ömmunnar gáfust fyrr upp en drengurinn sem ætl- aði sér að fara heim með húfu úr helgarvistinni. Hann sat því við og prjónaði þar til mynd fór að koma á verkið. Amma var þó kölluð til þegar illa gekk og lykkja féll niður og grun hef ég um að hún hafi tekið nokkra prjónahringi í leiðinni til að flýta fyrir. Svo ánægður var drengurinn að hann kallaði afa til sín. Ég hélt að hann ætlaði að sýna mér hálfgerða húfuna en svo var ekki. „Afi,“ sagði hann, „kanntu að prjóna?“ Ég varð að játa vankunnáttu mína, fór um það nokkrum orðum að ég hefði ekki fengið að læra að prjóna þegar ég var á hans aldri. Ég hefði kannski ekki átt að leggja svo mikla áherslu á að ég hefði ekki fengið að handleika prjónana. Drengurinn Síðbúin tilsögn Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL P HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA Interstate heilsárs- og vetrardekkin eru umhverfis- vænni kostur. Munstrið inniheldur minna magn af mengandi olíum og uppfyllir evrópska staðla um efnisinnihald hágæða hjólbarða. DUggUvogi 10 RvK AUSTURvegi 52 SeLFoSS piTSTop.iS www HJALLAHRAUNi 4 HFJRAUÐHeLLU 11 HFJ568 2020 SÍMi HeiLSáRS- og veTRARDeKK UMHveRFiSvæNNi KoSTUR FyRiR FÓLKSBÍLA og JeppA viÐ eigUM FLeSTAR STæRÐiR DeKKJA á HAgSTæÐU veRÐi. HAFÐU SAMBAND TiL AÐ Fá veRÐ Í DeKK FyRiR BÍLiNN ÞiNN. 175/65 R14 45.900 kr. 195/65 R15 55.900 kr. 185/65 R14 49.900 kr. 205/55 R16 63.900 kr. 185/70 R14 49.900 kr. 245/75 R16 99.800 kr. 185/65 R15 51.900 kr. 225/45 R17 73.900 kr. DæMi UM FRáBæR TiLBoÐ á iNTeRSTATe HeiLSáRS- og veTRARDeKKJUM veRÐiN eRU FyRiR FJögUR DeKK áSAMT UMFeLgUN Te ik ni ng /H ar i Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Fax 535 4301 • Netfang axis@axis.is • Heimasíða www.axis • Margar viðartegundir og litir • Mikið úrval á lager - skammur afgreiðslufrestur • Rennihurðir smíðaðar eftir máli • Íslensk framleiðsla á góðu verði! Allar nánari upplýsingar í síma 535 4300 Fataskápar! m ag gi @ 12 og 3. is 1 74 .1 32 skildi það þannig, og kannski eðlilega, að ég hefði þráð fátt heitar en að læra að prjóna. Þegar maður er átta ára er ekkert mál að bjarga slíku snarlega: „Ég skal kenna þér að prjóna, afi minn,“ sagði drengurinn. Út undan mér sá ég að amma barnanna glotti en hélt sig til hlés. Hún þóttist vita að ég gæti ekki neitað svo hjartnæmu boði barnabarns sem vildi leggja það á sig að kenna afa það sem hann fór á mis við í æsku en hefði alltaf þráð. Skipti barnið þá engu þótt það væri skammt á veg komið í prjónafræðunum. Drengurinn vildi af örlæti sínu miðla því sem hann hafði lært. „Sjáðu,“ sagði hann um leið og hann rétti mér húfuprjónana, „þú tekur þennan og þræðir hann hérna í gegn.“ Um leið brá hann upp myndlíkingu sem hann hafði greinilega lært í handavinnutíma skólans og mundaði báða prjón- ana: „Músin kemur hérna upp úr holunni, grípur ostinn og fer aftur í holuna.“ Eftir þessar lipurlega útfærðu prjónahreyfingar horfði hann stórum augum á afa sinn og bætti við: „Þetta er enginn vandi.“ Afinn var kominn í þá stöðu að hann varð að reyna. Undan því varð ekki vikist. Því tók ég prjónana, reyndi með þeim hægri að skjótast sem mús úr holunni og grípa ostinn og fara aftur í holuna. Það mistókst. Innra með mér kenndi ég því um að nokkuð fast var prjónað hjá drengnum en hafði samt ekki orð á því. „Þú verður að gera svona,“ sagði drengurinn um leið og hann tók prjónana af afanum og kom mús- inni þegar ofan í holuna. „Próf- aðu aftur, afi, þú getur þetta ef þú æfir þig vel. Er það ekki amma?,“ kallaði hann til yfirkennarans á heimilinu. „Ég er ekki viss, elskan,“ sagði amman, „hann afi þinn er eigin- lega með tíu þumalputta.“ „Má ég sjá, afi, eru allir putt- arnir á þér eins?,“ sagði drengur- inn. „Nei,“ sagði ég og eygði út- komuleið, „en þeir eru of stórir til að prjóna barnahúfur. Það er ekki hægt að beygja þá alveg ofan í músarholuna. Þú verður því að klára húfuna sjálfur.“ „Amma,“ kallaði drengurinn, „afi er með of gallaða putta til að prjóna – og ég sé að þeir eru líka of gamlir.“ 46 viðhorf Helgin 18.-20. nóvember 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.