Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 24
bestu & verstukápurnar arionbanki.is – 444 7000 Nýr valkostur í íbúðalánum Ingvi Örn Þorsteinsson, 35 ára. „Ég vel blandað íbúðalán.“ Viðskiptavinum Arion banka bjóðast nú blönduð íbúðalán sem jafna sveiflur í greiðslubyrði. Í boði er lán fyrir allt að 80% af virði eignar og er hægt að velja á milli fimm kosta þar sem óverðtryggður hluti lánsins getur verið allt að 100%. Við bjóðum sveigjanleika. Óverðtryggt lán Blandað lán 1 Blandað lán 2 Blandað lán 3 Verðtryggt lán 50% 50% 25% 75% 75% 25% 100% 0% 0% 100% Þú getur reiknað út hvernig íbúðalán hentar þér á arionbanki.is eða komið til okkar í næsta útibú. N ú ríkir skjálfti meðal höfunda og útgefenda sem rýna sig rauðeyga í sölutölur og vinsældar- lista. Bókakápurnar skipta ekki minnstu máli þegar vekja skal athygli á ritverki og því ákvað Fréttatíminn að skoða hvernig landið liggur í þeim efnum. Góður hópur valinkunnra einstaklinga, sem allir eiga það sammerkt að hafa dálæti á bókum, voru beðnir um að tilnefna þrjár bestu bókakápurnar... og þær verstu einnig því merking nærist jú á andstæðu sinni – og að forgangsraða. Valið er algerlega burtséð frá efni og innihaldi; spurningin er einfald- lega: Laðar kápan þig að lestri eða gerir þig fráhverfan honum? Bækurnar fengu svo stig eftir kúnstarinnar reglum; 5 fyrir fyrsta, 3 fyrir annað og eitt fyrir þriðja sæti. Þá gat fjöldi tilnefninga haft áhrif. Smekkur manna er misjafn og atkvæði dreifðust víða. Og menn skulu hafa hugfast að fyrst og síðast er um græskulausan samkvæmisleik í jólabókavertíð að ræða. Bestu Trúir þú á Töfra? Vigdís Grímsdóttur/JPV 1 Sigrar örugglega með 20 stig og sex tilnefningar. „Litrík og galin kona sem, kannski soldið eins og höfundurinn sjálf- ur, ber það með sér að vera skemmti- leg. Kápan er strax búin að skapa ákveðna stemn- ingu. Þegar maður sér svona bókakáp- ur hugsar maður með sér: „Þetta hlýtur að vera skemmtileg bók“. Annar álits- gjafi: „Grípandi kápa sem festist strax í minni; augun elta mann lengi.“ Og: „Ég er eitthvað veikur fyrir Vigdísi Gríms sem sprettur skyndilega fram sem myndlistar- maður.“ „Málverk eftir Vigdísi prýðir forsíð- una. Bókin sker sig úr, litirnir sterkir og undarlegur kraftur í fígúrunni sem horfir hissa á mann á for- síðunni. Kápan er list- ræn og djörf og dansar á mörkum fegurðar og kitsch.“ Og þeir kunna að orða það álitsgjafarnir: Og: „Eigin- lega bara mynd af Vigdísi sjálfri; sterkar andstæður, nánast þrívídd, hversdagsleg rithönd, ávarp, pers- ónuleg en framandi.“ Nú fellur að. Jólabókaflóðið. Jakob Bjarnar Grétarsson leitaði til valinkunnra einstaklinga sem allir hafa dálæti á bókum og bað þá um að tilnefna bestu og verstu bókakápurnar burtséð frá efni og innihaldi. Og niðurstaðan liggur fyrir. 24 úttekt Helgin 18.-20. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.