Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 37
og við eigum margar gæðastundir
saman mæðgurnar. Núna hef ég
mjög gaman af vinnunni, þó að hún
sé sjö daga vikunnar frá morgni til
kvölds. En eftir að ég keypti Bað-
húsið aftur árið 2009 hef ég tekið
reksturinn mjög föstum tökum og
kann miklu betur á hann núna en
þegar ég byrjaði fyrst. Ég er mjög
passasöm og það fara allir reikn-
ingar í gegnum mig. Reksturinn
hefur líka aldrei gengið betur og ég
er núna með á fjórða þúsund kúnna
og 40 starfsmenn í vinnu.“
Linda gerir að sjálfsögðu ekki
upp á milli viðskiptavina en hjá
henni eru margar konur sem hafa
verið fastakúnnar í áraraðir, en
Lindu finnst einnig sérstaklega
gleðilegt að ungar stelpur kjósi að
koma í Baðhúsið.
„Þær vilja vera lausar við að
fara málaðar í ræktina, eða að
vera undir þeirri pressu að vera í
nýjasta fatnaðinum. Hér styrkjum
við konur í að vera eins og þær eru.
Þessar staðalímyndir eru orðnar
algjört rugl. Það eru bara örfá
súpermódel í öllum heiminum, en
við hinar ekki. Þessar sárafáu eiga
svo að ráða því hvernig allar kon-
ur eru. Það sem verður að hamra á
við ungar stelpur er að það er búið
að vinna myndirnar sem þær sjá í
blöðum. Það lítur enginn svona út
nema eftir photoshop. Þetta er stór-
hættulegt og ýtir undir þráhyggju,
átraskanir og alls konar vitleysu.“
Nennir ekki að velta sér upp úr
hruninu
Linda Pétursdóttir segist sátt við
þann stað sem hún er á í lífinu
um þessar mundir. En þrátt fyrir
að vera áberandi og afkastamikil
segist hún ekki hafa áhuga á að
fara í stjórnmál, eða tjá sig mikið
um hrunið.
„Það er fullt af fólki að vinna við
þetta. Ég hvorki get né nenni að
vera að velta mér upp úr þessum
hlutum daginn út og inn. Auðvitað
fór margt úrskeiðis hér sem verður
að fara í saumana á. En við megum
heldur ekki haga okkur eins og við
séum ein í heiminum. Við höldum
oft að við séum nafli alheimsins.
Það er stundum eins og ekkert hafi
gerst í efnahagsmálum í heiminum
nema á Íslandi. Við erum alltaf
aðal. En það er partur af þjóðarsál-
inni og getur auðvitað verið gott
líka,“ segir Linda og brosir.
Hún segist eiga þann draum að
búa aftur á vesturströnd Norður-
Ameríku, sem hún kallar sína para-
dís. Í framtíðinni vill Linda eiga
heimili þar og á Íslandi. Og Linda
Pétursdóttir kvartar ekki undan því
að losna ekki við fegurðartitilinn.
„Fyrrverandi ungfrú heimur...
það gæti alveg verið verra, er það
ekki?,“ segir hún og hlær innilega
áður en við klárum síðustu löggina
úr kaffibollunum og kveðjumst.
NÝTT DOVE MEN+CARE
DOVE MEN+CARE inniheldur rakaeindir (micromoisture) sem hjálpa
húðinni að viðhalda eðlilegu rakastigi.
Í rakaeindunum eru olíur sem virka um leið og DOVE MEN+CARE
kemst í snertingu við húðina. Húðin verður ekki fitug viðkomu
heldur náttúrulega rök og mjúk.
LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL Í EIGIN SKINNI