Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 18.11.2011, Qupperneq 34
M ér líður hálf undar- lega þar sem ég sit í sófanum í anddyri Baðhússins í Braut- arholti; leið eins og aðskotadýri sem karlmaður í þessu eina helgasta vígi kvenmanna. Sem betur fer þarf ég ekki að bíða lengi eftir eigandanum. Hún er glaðleg og virkar orkumikil þegar hún tekur á móti mér í hádeginu á miðvikudegi og kyssir mig á kinnina. Fyrsti kossinn frá ungfrú alheimi hugsa ég um leið og við göngum í átt að skrifstofunni hennar. Linda Pétursdóttir lítur af- skaplega vel út og ber þess merki að vera hamingjusöm. Hún bíður mér umsvifalaust kaffi og biður um hálfan bolla sjálf. „Drekkur þú kaffi?,“ spyr ég, sann- færður um að allir sem hafi tekið matarræði sitt og lífsstíl í gegn hljóti að vera í kaffibindindi. „Já það geri ég. Og mikið af því. Ég drekk ekki áfengi, reyki ekki, svo ég verð að hafa eitthvað,“ segir hún og hlær. Með tilliti til þess hve hraustlega Linda lítur úr, er ekki úr vegi að byrja á að tala um lífsstílinn. „Ég er auðvitað sælkeri og get þess vegna ekki sleppt því að borða súkku- laði eða góðan mat. Það gefur lífinu svo mikið. En ég hef tekið lífsstílinn í gegn undanfarið. Segja má að ég lifi eftir 80 prósent reglunni. Ef mér tekst að borða svona um það bil 80 prósent hollt er ég sátt. Maður má ekki fara út í einhverjar öfgar. Ég er alfarið á móti því að fólk sé að eltast við þessar staðalímyndir, en það er heldur ekki gott að lifa kyrrsetulífi og borða óhollt. Maður verður að finna milliveginn. Njóta þess sem gott er í lífinu, án þess að ofgera því. Ég finn að ég hef miklu meiri orku og get gefið meira af mér núna en stundum þegar ég var miklu yngri. Það er vegna þess að ég lifi heilbrigðara lífi.“ Linda verður 42 ára í lok ársins og hefur eins og margar konur prófað alls konar kúra og mismunandi mataræði. „Í dag reyni ég að blanda sem minnst saman kolvetnum og pró- teinum. Það virkar fyrir mig, en síðan verða aðrir að finna hvað er best fyrir þá. Aðalatriðið er að gera þetta að lífs- stíl, en ekki taka hlutina í skorpum. Hreyfa sig svo reglulega og þá er ég ekkert endilega eingöngu að tala um að fara í ræktina. Göngutúrar eru frábærir líka.“ Erfitt að verða aftur „nobody“ Linda talar af þekkingu um þessi mál, enda var hún ekki nema 24 ára gömul þegar hún stofnaði Baðhúsið, alhliða líkamsræktarstöð og heilsulind fyrir konur. „Ég var fullkomlega blaut á bak við eyrun og vissi ekkert hvað ég var að fara út í þegar ég hóf þennan rekstur. Mig vantaði bara vinnu! Ég rak mig líka á alls konar veggi fyrst, enda hafði ég ekki hundsvit á því hvernig ætti að reka fyrirtæki,“ segir Linda og hristir hausinn og hlær. Árin áður en Linda opnaði Baðhúsið hafði hún mestmegnis búið erlendis eftir að hún vann keppnina um ung- frú alheim. Keppnin var þá upp á sitt stærsta og því fylgdi titlinum bæði mikil ábyrgð og eins alls kyns lúxus. „Ég hafði árin þarna á undan verið að vinna sem fyrirsæta erlendis og pældi afskaplega lítið í Íslandi og því sem var að gerast hér. Ég fjarlægðist í raun og veru Ísland mjög mikið strax eftir að ég vann keppnina um ung- frú alheim þegar ég var ekki nema rétt að verða 19 ára gömul. Það var kannski á margan hátt gott, því að þá varð ég minna vör við það sem verið var að segja um mig og annað slíkt. En fólk vissi ekki bara hver ég var hérna heima. Ég bjó í London árið eftir keppnina og ef ég fór út í búð um helgar þekkti fólk mig og eins var ég oft stoppuð úti á götu. Ég var framan á alls konar blöðum og var meðhöndluð eins og stórstjarna í alla staði. Þessu fylgdi auðvitað mikið álag. En það tók samt miklu meira á mig að verða aftur „nobody“. Þegar ég var að hasla mér völl sem fyrirsæta nokkrum árum seinna og þurfti að fara í prufur með hundrað öðrum stelpum og fékk enga sérmeðferð var það talsverð magalending fyrir mig. Ég fór frá því að borða með forsetum og keyra um allt á Rolls Royce með einkabílstjóra, yfir í að vera meðhöndluð eins og hver önnur stelpa sem var að reyna að verða fyrirsæta. Viðbrigðin voru rosalega erfið, enda hafði frægðin komið svo gífurlega hratt að ég var kannski ekki alveg reiðubúin í þetta allt saman andlega. Þetta ástar-haturs samband við frægðina tók verulega á. Mann langaði í athyglina, en var síðan svekktur þegar verið var að kjafta um mann úti í bæ. Þegar ég varð svo aftur að venjulegri stelpu var mjög erfitt fyrir mig að venjast því.“ Módelbransinn varasamur Linda hugsar sig aðeins um þegar ég spyr hana hvort henni finnist að það þurfi að búa stelpur sem taka þátt í þessum keppnum betur andlega undir það sem á eftir kemur. „Ég held að það sé ekkert hægt að undirbúa sig undir þetta. Ef þú fetar þessa braut og það gengur vel er Ástar-haturs samband við frægðina Linda Pétursdóttir er á góðum stað í lífinu. Hún á sex ára dóttur sem er nýbyrjuð í skóla, nýjan kærasta og farsælt fyrirtæki. En tilveran hefur ekki alltaf verið henni svona hagfelld. Sölvi Tryggvason hitti Lindu. Ljósmyndir/Hari Hér styrkjum við konur í að vera eins og þær eru. Þessar staðalímyndir eru orðnar algjört rugl. Það eru bara örfá súpermódel í öllum heiminum, en við hinar ekki. þetta bara lífsreynsla sem þú ferð í gegnum og tekst á við. Þú sérð svo kannski seinna að þú hefðir getað gert margt öðruvísi, en er það ekki þannig hjá flestu fólki þegar það lítur um öxl? Sigrinum fylgdu líka stórkostleg tækifæri og það opnuðust ýmsar dyr. Ég kynntist til dæmis fólki sem ég er enn í mjög góðu sambandi við í dag. Bara núna í síðustu viku var ég úti að dæma í keppninni um ungfrú alheim árið 2011. En veistu, ég á mjög erfitt með að svara því hvað skal ráðleggja ungum stelpum varðandi Framhald á næstu opnu Sölvi Tryggvason ritstjorn@frettatiminn.is Lindu ásamt dóttur sinnu, Ísabellu, sem byrjaði í skóla í haust. „Hún er algjör snill- ingur þessi elska. Er strax orðin læs og skrifandi og talar líka ensku. Svo er hún líka að læra á fiðlu. 34 viðtal Helgin 18.-20. nóvember 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.