Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 66
George Clooney hefur ekki bara sannað sig sem góðan leikara heldur er hann salla- fínn leikstjóri sem þorir að taka pólitíska af- stöðu í verkefnum sínum (Good Night, and Good Luck) og það gerir hann svo sannarlega í The Ides of March. Þar liggur bæði styrkur myndarinnar og helsti veikleiki vegna þess að í raun er myndin frekar pólitísk fantasía en stjórnmálaþriller. Clooney leikur sjálfur ríkisstjóra sem er kominn langleiðina með að tryggja sér útnefn- ingu Demókrataflokksins til forsetakosninga. Hann er, ásamt snjöllum kosningastjóra sín- um (Philip Seymour Hoffman) og ungum en feykilega færum fjölmiðlafulltrúa sem enn hefur hugsjónir (Ryan Gosling), í Ohio þar sem þeir ætla sér að gulltryggja honum sigur. Keppinauturinn er þó ekki á þeim buxunum að gefast upp en hafi hann betur í ríkinu getur brugðið til beggja vona. Það er því mikið undir og lævís kosningastjóri andstæðingsins (Paul Giamatti) nær hælkróki á Gosling. Samstað- an í þéttum hópnum rofnar og skyndilega er setið á svikráðum í hverju skúmaskoti og ljóst er að aðeins þeir allra klókustu muni komast heilir frá þessum hráskinnaleik. George Clooney hefur nokkuð styrka stjórn á myndinni sem rennur hratt og vel og er svo spennandi að áhorfendur gleyma sér alveg í pólitísku plottunum. Sjálfur er hann flottur og traustur í sínu hlutverki og er með einvalalið leikara með sér. Gosling er stórgóður og vex með hverri mynd. Evan Rachel Wood stend- ur vel fyrir sínu; þokkafull, ágeng, ögrandi og viðkvæm, í hlutverki ungs lærlings og mik- ils örlagavalds en hinir mögnuðu senuþjófar Philip Seymour Hoffman og Paul Giamatti skyggja á alla aðra með frábærum leik og leggja myndina bókstaflega undir sig í öllum sínum senum. Og þá sérstaklega Hoffman sem unun er að horfa á. Þétt og góð fléttan raknar því miður aðeins upp í lokin og lausnin er frekar ódýr en svo- sem i samræmi við efnið og innihaldið vegna þess að í raun er ekkert eðlilegra en að fólk kasti hugsjónum sínum fyrir róða til þess að tryggja frama í stjórnmálum. Boðskapur Clooneys er samt fallegur og góður og ríkisstjórinn hans er alger himna- sending en hugmyndin, eins fögur og hún er, um að það geti bjargað heiminum að fá rétta manninn í Hvíta húsið, er engu að síður frekar veik. En þegar á heildina er litið er The Ides of March fantagóð skemmtun, vel gerð og spenn- andi mynd með göfuga sál. Þórarinn Þórarinsson 66 bíó Helgin 18.-20. nóvember 2011 S é litið til stílfærðra bardagaatriða, blóðsúthellinga og karlagrobbs þykir The Immortals minna á 300 þótt sú mynd eigi rætur að rekja í mannkynssöguna á meðan goðsagnir eru teygðar og togaðar í The Immortals sem að því leyti sver sig í ætt við Clash of the Titans þar sem dauðlegur maður, eða einhvers konar hálfguð, kemur Seifi til aðstoðar í tvísýnni baráttu. Perseifur átti sviðið í Clash of the Titans en nú kemur í hlut Þeseifs, sem hinn vörpulegi Henry Cavill leikur, að stöðva hinn snar- brjálaða konung Hýperíon sem fer eins og jarðýta yfir Grikkland í leit að boga nokkr- um sem gerir honum kleift að frelsa títan- ana úr iðrum jarðar. Losni þeir er voðinn vís hjá guðunum þannig að Þeseifur hefur í raun bæði örlög mannkyns og guða í hendi sér. Sá sjúskaði vígamaður og vandræða- gemlingur Mickey Rourke leikur Hýperíon sem hefur í blóðþorsta sínum og valdafíkn smalað saman ljóngrimmum hermönnum sem svífast einskis í leitinni að boganum góða. Risarnir, sem hafa mátt dúsa neðan- jarðar í nánast eilífð eftir að Seifur og hans lið steypti þeim af valdastóli, hugsa guð- unum að sjálfsögðu þegjandi þörfina þannig að ekki þarf að spyrja að leikslokum fái þeir frelsi. Seifur er samt enginn ræfill og deyr ekki ráðalaus en í þessu máli eru hendur hans bundnar þar sem ævaforn lög banna honum að blanda sér beint í baráttu manna á jörðu niðri. Seifur handvelur því smábóndann Þe- seif til þess að leiða baráttuna gegn Hýperíon enda veit sá gamli sínu viti og er vel með- vitaður um að í bóndanum er efni í mikla hetju. Þeseifur var samkvæmt sögubókunum goðsagnakenndur konungur Aþenu og sem slíkur einna þekktastur í dag fyrir að hafa gert sér ferð til Krítar þar sem hann drap Mínótáros i völundarhúsinu sem ófreskjan hélt til í á eyjunni. Leikstjóri The Immortals, Tarsem Singh, er ekki með margar bíómyndir undir belt- inu og hans þekktasta mynd hingað til er The Cell með Jennifer Lopez og Vincent D’Onofrio í aðalhlutverkum en sú mynd er svosem ekkert til þess að hreykja sér af. Hann þykir hins vegar ná ágætis tökum á gríska goðsagnaheiminum og þeim vöðvas- tæltu töffurum sem djöflast í sígildri baráttu góðs og ills í The Immortals.  goð og menn TakaST á í The ImmorTalS Fornar sögur frá Grikklandi hafa reynst kvikmyndaskáldum í Hollywood drjúg uppspretta í gegn- um árin og í seinni tíð má nefna myndir eins og Clash of the Titans (1981 og 2010), Disney-myndina Herkúles og testósteronveisluna 300 sem gerð var eftir samnefndri myndasögu Franks Miller um frækilegustu vörn mannkynssögunnar þegar Leonídas Spartverjakonungur varðist yfirþyrmandi innrásarher Persa ásamt sínum 300 bestu mönnum. Og nú er komið að einum dáðasta syni Aþenu, Þeseifi, að stöðva áform illmennis sem ógnar stöðu Ólympsgoðanna í The Immortals. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Dauðleg hetja bjargar guðum Gamla brýnið Mickey Rourke hefur verið á góðri siglingu síðustu ár eftir að hann fékk uppreisn æru með Sin City. Í The Immor- tals er hann snaróður og til alls líklegur þannig að sjálfum Seif stendur stuggur af honum.  FrumSýndar Ástarsaga Bellu og vampírunnar Ed- ward heldur áfram í Breaking Dawn -Part 1 í Twilight-myndabálknum sem gerður er eftir blóðsugubókum Stephenie Meyer en Breaking Dawn á að marka endalok á sögu kærustuparsins. Hér er þráðurinn tekinn upp þar sem Eclipse endaði og nú ganga þau Edward og Bella í hjónaband. Það ríkir þó ekki eintóm gleði í kringum ráðahaginn og meðal þeirra sem eru ósáttir er Jacob sem er ástfanginn af Bellu. Pirringurinn magnast enn frekar þegar í ljós kemur að Bella er með barni. Leiðtogar vampíruhópsins óttast að Bella sé í stórhættu ef hún fæðir barnið og úlfurinn Sam er sannfærður um að hálfmennskt blóðsugubarnið muni útrýma úlfunum komist það á legg. Hann ákveður því að Bella og allar vampírurnar verði að deyja. En sem fyrr er það Bella sem grípur til sinna ráða til þess að bjarga ástinni sinni. Kristen Stewart leikur Bellu eins og venjulega og sama má segja um Robert Pattinson sem leikur blóðsugukærastann Edward Cullen. Blóðsugubrúðkaup Morgunn lífsins Myndin var gerð í Þýskalandi um miðja síðustu öld eftir bók Kristmanns Guðmundssonar sem naut vinsælda þar í landi. Myndin gerist í sjávarplássi og lýsir óhamingjusömum ástum í tvær kynslóðir þar sem syndir feðranna koma niður á börnunum. Upphaflega var ætlunin að taka kvikmyndina í íslensku umhverfi, en ekki varð af því heldur var myndin að mestu tekin í gömlu þorpi á suður- strönd Svíþjóðar. Myndin var jólamynd Gamla bíós árið 1956 og sló í gegn hér á landi enda voru myndir byggðar á íslenskum skáldsögum afar sjaldséðar í þá daga. Myndin verður sýnd aðeins einu sinni í Bíó Paradís sunnudagskvöldið 20. nóvember klukkan 20.  FrumSýndar Partir (Farin) Kristin Scott Thomas, sem helst er minnst fyrir leik sinn í Four Weddings and a Funeral og The English Patient, leikur í þessari frönsku mynd sem Bíó Paradís frumsýnir á föstudag. Hún leikur Suzanne, vel gifta konu og móður í Suður-Frakklandi. Hún er orðin leið á innihaldslausu lífi sínu þannig að eiginmaður hennar samþykkir að byggja vinnuaðstöðu fyrir hana í bakgarðinum. Þegar Suzanne hittir manninn sem þau réðu til að byggja húsið verða þau samstundis hrifin hvort af öðru og við tekur ástríðufullt og ofsafengið samband. Suzanne ákveður að gefa allt uppá bátinn til að geta lifað þessu nýja og ástríðufulla lífi til fulls. Sá sjúskaði vígamaður og vandræða- gemlingur Mickey Rourke leikur Hýper- íon.  bíódómur The IdeS oF march Ruslahaugur hugsjónanna  Sony Center býður 5 ára ábyrgð á sjónvörpum án aukakostnaðar 5 ÁRA ÁBYRGÐ 40” Sony gæði á góðu verði 199.990,- Tilboð Sparaðu 50.000.- Kringlunni 588 7669 www.sonycenter.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.