Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 50
Eftir mörg býsna mögur ár leiddi Margrethe Vesta-
ger hinn frjálslynda og alþjóðasinnaða miðjuflokk,
Radikale Venstre, til sigurs í nýliðnum kosningum.
Radíkalarnir bættu við sig nánast helmingi fylgis,
fóru úr 9 þingmönnum í 17. Margrethe tók í kjölfarið
við ráðuneytum efnahags- og innanríkismála í nýju
ríkisstjórninni. Hún tók við af Marianne Jelved sem
leiðtog Radíkalanna árið 2007. Radíkalarnir boða
endurskoðun stjórnarskrárinnar og vilja að dregið
verði úr hlutverki og stöðu krúnunnar – sem þó
hefur eiginlega engin völd í Danmörku.
Margrethe er 43 ára gömul, prestsdóttir og
þriggja barna móðir frá Varde á Jótlandi, skammt
norður af Esbjerg. Líkt og Helle Thorning hefur hún
meistarapróf í stjórnmálafræði frá Kaupmannahafn-
arháskóla. -eb
Margrethe Vestager uppsker
50 heimurinn Helgin 18.-20. nóvember 2011
NýstirNið JohaNNe schmidt-NielseN
Sósíalíski þjóðarflokkurinn reið ekki feitum hesti frá
kosningunum, tapaði heilum 7 þingmönnum. Eigi að
síður settist leiðtoginn, Villy Søvndal, í stól utan-
ríkisráðherra í nýju ríkisstjórninni. En flokkurinn
hafði bundist tryggðarböndum við sósíaldemókrata
í kosningabaráttunni.
Villy er öldungurinn í leiðtogahópi vinstri blokk-
arinnar, 59 ára gamall. Gamla brýnið. Best lýst sem
hefðbundnum vinstri manni. Hann var fyrst kosinn
á þing árið 1994 og tók svo við flokknum af Holger
K. Nielsen árið 2005. Villy er frá smábænum Linde
á Norður Jótlandi en hóf stjórnmálaafskipti sem
sveitarstjórnarmaður í Kolding á Suður-Jótlandi árið
1982. Hann er líkt og Margrethe Vestager þriggja
barna faðir. Ýmislegt í fari hans svipar til Steingríms
J. okkar Sigfússonar. -eb
Villy Sølvndal tapaði miklu fylgi
Hin kornunga Johanne
Schmidt-Nielsen var
klárlega stjarna kosn-
ingabaráttunnar. Aðeins
27 ára gömul leiddi hún
Einingalistann, sem
flokkast lengst út á ysta
vinstri kanti í dönskum
stjórnmálum, til stór-
sigurs. Flokkurinn rauk
úr fjórum þingmönnum
í tólf talsins. Joanne ólst
upp á Skalbjerg á Fjóni,
dóttir einstæðrar móður.
Hún býr nú í íbúð á Norð-
urbrú í Kaupmannhöfn,
hverfi sem er þekkt fyrir
róttækni og fjölbreytt mannlíf. Hún hefur BA-próf í félags-
fræði frá Hróarskelduháskóla. Árið 2007 var hún sú yngsta í
sögu landsins til að verða kjörin á þing.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Joanne verið virk í stjór-
nmálum álíka lengi og Helle Thorning-Schmidt; lét strax á
táningsaldri til sín taka í aðgerðum gegn heimskapítalism-
anum og alþjóðastofnunum, svo sem í mótmælum í Prag,
Brussel og í Gautaborg – þar sem hún varð fljótt hávær
talsmaður aðgerðasinna. Eitt sinn tók hún þátt í að sturta
200 kílóum af pasta og 40 lítrum af tómatsósu á tröppur fjár-
málaráðuneytisins í mótmælum gegn niðurskurði á náms-
styrkjum. Í annað sinn hengdi hún ásamt hópi femínista upp
rauða sokka út um allt við félagsmálaráðuneytið í kröfugerð
um aðgerðir gegn kynbundnum launamun. Svona mætti
lengi telja. Joanne óx mjög svo ásmegin í ákafri baráttu
gegn stuðningi dönsku ríkisstjórnarinnar við Íraksstríðið.
Árið 2008 valdi danska karlablaðið FHM hana kynþokka-
fyllstu konu Danmerkur. Í nýliðnum kosningum hlaut hún
flest persónubundin atkvæði sem nokkur frambjóðandi
hefur fengið á öllu Kaupmannahafnarsvæðinu.
Einingarlistinn á ekki beina aðild að ríkisstjórninni en
ver hana falli í skiptum fyrir að koma helstu áherslumálum
sínum í gegn. Joanne hefur sagt að flokkurinn sé eins konar
vinstri samviska ríkisstjórnarinnar. Hún vill meiri jöfnuð og
enn sterkara velferðarkerfi – jafnvel í humátt að sósíalísku
þjóðskipulagi án þess þó að afleggja markaðinn með öllu. Á
þeim stutta tíma sem liðinn er af starfstíma ríkisstjórnarinn-
ar hefur hún nokkrum sinnum gripið í taumana og krafist
stefnubreytingar. Nú í vikunni náði hún til að mynda í gegn
verulegum breytingum á fjárlögum sem fela í sér margvís-
legar aðgerðir í baráttunni gegn því að erlendu verkafólki sé
greitt undir lágmarkslaunum. -eb
Rísandi stjarna yst til vinstri
daNmörk NýJa ríkisstJórNiN í vaNda
heimurinn
dr. Eiríkur Bergmann dósent og forstöðu-
maður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst
eirikur@bifrost.is
Sælutíma lokið
Eftir aðeins einn og hálfan mánuð við völd er sælutímabili nýju vinstri stjórnarinnar í Dan-
mörku á enda. Kannanir sýna að kjósendur treysta hægri flokknum Venstre betur til að leiða
Danmörku út úr fjármálakrísunni.
Í annarri
könnum
bætir Ven-
stre við sig
átta þing-
mönnum
á meðan
sósíaldemó-
kratar missa
fjóra. Hægri
blokkin er
því aftur
komin með
meirihluta í
könnunum.
v íða er það óskrifuð regla að nýjar ríkisstjórnir fái hundrað daga til að stilla saman strengi og þoka málum
áleiðis áður en tekið er til óskiptra málanna
við að gagnrýna verk hennar – og dæma
um stöðu og styrk. Á ensku kallast þetta
honeymoon-tímabilið – eða brúðkaupsferð-
artímabilið upp á íslensku, sem er nú raunar
heldur kauðsk þýðing. Kannski við getum
fremur kallað þetta sælutíma sem ný ríkis-
stjórn fær náðarsamlegast að njóta þessa
rétt rúmu þrjá mánuði. Á meðan halda úlf-
arnir sig til hlés og brýna kutana í hljóði.
En jafnvel þó svo að nú sé aðeins liðinn
um hálfur annar mánuður frá stjórnar-
myndun í Danmörku er sælutíma nýju
vinstri stjórnar Helle Thorning-Scmidt lokið
eftir sigurinn á hægri blokkinni. Í byrjun
vikunnar sýndi skoðanakönnun að Danir
treysta fyrri forsætisráðherra mun betur til
að leiða þá út úr fjármálakrísunni. Aðeins
27,3 prósent aðspurðra treystu Helle Thorn-
ing-Scmidt best á meðan 46,4 nefndu Lars
Lokke Rasmusen, leiðtoga hægri flokksins
Venstre. Í janúar var munurinn milli þeirra
vart mælanlegur en fylgismenn hans túlka
tölurnar nú sem ákalli eftir Lars Lokke. Og
það á miðju sælutímabili vinstri stjórnarinn-
ar. Í annarri könnum bætir Venstre við sig
átta þingmönnum á meðan sósíaldemókrat-
ar missa fjóra. Hægri blokkin er því aftur
komin með meirihluta í könnunum.
Sigur radíkala og Einingarlistans
Jafnvel þó svo að vinstri blokkin hafi vissu-
lega að samanlögðu unnið sigur þá töpuðu
sósíaldemókratar samt sem áður manni á
meðan Venstre bætti við sig einum. Úrslitin
voru raunar þau verstu í sögu danskra sósíal-
demókrata. Sætur sigur vinstri blokkarinnar
var því blandaður ansi súru galli fyrir Helle
Thorning-Scmidt. Enda voru það tvær aðrar
konur sem skópu sigurinn, þær Margr-
ethe Vestager leiðtogi Radikale Venstre og
Joanne Schmidt-Nielsen sem fór fyrir Ein-
ingarlistanum. Flokkar þeirra bættu hvor
um sig við sig átta þingmönnum – sem varð
hægri blokkinni semsé að falli. Þrátt fyrir
eilítið fylgistap sósíaldemókrata og hreint og
klárt afhroð Sósíalíska þjóðarflokksins sem
missti sjö þingmenn fyrir borð.
Athygli vekur að bæði sósíaldemókratar
og Sósíalíski þjóðarflokkurinn höfðu árin
á undan nokkuð smitast af harðri innflytj-
endastefnu hægri blokkarinnar. Einingar-
listinn og Radíkalarnir veittu hins vegar
allan tímann harðasta andspyrnu. Og
uppskáru í takt við það í kosningunum
nú – þegar andúðin í garð útlendinga hafði
mildast svo mjög.
Helle Thorning-Schmidt og vandræðamálin
Helle Thorning-Schmidt er fyrsta konan til
að gegna embætti forsætisráðherra í Dan-
mörku. Hún er 45 ára gömul, tveggja dætra
móðir. Með meistarapróf í stjórnmálafræði
frá Kaupmannahafnarháskóla auk þess
að hafa stúderað Evrópufræði í Brugge í
Belgíu. Helle er gift Stephen Kinnock –
sem er sonur Neil Kinnocks, fyrrverandi
leiðtoga Verkamannaflokksins í Bretlandi.
Þau búa á Austurbrú, efri stéttar hverfi í
Kaupmannahöfn. Helle Thorning hefur
verið þingmaður kjördæmisins síðan 2005.
Sama ár tók hún við af Mogens Lykketorft
sem formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Áður hafði hún setið fyrir flokkinn á Evr-
ópuþinginu.
Nokkur vandræðamál hafa gert Helle líf-
ið leitt. Mikið var gert úr meintu skattaund-
anskoti þeirra hjóna vegna umsvifa erlendis
og úr búseturéttindum í Kaupmannahöfn
sem hún viðhélt á meðan hún sannarlega
bjó í Brussel. Það fór svo fyrir brjóstið á
sumum að leiðtogi sósíaldemókrata skyldi
senda dóttur sína í eftirsóttan einkaskóla.
Þá hefur henni verið legið á hálsi fyrir
minniháttar aðstöðubrask varðandi afslátt
á leikföngum sem og fyrir að reynast mis-
saga í nokkrum málum. Enn hefur Helle
náð að sigla sæmilega lygnan sjó í gegnum
þessi vandræðamál en þau hafa vissulega
dregið úr pólitískum slagkrafti hennar. Og
geta mögulega orðið henni að fótakefli.
Margarethe Vestager. Ljósmynd/Radikale Venstre Kim Vadskaer
Johanne
Schmidt-
Nielsen.
Ljósmynd/
Mark
Knudsen
Villy Søvndal
Helle Thorning-Schmidt
HÁSKÓLINN Á BIFRÖST
Velkomin á Bifröst
www.bifrost.is
Nýir tímar í fallegu umhverfi