Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 18.11.2011, Qupperneq 54
54 heilsa Helgin 18.-20. nóvember 2011 H eilsumeistaraskólinn byggir á gömlum gildum sem hafa verið uppi allt frá dögum Hippocratesar um heilsu og náttúrulækningar, meðal annars þeim að sjúkdómar séu afleiðingar lífsstíls sem hægt er að umbreyta með ýmsum nátt- úrulegum aðferðum. Skólinn var stofnaður árið 2007 og hefur útskrifað tvo árganga. Nemendur sem ljúka lokaverkefni fá diplómu þess efnis en skólinn er viðurkenndur af menntamálaráðuneytinu sem sérnám á efra stigi. Alhliða nám Lilja Oddsdóttir lithimnufræð- ingur er annar skólastjórnenda Heilsumeistaraskólanns. Hún seg- ir stofnun skólans meðal annars til komin til að búa til heilsteypta umgjörð utan um mörg af þeim námskeiðum sem haldin voru hér á landi í heilsutengdum fræðum. „Ég held það hafi verið þörf sem bjó þennan skóla til, fyrsti nem- andinn okkar hafði til að mynda beðið lengi eftir námsmöguleika sem þessum.“ Markmiðið með kennslu skólans samkvæmt námsskrá er þríþætt: Að veita djúpt alhliða nám í náttúrulegum og heildræn- um meðferðum, að í gegnum ein- stakt námsumhverfi öðlast nem- andinn þekkingu, innri visku og styrk sem nýtist honum fyrir sig og aðra og að sérhver nemandi sé hvattur og studdur til eigin sjálfsheilunar svo hann megi vera góð fyrirmynd og lifandi for- dæmi annarra, að sögn Lilju. Viðbót við flóruna Gitte Lassen er hinn skólastjór- inn. Hún tekur undir með Lilju og bætir við; „okkur finnst mikil- vægt að nemendurnir upplifi sjálfir það sem við kennum. Að þeir reyni það á eigin líkama og reyni á eigin skinni heilandi mátt náttúrulækninga.“ Námið tekur þrjú ár og er kennt í áföngum. Oft koma gestakennarar utan úr heimi til að kenna í skól- anum. Núna um helgina kemur til dæmis til starfa ítalskur læknir sem er kenn- ari í multi- dimensional lithimnugrein- ingu. Skólinn byggir á heild- rænni nálgun. Í gegnum allt námið eru tengsl hugar og líkama í for- grunni og í kennslu- stundum er kafað í það hvernig tilfinningar hafa áhrif á líkam- ann og hvernig þau áhrif sjást í lithimnunni. Katrín Hjálmarsdóttir er nemandi í Heilsumeistaraskól- anum. Hún segir námið hafa gjörbreytt lífi sínu: „Maður er í þriggja ára meðferð með sjálfan sig bæði andlega og líkamlega. Maður áttar sig á því hver maður er og hvað maður vill. Ég er farin að vinna við það sem ég hef áhuga á því ég er búin að opna stofu í Hveragerði þar sem ég tek fólk í meðferð.” Losnaði við lyf Katrín segir það helst hafa komið á óvart hve mikil sjálfsskoðun fólst í nám- inu. „Maður þarf að stíga út fyrir þægindahringinn sinn og uppgötvar þá ým- islegt um sjálfan sig sem maður hafði aldrei pælt í. Fólki hættir til að festast í sínu fari og rútínu því það staldrar sjaldnast við til að skoða hvað það raun- verulega vill gera. Það kom mér mjög á óvart hvað þetta breytir miklu fyrir mann.“ Kristín Kolbeinsdóttir er einnig nemandi við skólann. Hún hefur náð tökum á einkenn- um vefj- agigtar, astma og ofnæmi. „Þegar ég byrjaði notaði ég mikið sterapúst við astma og var alltaf á ofnæmislyfj- um; var með vefjagigt og síþreytu auk þess að vera búin að minnka við mig vinnu niður í 50 prósent. Eftir að hafa farið í skólann og fylgt prógaramminu sem þar er lagt fyrir þarf ég ekki að taka nein lyf, tek nánast aldrei verkjalyf, sem ég gerði mjög mikið af áður; get unnið 100 prósent vinnu og synt kílómeter án astmapústs. Gigtarverkir eru nánast horfnir. Stærsta breytingin er samt sú að ég er að verða sjálfstæður atvinnurekandi með því að opna veitingahús. Þetta gefur manni kjark til að láta drauminn rætast.“ Aðspurð um hvort slík sjálf- skoðun taki ekki mikið á segir Katrín: „Maður sveiflast milli þess að líða rosalega vel og finnast námið mjög krefjandi. Nemendahópurinn verður mjög þéttur því það eru allir í sömu vinnunni og það skiptir miklu máli. Ef það væri ekki myndi maður örugglega gefast upp.“  kynning Heilsumeistaraskólinn Kenna bætta heilsu u ndanfarin ár hefur áhugi fólks á vottuðum lífrænum snyrtivörum aukist, í ljósi þess hve aukefni í venjulegum snyrti- vörum eru mörg hver skaðleg. Í raun má segja að fólk þurfi að hugsa jafn vel um efnin sem það ber á húðina eins og matinn sem það borðar. Gott úrval er hér á landi af líf- rænum snyrtivörum en þær hafa þótt í dýrari kantinum. Það breyttist þegar hinar þýsku Lavera snyrtivörur byrjuðu að fást hér fyrir um ári síðar, en Basislína frá Lavera er á mun hag- stæðari verði en hefur þekkst áður í þessum flokki. Lavera er eitt fremsta fyrirtækið á sviði lífrænna snyrtivara í heiminum, stofnað fyrir 24 árum, með um 250 vörur fyrir húð og hár af öllum gerð- um, ásamt förðunarvörum. Vörurnar eru með lífræna vottun og framleidd- ar án allra eiturefna en til þess að tryggja gæði hráefnanna ræktar fyrir- tækið nær allar jurtirnar sem það þarf til framleiðslunnar sjálft. Grænasta snyrtivörumerkið Inga Stefánsdóttir er snyrtifræð- ingur og starfar hjá KJ Kjartanssyni ehf. sem flytur inn Lavera vörurnar. Hún segir Lavera hafa fengið margar viðurkenningar og sé meðal þeirra fremstu í röð lífrænna snyrtivara: „Þetta eru frábærar vörur og við erum mjög ánægð með að geta boðið þær hér á landi og á því hagstæða verði sem raun ber vitni“. Inga segir fólk í auknum mæli sækja í vörur sem eru án aukaefna. „Það hefur líka verið að aukast umræðan hérlendis um skaðsemi aukaefna eins og parabena, skor- dýraeiturs og ilmefna og þau slæmu áhrif sem þau geta haft á líkamann, þó slík umræða sé ekki ný af nálinni erlendis.“ Lavera er með mismunandi andlits- línur eftir húðgerð s.s. með andlits- vörur fyrir venjulega húð (Calendula), þurra (Rose), feita (Mint) og þrosk- aða húð (My Age), en það er nýjasta línan frá þeim. „Línan fyrir feitu húðina hefur reynst alveg frábær, hún þurrkar ekki húðina og er alveg sér á parti“ segir Inga. Einnig er Lavera með brúnkukrem bæði er fyrir andlit og líkama. Lavera er eitt mest verðlaunaða líf- ræna snyrtivörumerkið í heiminum í dag og hefur verið valið „grænasta snyrtivörumerkið“ síðustu tvö ár í samkeppni 33 merkja í þessum flokki snyrtivara. Engin efni úr dýraríkinu Inga segir einn af kostunum við snyrtivörulínuna þá hversu vel vör- urnar eru merktar. „Þær eru bæði umhverfismerktar og umhverfisvæn- ar og eru allar með dagsetningar- stimpli. Sumar vörurnar eru vottaðar sem „vegan“ en það þýðir að þær innihalda engin efni úr dýraríkinu“. Lavera gerir engar tilraunir á dýrum og notar engin erfðabreytt efni. Auk þess eru allar merkingar á ensku og nákvæmar innihaldslýsingar eru utan á pökkunum.“ Lavera vörurnar fást í öllum verslunum Heilsuhússins, apótekum Lyfju, Apótekunum, Hag- kaupum og mörgum sjálfstæðum apótekum. Snyrtivörulínan samanstendur ekki bara af kremum og hreinsi- efnum, Lavera er einnig með línu af förðunarvörum. „Það gildir það sama um förðunarvörurnar og hinar snyrti- vörurnar, þær eru allar unnar úr líf- rænum jurtum og olíum. Við erum með meik, púður, sólarpúður, mask- ara, eyeliner, farðahreinsi og slíkt. Förðunarvörurnar fást í Heilsuhúsinu í Kringlunni og einnig á snyrtistof- unni Sóley, Natura Spa í Reykjavík.“ Náttúruvernd En hvort ætli fólk velti því meira fyrir sér að vörurnar séu góðar fyrir húð- ina eða að þær skaði ekki náttúruna? „Það er bæði. Þessar vörur byggja á því að það sem sé gott fyrir náttúruna sé gott fyrir okkur. Það eru engin skaðleg eiturefni í þessu og þar af leiðandi skaðar það hvorki náttúruna, dýrin, né okkur. Það er margbúið að sýna fram á að í hefðbundnar snyrti- vörur eru notuð ýmis efni sem eru skaðleg bæði fyrir náttúruna og okk- ur svo sem skordýraeitur og paraben. Það er lykilatriði í lífrænum vörum að allir þættir framleiðslunnar þurfa að vera eftir reglum, allt frá hráefninu og framleiðslunni, til umbúðanna. Það er mikið talað um náttúrulegar vörur núna en það segir lítið ef þær eru ekki með lífræna vottun. Margir vilja nýta sér vinsældir náttúruverndar með því að kalla vörurnar sínar nátt- úrulegar og þess vegna er vottunar- ferlið orðið mjög strangt, til dæmis í Þýskalandi og Evrópu. En þar með erum menn bæði að vinna í að vernda náttúruna og manneskjuna. Það merki sem búið er að sameinast um er NaTrue, en áður fyrr voru sérmerki notuð fyrir hvert land.“  kynning vottaðar lífrænar snyrtivörur Fyrir náttúruna og manneskjuna Katrín Hjálmarsdóttir, Lilja Oddsdóttir, Gitte Lassen og Kristín Kolbeinsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.