Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Qupperneq 43

Fréttatíminn - 18.11.2011, Qupperneq 43
 Vikan sem Var Helgin 18.-20. nóvember 2011 Þessari glæsilegu bók er ætlað að kenna aðferðir til að nálgast barnið þitt, tengjast því og örva snertiskynið með nuddi. Höfundur bókarinnar, Dilla, hefur 20 ára reynslu af ungbarnanuddi og setur sitt persónulega mark á leiðbeining- arnar sem allar eru sýndar á skýran og einfaldan hátt með gullfallegum litmyndum Heiðu ljósmyndara (www.heida.is). Sá kærleikur sem þú lærir að miðla í gegnum hendurnar með ungbarnanuddi er kær leikur sem setur mark sitt á barnið þitt til lífstíðar. Því vilja höfundar bókarinnar fyrst og fremst miðla til þín. Eigðu kærleiksríkar nuddstundir með barninu þínu. Falleg gjöf handa öllum foreldrum. “Ungbarnanudd er frábær leið til að tengjast barninu sínu og bókin er bæði fallegur og fræðandi leiðarvísir um hvernig á að bera sig að. Ég mæli hiklaust með henni fyrir foreldra.“ -Katrín Jakobsdóttir- Borgardekk Er þetta ekki bara klink? „... reikningar sem Glitnir hefur lagt fram um sinn lögfræðikostnað eru fárán- legir í alla staði. Hvernig gátu þeir eytt 110 milljónum í það eitt að biðja um frystingu á eignum mínum?“ Jón Ásgeir Jóhannesson er óhress með málskostnaðarkröfu Glitnis á hendur honum. Óhreint fé „Femínistafélagið rakst á óverðskuldaða 50 þúsund króna gjöf frá Óla Geir, sorakvöld- stjóra, á reikningi sínum...“ Ólafur Geir, sem hélt svokallað „Dirty Night“ á Players í Kópavogi um síðustu helgi, taldi femínista hafa auglýst upp- ákomuna svo vel fyrir sig að hann lagði inn 50.000 krónur á reikning félagsins. Þar á bæ kannaðist engin við að hafa lagt Ólafi lið en peningarnir voru látnir renna til sérlegs vændisathvarfs Stígamóta. Barinn biskup hættir „Ég hef notið mikillar gæfu í starfi og þjónustu...“ Karl Sigurbjörnsson biskup tilkynnti við setningu Kirkjuþings að hann ætli að láta af embætti í sumar. Hann kveður sáttur þrátt fyrir alla þá gagnrýni sem á honum hefur dunið. Skapar forsetinn hamingjuna? „Herra Ólafur Ragnar Grímsson. Við þurfum á Forseta eins og þér að halda.“ Bubbi Morthens hefur litla stjórn á heitum tilfinningum sínum til Ólafs Ragnars Gríms- sonar í Pressupistli þar sem hann nánast grátbiður forsetann um að gefa kost á sér fimmta kjörtímabilið. Sími er mannréttindi! „Ég er ekki ein ríkasta kona landsins.“ Krafa Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur um að fá greiddan símkostnað, sem borgar- fulltrúi í fæðingarorlofi á Spáni, vakti mikla og frekar neikvæða athygli í vikunni. Erótísk fjölskyldumynd? „Nú veit ég ekki hvað veldur en velti því þó fyrir mér hvort fólk sé upp til hópa orðið svo gegnsýrt af klámvæðingunni að það átti sig ekki á því á hvað það er að horfa?“ María Lilja Þrastardóttir hefur staðið vaktina af einurð og festu undanfarið og lætur fátt fram hjá sér fara sem kann að ýta undir klámvæðingu eða ýtir undir staðalímyndir kynjanna. Undirfata auglýsing með íslenskum mæðgum í undir- fötum ýtti henni út á ritvöllinn í vikunni. Notkun gæsalappa er nú ekki flókin „Það var í mörg horn að líta. Ég hef reynt að læra af mistökum mínum í bókaútgáfu og vann eins og ég gat tilvísanir og textanotkun.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur sent frá sér tröllvaxið rit um íslenska kommúnista. Við skrifin sneiddi hann vandlega hjá þeim gildrum sem hann gekk í þegar hann skrifaði um Halldór Laxness og var dæmdur fyrir. Vigdís hvergi af baki dottin „Langt er nú seilst. Háttvirtur þingmaður var að fullyrða það að ég stæði í viðskiptum við venslamenn mina.” Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra varð saltvondur þegar Vigdís Hauksdóttir framsóknarvalkyrja vændi hann um að standa sem ráðherra í viðskiptum við systur hans og mág. Steingrímur skamm- aði Vigdísi úr ræðustóli og gaf ekkert eftir. Með Hönnu skal borg byggja „Hanna Birna var vön að taka af skarið og láta til sín taka og af öllum þeim borgar- stjórum sem ég hef haft kynni af og sam- skipti við á þeim 20 árum sem ég hef verið í bænum þá er Hanna Birna besti borgar- stjórinn sem ég hef kynnst.“ Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, steig óvænt inn á pólitíska sviðið og lagði lóð sín á vogarskálar Hönnu Birnu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.