Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Side 60

Fréttatíminn - 18.11.2011, Side 60
60 jólabjór Helgin 18.-20. nóvember 2011 Jólabjórinn er kominn Félagar í Fágun, félagi áhugamanna um gerjun, dæma jólabjórinn í ár. J ólabjórinn er rifinn úr hillunum á ári hverju og þeir vinsælustu eiga það til að klárast vel fyrir jól. Því er gott að hafa vaðið fyrir neðan sig og vera snemma í því. Líkt og í fyrra eru það félagar í Fágun, félagi áhugamanna um gerjun, sem sjá um smökkunina fyrir Fréttatímann. Í því ágæta félagi eru saman komnir nokkrir helstu sér- fræðingar og áhugamenn landsins um bjór og bjór- gerð. Félagið stendur fyrir ýmsum bjórtengdum uppákomum á ári hverju og heldur úti heimasíðunni fagun.is. Smökkunin var framkvæmd eftir kúnstar- innar reglum og bjórar smakkaðir eftir hækkandi alkahólmagni og gefin stig fyrir útlit, lykt, bragð og heildarstemmningu þar sem einnig var tekið tillit til hversu jólalegur bjórinn þótti. DómnefnDin Halldór Ægir Halldórsson Formaður Fág- unar og mikill áhugamaður um bruggun sem hann hefur stundað í 3 ár. Belgískir bjórar eru í miklu upp- áhaldi. Óttar Örn Sigurbergsson Innkaupastjóri sem hefur bruggað í félagi við aðra í 3 ár og er veikur fyrir reyktum bjórum og belgískum „strong ale“. Gæðingur Jólabjór 5% 33 cl. 370 kr. Ummæli dómnefndar: Dökkur með rauðum keim. Ristuð, nánast brennd, karamella í bragði. Ágætur bjór en vantar fyllingu og eftir- bragð. Hann bragðast hins vegar ekki eins dökkur og er þannig að það er vel hægt að drekka nokkra með hangikjötinu. Albani Julebryg 7% 33 cl. 319 kr. Ummæli dómnefndar: Liturinn mætti vera rauðari og jólalegri eins og bjórinn sjálfur. Bragðið kemur hægt og rólega og beiskjan er góð eins og jafn- vægið. Sterkur og ber það ágætlega, passar eflaust vel með mat. Vel gerður bjór. Jólagull 5,2% 33 cl. 329 kr. Ummæli dómnefndar: Dökkur á lit. Lyktin er að gera meira en í venjuleg- um gull, smá sítrus. Þetta er mjög hreinn og beinn bjór með mjúkri áferð sem bítur hvergi í. Hann er þó í þynnri kantinum. Þessi er flottur í jólaföndrið. Jólakaldi 5,6% 33 cl. 369 kr. Ummæli dómnefndar: Flottur bjór með ekta koparrauðan jólabjórslit. Það er nammilykt af honum, krydduð, góð, sæt og flókin. Bragðið er ögrandi með sætri karamellu og beiskju í góðu jafnvægi. Þetta er Herra Jóli. 90% DómnefnD Stekkjarstaur 5,7% 33 cl. 399 kr. Ummæli dómnefndar: Það er karamellu- hressleiki og ávöxtur í lyktinni, pera og epli. Gott jafnvægi sætu og beiskju. Þetta er ekta brúnöl, spennandi og öðruvísi, kannski ekki til að þamba en ekki mjög þungur og erfiður bjór þannig að flestir geta notið. 87% DómnefnD Jólabock 6,2% 33 cl. 399 kr. Ummæli dómnefndar: Frábær jólalegur litur og mjúk og góð lykt. Hann er ristaðri í ár en í fyrra á kostnað sætunnar en samt mjög auðdrekkanlegur þrátt fyrir að vera 6,2%. Algjör snilldarjólabjór en dansar á línunni með beiskjuna. 85% DómnefnD Ölvisholt Jólabjór 5,8% 33 cl. 439 kr. Ummæli dómnefndar: Flottur á litinn og það er sami negullinn í nefinu og bragðinu og hafa verið undanfarin 2 ár. Hann er reyktur en þó mun minna en í fyrra. Kryddaðasti jólabjórinn með negul og mildum kanel og heilmikið að gerast í bragðinu, endar beiskur. 82% DómnefnD Tuborg Christmas Brew 5,6% 33 cl. 339 kr. Ummæli dómnefndar: Þessi setur standardinn fyrir jólabjórslitinn; koparrauður. Afi jólabjór- anna. Lítil lykt og fyrsti sopinn eru vonbrigði, mikið járnbragð en annar sopinn er miklu betri og eftirbragðið gott. Góður en vantar herslumuninn á öllum sviðum. 80% DómnefnD 77% DómnefnD 76% DómnefnD 75% DómnefnD Gunnar Óli Sölvason Vélaverk- fræðingur og ákafur áhugamaður um heima- bruggun, þar sem súrir bjórar verða helst fyrir valinu. Hrafnkell Freyr Magnússon eigandi brugg- verslunarinnar brew. is. Hefur að eigin sögn „bjórnördast“ í á þriðja ár og bruggar sjálfur helst IPA bjóra sem eru í sérstöku uppáhaldi. Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson matur@frettatiminn.is einstök Doppel Bock Jólabjór 6,7% 33 cl. 415 kr. Ummæli dómnefndar: Lítil lykt, þó smá sætur alkahólilmur. Þetta er ágætur bjór og ágætur sem doppel bock en það eru ekki mikil jól í honum, til þess vantar meiri karamellu og fyllingu. Þetta er hins vegar mjög góður matarbjór með reykta kjötinu. 78% DómnefnD Royal X-mas hvítur 5,6% 33 cl. 269 kr. Ummæli dómnefndar: Jarðtónar og smá sætuvottur í lyktinni. Mjög lítið kolsýrður sem fer honum vel og hann rennur ljúflega niður. Klárlega betri en bláa útgáfan, ekkert rosalega jóla en auðdrekkan - legur og á ágætu verði. 71% DómnefnD Royal x-mas blár 5,6% 33. cl 269 kr. Ummæli dómnefndar: Ekki mikið að gerast í lyktinni en er samt jólalegur á litinn. Hann skilar samt ekki alveg bragðinu sem er stærsti gallinn. Ef ekki væri fyrir litinn héldi maður ekki endilega að þetta væri jólabjór. 66% DómnefnD malt Jólabjór 5,6% 33 cl. 339 kr. Ummæli dómnefndar: Full dauf maltlykt. Þykkur samt og mjúkur og skemmtilegur jólabjór en aðeins og mikið maltbragð þó þetta sé maltbjór. Hann er matarmikill en pínu væminn þannig að maður drekkur ekki marga. Ekki þamb- bjórinn. 74% DómnefnD Viking Jólabjór 5% 33 cl. 299 kr. Ummæli dómnefndar: Hann mætti sýna meiri lit sem jólabjór. Ofsalega léttur og lyktar eins og Viking gylltur. Þeir hafa haldið aftur af sér enda lítið jólalegt við hann. Það er ekkert að bjórnum sem slíkum það er bara ekki nægilega mikið lagt í hann. 64% DómnefnD

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.