Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Qupperneq 59

Fréttatíminn - 18.11.2011, Qupperneq 59
Helgin 18.-20. nóvember 2011 bækur 59 Eftir að seglskútan Deerhound hafði verið gerð upp og allt var tilbúin til brottfarar var loks lagt úr höfn í ágúst 1947. Þessi djörfu áform vöktu svo mikla athygli að um þau var skrifað í dagblöð og mannfjöldi safnað- ist saman á bryggjunni til að fylgjast með þegar skipið lagði upp í hina löngu ferð. Áhöfnin samanstóð af um það bil 20 mönnum, fyrir utan ömmu og tvær aðrar konur sem voru eiginkonur hinna meðeigendanna. Áhafnarmeðlimir voru margir hverjir ævintýramenn; fyrrver- andi land- og sjóhermenn sem voru á leið til Suður-Afríku í leit að nýjum tækifær- um. Þetta voru harðir kappar með ólgu í æðum sem höfðu tilheyrt sérsveitun- um og barist í seinni heimsstyrjöldinni af mikilli hörku gegn Þjóðverjum. Þeir voru því engin lömb að leika við. Ekkert pjatt var við lýði og þar sem vatnið var af skornum skammti notuðu þeir rigningar- vatnið til þess að baða sig naktir á þilfarinu eða stungu sér allsberir í sjóinn. Konurnar forðuðu sér niður í káetu á meðan. Undir hvítum þöndum seglum stóð íslenska móðirin og sá hina fögru kletta Wight-eyju hverfa við sjóndeildarhringinn og við tóku veltingur og hvítfyssandi öldur Atlantshafsins. Þau sigldu niður með ströndum Frakklands og sáu þar fljótlega lágreista bæi Bretagne-skagans kúra í landinu, hitinn jókst eftir því sem sunnar dró. Á einstaka stað báru kastalaturnar mið- aldariddara við himin eins og í La Rochelle. Á Biskajaflóa við Iberíuskaga var mjög slæmt veður og flæktist kaðall í skipsskrúfunni sem stórskemmdist við það og varð ónothæf. Þau urðu því að notast eingöngu við seglin til þess að geta siglt áfram en jafnframt byrjaði seglskútan að leka. Urðu nú áhafnarmeðlimir að skipta liði á vökt- um við að fylgjast með lekanum. Rafmagnspumpa var notuð dag og nótt til þess að dæla sjónum úr skipinu. Á tímabili var amma verulega hrædd um að skipið myndi jafnvel sökkva og þau öll drukkna. Þau komu í höfn í Lissabon, fengu vistir og vatn og dvöldust í þessari höfuð- borg Portúgals í viku á meðan reynt var að lappa upp á skipið. Þar heimsótti Vladimir safn hins víðfræga land- könnuðar Vasco da Gama sem var uppi seinni hluta 15. aldar. En hann fann fyrstur Evrópumanna sjóleiðina til Indlands og Kína með því að sigla fyrst um vesturströnd Afríku; líkt og þau voru nú að gera. Gert var við lekann til bráðabirgða en það reyndist ekki mögulegt að gera við skipsskrúfuna sem var verulega skemmd eftir kaðal- inn. Þau urðu áfram að sigla eingöngu fyrir seglum og treysta á vindorkuna og voru sumir við það að gefast upp en Vladimir var ekki einn af þeim. Það fór reyndar svo að báðir meðeigendur hans að skipinu urðu eftir í Portú- gal og sneru þaðan aftur til Englands. Einn þeirra hafði fengið skeyti um að móðir hans væri að deyja og kona hins var svo sjóveik og hrædd um að skipið myndi sökkva að hún treysti sér ekki til þess að halda ferðinni áfram. Fjóla var því eina konan eftir á seglskútunni og Vladimir bæði skipstjóri og eini eigand- inn. Eftir að látið var úr höfn í Portúgal tók hafið aftur við með víðáttu sinni. Næsta land í suðri var eyjaklasinn Madeira sem er undir stjórn Portúgals. Þar var stoppað stutt til þess að kaupa vatn og vistir og þá var stefnan tekin til Kanaríeyja. Meginlönd Afríku voru í óvissunni á vinstri hönd, ekkert á þá hægri nema óveður og víðátta hafsins í átt að Ameríku. Amma lítur til baka og lýsir ferðinni svo: „Dagarnir voru oft langir og erfiðir, fólkið oft svo sjóveikt þar sem skipið valt mikið, jafnvel Vladim- ir sem var vanur sjómaður var einu sinni sjóveikur þegar veðrið var sem allra verst, en sjálf var ég aldrei sjóveik. Það fór líka mikil vinna í að hugsa um börnin, næra þau og halda að þeim vökva, annars var þetta rútína sem vandist. Við hjónin sváfum í sérkáetu ásamt yngsta syni okkar George sem var þá rúmlega sex mánaða gamall. Í þessari káetu átti fyrrverandi eigandi skipsins, Játvarður VII konungur Bretlands sem var þá krónprins, að hafa sofið. Vladimir hafði útbúið barnarúm úr kassa handa syni okkar sem hann þurfti að negla fast niður við skips- gólfið. Eldri synirnir tveir sváfu í annarri káetu með tíu ára gömlum strák. Þetta var sonur kokksins sem átti eig- inkonu og sex önnur börn í Englandi. Hann hafði aðeins tekið elsta son sinn með til að byrja með, en fjölskyldan átti svo að koma síðar meir. Í skipinu voru fjórar káetur sem voru ætlaðar meðeigendunum og fjölskyldum þeirra, en restin af áhöfninni svaf í enda skipsins sem var fullur af kojum. Skipið var að mestu í sinni upprunalegu mynd að inn- an og hafði verið málað grænt á sínum tíma. Víða mátti sjá ummerki um að það hefði til- heyrt heldra fólki. Borðsalurinn var bæði stór og fallegur og loftið var umkringt gullhúðuðum röndum, einnig var það skreytt með fallega mál- uðum myndum. Í baðherberginu var líka stórt baðkar sem ég notaði til þess að þvo börnin mín. Oft var ég skelkuð og óörugg með börnin svo smá, sérstaklega eftir að skipið byrjaði að leka. Eftir að skipsskrúfan eyðilagðist vorum við stundum kyrr úti á opnu hafi dögum saman þegar enginn vindur blés.“ Gleði og sorgir Enn langar mig að vita meira um hana ömmu mína sem unga konu og skynja veröld hennar og hvernig hjarta hennar sló þegar hún stóð nánast allslaus í Sierra Leone með mann og þrjú börn. Skipið var ónýtt sem öll þeirra aleiga hafði verið bundin í og því enginn möguleiki að snúa til baka. Hin varfærna og eilítið dula amma mín, hún Fjóla, situr hugsi heima á Íslandi í hauströkkrinu og þegir um stund. Ég bið hana enn að rýna inn í mistur minninganna. Stofan hennar er eins og safn um löngu liðna atburði, veggir þaktir myndum og hlutir frá Afríku blasa alls staðar við. Fílabeinstenn- urnar stóru sem ég strauk fullur aðdáunar sem barn eru þó ekki hér heldur hjá föður mínum í Danmörku og ibenholtsborðið úr skútunni frægu þar sem fjórir konungar spiluðu forðum peningaspil með vindla og eðalviskí, jafnvel um heiður kvenna sinna, er enn í Cape Club. Árin eitt hundrað og tíu síðan það var smíðað hafa ekki snert það, hvorki skordýr né rak- inn, slík er harka viðarins. Ég bið hana varfærnis- lega að ganga eilítið lengra; að opna það sem hún hefur aldrei tjáð áður; tala um gleði, sorgir, vonir, væntingar sem og vonbrigði frá þessari framandi heimsálfu þar sem hún dvaldi í blóma lífs síns: „Já … ég kunni að elda mat og skenkja víni í glös,“ segir hún, „og þurfti því oft að hjálpa til með slíkt eftir að við opnuðum veitingastaðinn og þrífa svo eftir lokun sem var seint á nóttunni, að minnsta kosti um helg- ar. Það var því ekki mikið um svefn, enda vöknuðu drengirnir ætíð á sínum tíma snemma morguns, hvort sem var frí eða skóli og ég búin að sofa tvo eða sex tíma næturinnar. En þegar maður er ungur og hraustur er lítið mál að vakna, nauðsyn, en líka gleði að sinna þeim sem maður elskar. Það var líka að duga eða drepast og þurfti að beita öllum brögðum til að láta enda ná saman. Stundum mislíkuðu mér hinar óþrjótandi hugmyndir og stöðugt nýjar ráðagerðir kafteinsins, eins og þegar hann vildi að ég dansaði við viðskiptavinina. Slíkt taldi hann að myndi auka fjölda gestanna sem voru í yfirgnæfandi meirihluta karlmenn í byrjun. Hann stóð við barinn og ég þjónaði, hann vissi að ég dansaði vel, sagði mér að vera í fallega smáblómstraða kjólnum mínum. Ég var grönn og með línurnar í lagi þrátt fyrir barneignir og karlarnir tóku svo sannarlega eftir því. Með ljóst sítt hár og þó að ég væri feimin fannst þeim víst mörgum að ég væri falleg, að minnsta kosti „kjút“ eins og þeir sögðu. Þegar kafteinninn setti fjörug lög á fóninn fengu menn fiðring í fæturna og ekki gekk að láta þá dansa hver við annan kallagreyin. Eða þegar Vera Lynn söng sína angurværu tóna um „The white cliffs of Dover“, þá vildu menn dansa upp við konubarm og helst fá að þrýsta mér þétt þegar sungið var; „We´ll meet again“. Undir áhrifum viskíblönd- unnar fengu menn stundum tár í augnkrókana, þegar þeir minntust stríðsáranna og kvennanna heima eða allra þeirra góðu félaga sem komu aldrei aftur. Sumir báru með sér myndir af hetjum hvíta tjaldsins, Veronicu Lake, Ritu Hayworth og þeim vildi ég líkjast, setti upp hárgreiðslu sem þær yfirnáttúrulegu en þó holdlegu gyðjur báru. Ég var léttstíg þá og bara nokkuð sæt og stundum var flautað og kallað; „Æ lovjú“ og kafteinninn lét sig það engu skipta. Hann vildi sjá pund og skildinga klingja í kassanum og sendi mig með bakkann í salinn með rauðan varalit, fjóluilm á vanga og kjólinn þröngan um grannt mittið. „Great expectations“ Hið strandaða skip var í byrjun heimili þeirra í Englandi og í Sierra Leone Gamli Cape Club rétt fyrir lokun, íslensk Fjóla á veröndinni Nýi veitingastaðurinn þegar hann var opnaður 1957 KynninG Sigling á vit óvissunnar Skip mitt braut við Afríkuströnd er áhrifamikil örlagasaga Fjólu Steinsdóttur Mileris. Hún fæddist í torfbæ norður í Húna- vatnssýslu en kynntist ung ævintýramanni frá Litháen, þau stefndu til Ástralíu en strönduðu við Afríku og ólu lengst af aldur sinn í Sierra Leone. Georg Davíð Mileres, sonarsonur Fjólu skrifaði söguna. Salka gefur bókina út.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.