Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 10
Óskar Hrafn
Þorvaldsson
oskar@
frettatiminn.is
Strandgata 3 600 Akureyri I Sigtún 42 105 Reykjavík
Sími: 460 4700 I www.iv.is I iv@iv.is
Hafðu samband við
ráðgjafa okkar í síma
460 4700 eða kynntu
þér málið á www.iv.is
Fjárfestu í sjóði til efri áranna
Þú greiðir ekki fjármagnstekjuskatt fyrr en við sölu eigna í sjóði
50% afsláttur af söluþóknun sjóða fram til 16. desember
Hagkvæm og fagleg eignastýring
Hátt vægi ríkistryggðra eigna
Atvinnuleysi eykst með haustinu
0,2%
Vöxtur
AtVinnuleysis
Milli september- og
októbermánaða 2011
Vinnumálastofnun
Félagarnir úr Fjölbrautaskóla suðurnesja útbjuggu
náttborð úr hvítri málningardós þar sem innbyggt var
ljós og hleðslutæki fyrir farsíma.
Samkeppni Hugvit framHaldSSkólanema
Náttborð Snilldarlausn 2011
Náttborð, sem Guðmundur Her-
mann Salbergsson, Sigurður Jón Sig-
mundsson, Jón Gunnar Sæmunds-
son og Haukur Örn Harðarsson,
nemendur í Fjölbrautaskóla Suður-
nesja, hönnuðu, bar sigur úr býtum
í keppninni Snilldarlausnir Marels,
hugmyndasamkeppni framhalds-
skólanna fyrir árið 2011, sem fór
fram í þriðja sinn. Verðlaunin, sem
nema 100 þúsund krónum, voru
afhent af Katrínu Jakobsdóttur,
mennta- og menningarmálaráð-
herra, á þriðjudaginn. Hátækni- og
nýsköpunarfyrirtækið Marel hefur
verið bakhjarl keppninnar en einn-
ig hafa Samtök atvinnulífsins stutt
keppnina með myndarlegum hætti
frá upphafi. Mennta- og menningar-
málaráðuneytið hefur einnig sýnt
keppninni mikinn stuðning og veitt
kærkomna aðstoð.
Framhaldsskólanemum var falið
það hlutverk í Snilldarlausnum Mar-
el að gera sem mest virði úr fyrir-
fram ákveðnum einföldum hlut.
Áður hafa þessir einföldu hlutir
verið herðatré og pappakassi en í ár
var það dós sem lék aðalhlutverkið í
keppninni.
Önnur verðlaun
Frumlegasta hugmyndin: Þakrennuviðgerð
Verðlaun: 50 þúsund krónur
Skóli: Menntaskólinn í reykjavík
Nafn: rebekka Jenný reynisdóttir
Flottasta myndbandið: Dósastrengur
Verðlaun: 50 þúsund krónur
Skóli: Verzlunarskóli Íslands
Nafn: Haukur Kristinsson og Árni steinn
Viggósson
Líklegast til framleiðslu: Hleðslutækjahaldari
Verðlaun: 50 þúsund krónur
Skóli: Menntaskólinn á Akureyri
Nafn: steinar eyþór Valsson, Agnes eva Þórar-
insdóttir, Harpa lind Konráðsdóttir, Kolbrún
Helga Hansen og sigrún Helga Andrésdóttir
einkaneyslan af stað
með látum
Miðað við kortaveltu í október fer
einkaneysla síðasta fjórðungs ársins af
stað með látum, að því er fram kemur í
tölum seðlabankans. Kortaveltan var 30,1
milljarður sem er aukning um 700 milljónir
frá fyrri mánuði, eða 2,4 prósent. Miðað
við sama mánuð í fyrra jókst veltan um
rúmlega 20 prósent. tölur um kortaveltu
styðja spár um talsverðan vöxt einka-
neyslu á síðasta fjórðungnum. samkvæmt
tölum rannsóknarseturs verslunarinnar
jókst velta með húsgögn um 5,2 prósent
að raungildi í október frá sama mánuði
fyrra árs, og þá jókst velta með rúm um
10,4 prósent á sama mælikvarða. Á síðustu
3 mánuðum hefur verslun með rúm aukist
um 20 prósent að raungildi miðað við
sama tímabil fyrra árs. -jh
Aðildarviðræður eða
aðlögunarferli?
Hvað þýðir hugsanleg aðild Íslands að
evrópusambandinu? Framsal auðlinda eða
loforð um lága verðbólgu? er aðild ávísun
á fullveldisframsal eða aukin áhrif okkar
á ákvarðanatöku? Millilandaráðin og Við-
skiptaráð Íslands standa fyrir morgunfundi
um stöðuna á samningaviðræðum Íslands
við esB í dag, föstudaginn 18. nóvember.
stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamn-
ingamaður Íslands í samningaviðræðum
við esB, og Kolbeinn Árnason, formaður
samningahópsins um sjávarútvegsmál,
munu fara yfir stöðuna nú þegar viðræður
við esB eru hafnar. Fundurinn verður í
Húsi verslunarinnar á hæð 0, gengið inn
norðanmegin, klukkan 8.15 - 9.45. -jh
samráðsvefur fyrir
Íslendinga
lýðræðisvefurinn Betra Íslands var
opnaður á miðvikudaginn. um er að
ræða nýjan samráðsvef fyrir Íslendinga
sem byggður er á sama grunni og Betri
reykjavík, að því er segir í tilkynningu.
tilgangur hans er að tengja saman al-
menning og þingmenn, hvetja til góðrar
rökræðu um landsmálin og að styrkja
fulltrúalýðræðið. Á honum eru öll laga-
frumvörp og þingsályktunartillögur sem
nú liggja fyrir Alþingi en á vefnum gefst
almenningi kostur á að láta skoðun sína
á þeim í ljós og færa fram rök með þeim
eða á móti. Allar ræður á Alþingi eru
aðgengilegar sem einstök myndskeið og
auðvelt er að deila þeim á Facebook eða
öðrum samskiptamiðlum. Þegar ákveðinn
fjöldi notenda styður eða er á móti þing-
máli verða rök og umræður sendar sjálf-
virkt inn sem umsögn til nefnda Alþingis á
meðan málið er í vinnslu. - jh
Atvinnuleysi mældist 6,8 prósent í október og hefur
því aukist um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði þegar
atvinnuleysi var 6,6 prósent. Sökum árstíðarsveiflu eykst
atvinnuleysi á haustin. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir
að atvinnuleysi í nóvember verði á bilinu 6,9 prósent til 7,2
prósent, að því er fram kemur í tölum stofnunarinnar. Að
meðaltali voru 10.918 atvinnulausir í október og fjölgaði
þeim um 159 að meðaltali frá fyrri mánuði. Atvinnuleysi
fer þó minnkandi þegar litið er til lengri tíma. Fyrir ári
var atvinnuleysi 7,5 prósent og var við upphaf þessa árs
8,5 prósent en hæst fór það í 9,3 prósent í febrúar 2009.
Atvinnuleysi hefur það sem af er ári verið að meðaltali 7,5
prósent en var að meðaltali um 8 prósent árin 2009 og
2010. -jh
Þ að er gaman að segja frá því að það hefur aldrei gengið betur en einmitt nú á afmæl-
isárinu,“ segir Guðmundur Arnars-
son hjá Ástund en þessi verslun,
sem sérhæfir sig í hestavörum,
heldur upp á 35 ára afmæli sitt um
þessar mundir.
Guðmundur segir mestu skipta
að samkeppnisstaða útflytjenda á
íslenskum hestavörum hafi batnað
eftir hrun þar sem íslensku vörurn-
ar hafi hækkað minna. „Í erfiðleik-
um og kreppu felast tækifæri. Það
er aukinn útflutningur í reiðtygj-
um. Ástralía er til að mynda nýjasta
landið þar sem seld eru íslensk reið-
tygi. Íslenski hesturinn er að hasla
sér völl þar en þetta tekur auðvitað
tíma,“ segir Guðmundur og bætir
við að Ástund sendi nú reglulega
reiðtygi, höfuðleður, múla og tauma
til tólf landa en fluttar hafa verið út
vörur til rúmlega tuttugu landa.
„Við seljum til allra Norður-
landanna, Þýskalands, Belgíu,
Austurríki, Sviss, Hollands, Frakk-
lands og Bandaríkjanna svo dæmi
séu nefnd,“ segir Guðmundur en
Ástund hefur rekið eigið söðlaverk-
stæði frá árinu 1985 þar sem reið-
tygi og hnakkar eru smíðaðir.
Og það er ekki bara reiðtygin
sem seljast út um allan heim því
nú stefnir í metár í sölu hnakka.
„Við erum lítið fjölskyldufyrirtæki
sem hefur vaxið frá byrjun. Og það
gengur bara ljómandi vel,“ segir
Guðmundur.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
ÚtráS HeStamennSka
Selja reiðtygi um heim allan
Feðgarnir Arnar Guðmundsson og Guðmundur Arnarsson í Ástund. ljósmynd Hari
Ástund heldur upp á 35 ára afmæli sitt um þessar myndir. Gríðarleg aukning hefur verið í út-
flutningi á hestavörum á undanförnum árum, sérstaklega á reiðtygjum.
10 fréttir Helgin 18.-20. nóvember 2011