Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Síða 56

Fréttatíminn - 18.11.2011, Síða 56
Kynning 56 bækur Helgin 18.-20. nóvember 2011  unga ástin mín fimm ára Nýjungar frá Ungu ástinni minni B arnabókaútgáfan Unga ástin mín fagnaði fimm ára starfsafmæli sínu í sumar og er framkvæmdastjóri fyrirtækisins og eigandi þess, Sara Hlín Hálfdanardóttir, afar þakklát fyrir viðtökurnar sem fyrirtækið hefur fengið en það hefur vaxið ár frá ári, þrátt fyrir kreppu. Hverju þakkarðu helst velgengni fyrirtækisins? „Ég held að það séu nokkrir þættir sem skipta máli. Í fyrsta lagi reynum við að velja vandaðar bækur sem eru í senn fræðandi og fallegar og endast vel. Í öðru lagi höfum við reynt að halda verði eins lágu og hægt er og hefur sá þáttur verið mér mikið hjartans mál. Mér finnst mikil- vægt að sem flestir geti keypt bækurnar okkar, því að þó illa ári hættum við ekki að halda upp á afmæli barnanna eða gefa jólagjafir. Þá held ég að starfsfólk skipti lykilmáli þegar fyrirtækj- arekstur er annars vegar og vel- gengni í þeirri starfsemi. Unga ástin mín hefur alltaf verið mjög lánsöm með starfsfólk sem hefur verið tilbúið að leggja hjarta og sál í að byggja fyrirtækið upp með okkur. Ég er óendanlega þakklát starfsfólki mínu og á því allt að þakka fyrir það hvað Unga ástin mín gengur vel. Ég held því að vandaðar bækur, sanngjarnt verð og frábært starfsfólk sé formúla sem virkar bara nokkuð vel “, segir Sara. nýjar bækur fyrir 5-11 ára Frá upphafi hefur Unga ástin mín lagt mikla áherslu á bækur fyrir yngstu börnin, en forlagið hefur verið að prófa sig áfram með útgáfu bóka fyrir eldri börn. „Í ár gefur forlagið út 14 nýjar bækur og þar á meðal eru tvær bækur sem eru fyrir krakka á aldrinum 5-11 ára. Ég gat ekki látið það ógert að gefa út þessar bækur, þær eru bara svo ótrúlega flottar“, heldur Sara áfram. Bókasöfn og gjafapokar Unga ástin mín leitast alltaf við að koma með eitthvað nýtt og öðruvísi á markað. Í ár gefur forlagið út fjóra kassa sem heita Litlu bókasöfnin mín, en hvert bókasafn inniheldur 6 bækur með fallegum ljósmyndum og heitum þeirra hluta sem þær sýna. „Mér fannst tilvalið að prófa að koma með þessa nýjung á markað á Íslandi, enda eru þetta bara svo krúttlegar bækur sem fara vel í hendi fyrir þau allra minnstu.“ Unga ástin mín lét nýlega hanna og framleiða fallega gjafapoka í tveimur stærðum með merkimiða á sem eru seldir í flestum verslunum sem selja bækurnar. „Hugmyndin með þeim er að auka þjónustuna við þá sem kaupa bækurnar okkar til tækifærisgjafa. Það getur stundum verið tímasparandi og þægilegt að stökkva út í búð og grípa með bók, poka og merki- miða og fá það allt á einum stað og borga sanngjarnt verð fyrir. Við hljótum öll að vera sammála um það,“ segir Sara og óskar öllum gleðilegra jóla.Lesandinn fer gagn- virka og fræðandi ferð um risaeðlusafnið í þessari bók, og kemur við á rannsóknarstofu fornlíffræðinga þar sem hægt er að skoða steingervinga í skúffum, horfa í smásjá og skoða stærðarkvarða dýra. Magnaðar og vel gerðar lyftimyndir gera bókina einstaklega áhrifamikla. Bók fyrir 5-11 ára. Valva er mesta vandræðanorn sem sest hefur á skólabekk í Nornaskóla Teklu, enda er hún bæði óheppin og uppátækja- söm. Frábær bók fyrir 7-11 ára krakka Sara Hlín Hálfdanardóttir er hér, ásamt dóttur sinni Hugrúnu Evu, með gjafapoka sem Unga ástin mín lét nýlega framleiða. Litlu bókasöfnin mín eru í fjórum mismunandi kössum: Farartækin, Leikur að læra, Klár kríli og Í sveitinni. Frábærar bækur fyrir börn frá 6 mánaða sem henta vel í skóinn og í jólapakkann. U ndir Rökkurhæðunum kúrir úthverfi borgarinn-ar Sunnuvíkur. Einhvern veginn gerðist það að nafnið festist við hverfið, líklega vegna þess hversu vel það á við. Rökk- urhæðir hvíla jú að stórum hluta í skugganum af hæðunum. Þar uppi, í hvarfi frá hverfinu, stendur sundurtætt fjölbýlishúsalengja. Enginn veit með vissu hvað gerðist þarna uppfrá - yfirnátt- úrulegir atburð- ir segja sumir, hryðjuverk segja aðrir – en eitt er víst: Upp í Rústir mega krakkarnir ekki fara! Það er ýmislegt á seyði í Rökkur- hæðum. Sumt óhugnanlegt annað beinlínis hræðilegt …. Ekki framhaldssögur Bókaflokkurinn um íbúana í Rökkurhæðum er skrifaður fyrir unglinga. Þó þetta sé bókaflokkur eru þetta eru ekki framhalds- sögur, bækurnar má lesa í hvaða röð sem er. Höfundar bókanna eru Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elín Hassell. Aðspurðar segjast þær hafa langað til að skrifa saman bækur en samt ekki. Þá kom upp sú hugmynd að skapa heim þar sem jafn ólíkir rithöfundar og þær eru gætu skrifað sögur sem tengd- ust án þess að þurfa að skrifa bækurnar í sameiningu. Teng- ingin er alfarið í gegnum hverfið Rökkurhæðir og er hver bók sjálf- stæði eining sem er efnislega óháð hinum; hver bók getur staðið án hinna. Samt getur það gerst að at- burður í einni bók dýpki skilning á einhverju sem gerðist í annarri, til dæmis getur aðalpersóna bókar birst sem aukapersóna í einhverri hinna bókanna og lesandinn fær því smátt og smátt heilsteyptari mynd af hverfinu og íbúum þess. Fyrstu tvær bækurnar í flokkn- um: Óttulundur og Rústirnar eru komnar í verslanir og næsta vor er þriðja bókin, Kristófer, væntanleg. Mikilvægi unglingabóka Bókabeiturnar Marta Hlín og Birgitta Elín er nýútskrifaðir meistarar í náms- og kennslu- fræðum með íslensku og íslensku- kennslu sem sérgrein. Það er þó fjarri þeim að ætla að kenna unglingum eitthvað sérstakt með bókunum, markmiðið er eingöngu það að fá þá til að lesa eitthvað skemmtilegt! Þetta eru ekki bækur með boðskap heldur bara hryllilega spennandi unglinga- bækur. Það var samt í gegnum kenn- aranámið sem áhuginn beindist að barna- og unglingabókum og því hvernig unnt væri að fá krakka til að lesa meira. Helstu niður- stöðurnar voru að besta leiðin væri að láta þau hafa spennandi og skemmtilegar bækur. Í kennslu á unglingastigi virðist mesta áherslan vera á að nemendur lesi fornsögur og góð- bókmenntir en minna um að lesn- ar séu unglingabækur sem jafnvel virðast litnar hornauga. Unglinga- bækur geta þó verið fín brú úr barnabókum yfir í aðrar bækur og ætti ekki að líta framhjá þeim þegar stefnt er að því að efla læsi og lestrarmenningu unglinga. Rökkurhæðir eru góður val- kostur fyrir þá sem hafa gaman af spennu og hrolli. Það er því ekki ólíklegt að það verði spennandi pakkar undir trénu hjá ein- hverjum ungling- um þessi jólin.  Kynning Unglingahrollvekja Rökkurhæðir Góður valkostur fyrir þá sem hafa gaman af spennu og hrolli

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.