Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Qupperneq 37

Fréttatíminn - 18.11.2011, Qupperneq 37
og við eigum margar gæðastundir saman mæðgurnar. Núna hef ég mjög gaman af vinnunni, þó að hún sé sjö daga vikunnar frá morgni til kvölds. En eftir að ég keypti Bað- húsið aftur árið 2009 hef ég tekið reksturinn mjög föstum tökum og kann miklu betur á hann núna en þegar ég byrjaði fyrst. Ég er mjög passasöm og það fara allir reikn- ingar í gegnum mig. Reksturinn hefur líka aldrei gengið betur og ég er núna með á fjórða þúsund kúnna og 40 starfsmenn í vinnu.“ Linda gerir að sjálfsögðu ekki upp á milli viðskiptavina en hjá henni eru margar konur sem hafa verið fastakúnnar í áraraðir, en Lindu finnst einnig sérstaklega gleðilegt að ungar stelpur kjósi að koma í Baðhúsið. „Þær vilja vera lausar við að fara málaðar í ræktina, eða að vera undir þeirri pressu að vera í nýjasta fatnaðinum. Hér styrkjum við konur í að vera eins og þær eru. Þessar staðalímyndir eru orðnar algjört rugl. Það eru bara örfá súpermódel í öllum heiminum, en við hinar ekki. Þessar sárafáu eiga svo að ráða því hvernig allar kon- ur eru. Það sem verður að hamra á við ungar stelpur er að það er búið að vinna myndirnar sem þær sjá í blöðum. Það lítur enginn svona út nema eftir photoshop. Þetta er stór- hættulegt og ýtir undir þráhyggju, átraskanir og alls konar vitleysu.“ Nennir ekki að velta sér upp úr hruninu Linda Pétursdóttir segist sátt við þann stað sem hún er á í lífinu um þessar mundir. En þrátt fyrir að vera áberandi og afkastamikil segist hún ekki hafa áhuga á að fara í stjórnmál, eða tjá sig mikið um hrunið. „Það er fullt af fólki að vinna við þetta. Ég hvorki get né nenni að vera að velta mér upp úr þessum hlutum daginn út og inn. Auðvitað fór margt úrskeiðis hér sem verður að fara í saumana á. En við megum heldur ekki haga okkur eins og við séum ein í heiminum. Við höldum oft að við séum nafli alheimsins. Það er stundum eins og ekkert hafi gerst í efnahagsmálum í heiminum nema á Íslandi. Við erum alltaf aðal. En það er partur af þjóðarsál- inni og getur auðvitað verið gott líka,“ segir Linda og brosir. Hún segist eiga þann draum að búa aftur á vesturströnd Norður- Ameríku, sem hún kallar sína para- dís. Í framtíðinni vill Linda eiga heimili þar og á Íslandi. Og Linda Pétursdóttir kvartar ekki undan því að losna ekki við fegurðartitilinn. „Fyrrverandi ungfrú heimur... það gæti alveg verið verra, er það ekki?,“ segir hún og hlær innilega áður en við klárum síðustu löggina úr kaffibollunum og kveðjumst. NÝTT DOVE MEN+CARE DOVE MEN+CARE inniheldur rakaeindir (micromoisture) sem hjálpa húðinni að viðhalda eðlilegu rakastigi. Í rakaeindunum eru olíur sem virka um leið og DOVE MEN+CARE kemst í snertingu við húðina. Húðin verður ekki fitug viðkomu heldur náttúrulega rök og mjúk. LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL Í EIGIN SKINNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.