Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Side 4

Fréttatíminn - 02.12.2011, Side 4
Ríkisstjórnin hefur afgreitt 164 verkefni af 222 Áttræð stóra systir skrifar sögu bítilsins George Í vikunni voru tíu ár liðin frá dauða bítilsins George Harrison, en hann dó 58 ára gamall úr lungnakrabbameini. Hann var annar fjögurra liðsmanna frægustu popphljómsveitar veraldar, The Beatles, til að kveðja þennan heim en John Lennon var skotinn til bana í New York árið 1980. Margt hefur verið skrifað um bítlana fjóra og hljómsveitina og nú ætlar áttræð stóra systir George, Louise Harrison, að segja sína sögu hins heimsfræga og dáða bróður, að því er fram kemur í bandaríska blaðinu Sarasota Herald-Tribune. Louise var búsett í Bandaríkjunum þegar Bítl- arnir komu þangað í fyrsta sinn árið 1964 og gerðu allt vitlaust eftir að þeir komu fram í þætti Ed Sullivan. Louise heldur því fram að hún hafi átt sinn þátt í því að hljómsveitin kom fram í þættinum. Í bókinni verður meðal annars greint frá bréfaskiptum systkinanna og sýndar áður óbirtar myndir. - jh Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur samkvæmt tilkynningu af- greitt 164 þeirra 222 verkefna sem hún setti sér í samstarfs- yfirlýsingu. Í samstarfsyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar eru tilgreind 222 verkefni sem hún ætlaði að einbeita sér að á kjörtímabilinu. Forsætisráðuneytið segir í til- kynningu að af þessum málum séu 164 afgreidd eða afgreidd að mestu. Þau mál eru merkt græn. Gula stöðu fá mál sem afgreidd hafa verið að hluta eða eru í vinnslu en þau eru 58. Rauða stöðu fá mál sem ekkert hefur verið átt við en samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins er ekkert mál rautt. Viðvarandi verkefni eru 89. Í þeim flokki eru ýmis verkefni samstarfsyfirlýsingarinnar sem eru þess eðlis að þeim mun aldrei ljúka þar sem þau fela í sér almenna stefnumörkun um breytingar án tiltekins lokamarkmiðs. Yfirlit um málin er aðgengilegt á heimasíðu ríkisstjórnarinnar. - jh veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Hvöss A-átt og snjókomA um tímA sunnAnlAnds en skAfRenninguR víðA AnnARs stAðAR. vægt fRost. HöfuðboRgARsvæðið: SNJókoMa uM TÍMa FRaMaN aF dEGi, EN LéTTiR SÍðaN TiL. fRemuR Hæg n- og nv-átt þegAR kemuR fRAm á dAginn. dálítil él, en léttiR til sunnAn og suðAustAntil. HARðnAndi fRost. HöfuðboRgARsvæðið: SMÁ éL aNNað vEiFið, HæGuR viNduR oG FREMuR kaLT. blástuR Af noRðRi og kAlt í veðRi. él eðA snjókomA noRðAustAn- og AustAn- lAnds og stutt veRðuR í él undAn ReykjAnesi. HöfuðboRgARsvæðið: NoRðaN BLÁSTuR oG 5 TiL 8 STiGa FRoST. Húfur, treflar og góðir vettlingar allar líkur eru á því að kuldaboli verði hér alls ráðandi fram yfir helgi. Ekki nóg með það heldur sýnist mér að leysingar sem orð er á gerandi sé ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi 10. til 12. desember. Í dag, föstudag, fer lægð til austurs sunnan við landið. Það þýðir byl með snjókomu um tíma sunnan -og suðaustanlands. Sennilega einnig á höfuðborgarsvæðinu. annars hvasst og skafrenningur. Hæg N-læg átt á laugardag með smá éljum, þó ekki sunnantil. Á sunnudag ákveðnari N-átt og þéttari él norðaustan- og austanlands. Herðir þá frostið að nýju. 2 1 7 5 0 4 6 6 5 4 7 7 9 6 5 Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Miðborgin okkar! Hundruð verslana og veitingahúsa bjóða vörur og þjónustu. Sjá nánar auglýsingu á bls. 33 og á www.miðborgin.is Michelsen_255x50_B_0911.indd 1 28.09.11 15:10 Minnum á teiknisamkeppni Skólamjólkurdagsins fyrir 4. bekkinga Hægt er að skila inn myndum fram að jólafríi til Mjólkursamsölunnar, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar á www.ms.is Mjólk er góð! e kki er talin þörf á að breyta lögum hér á landi í kjölfar fjöldamorðanna í Noregi í sumar. Farið var yfir verklags- reglur í innanríkisráðuneytinu og hjá lögreglu. „Ráðherra telur ekki þörf á frekari aðgerðum umfram það, eins og sakir standa,“ segir í svörum ráðuneytisins við fyrir- spurn Fréttatímans. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði í Háskólanum og af- brotafræðingur, bendir á að ekkert sé því til fyrirstöðu að dusta rykið af 211. grein hegningarlaga og dæma menn í ævilangt fangelsi fyrir fjöldamorð. „Það er svipað og með málskotsrétt forseta. Sumir héldu lagabókstafinn dauðan þar sem honum hafði aldrei verið beitt, en hann var þarna. Ég sé því ekki neitt því til fyrirstöðu að blása lífi í þennan lagabókstaf ef svo ber undir.“ Árni Helgason lögmaður tekur undir það og segir klárlega heim- ildir hjá dómstólum til að dæma í ævilangt fangelsi. „En ef þeir færu í að tímabinda dóm gætu þeir að hámarki miðað við tuttugu ár.“ Hann segir þó að sá sem hlyti dóm ævilangt ætti rétt á að skoðað yrði hvort hann fengi reynslulausn. Árni skrifaði um manndrápsdóma á Vísindavef Háskólans. Þar kemur fram að í héraðsdómi hafi tvívegis fallið fangelsisdómar þar sem menn eru dæmdir til ævilangrar fang- elsisvistar, en Hæstiréttur hafi í bæði skiptin mildað refsinguna og tímabundið dómana. Anders Behring Breivik myrti 77 þann 22. júlí í Ósló og Útey. Nú í vikunni var hann talinn ósakhæfur af réttargeðlæknum. Matið, sem er á rúmum 240 síðum, hefur verið harðlega gagnrýnt og æ fleiri sér- fræðingar í hryðjuverkum vilja að það verði allt gert opinbert, sam- kvæmt Aftenposten. Í matinu segir að ranghugmyndir hafi stýrt öllu sem Breivik gerði frá árinu 2006. Helgi segir að til lengri tíma sé alltaf sú hætta fyrir hendi að hér verði slíkt ódæði eins og í Noregi framið. „Menn sjá hvað Breivik komst langt. Hann undirbjó sig í átta ár án þess að vera stöðvaður. Þetta er mál sem menn munu miða sig við og hætta er á að öfgahópar með pólitísk markmið geti litið til þessa atburðar, því hann fer í sögu- bækurnar,“ segir Helgi og vísar til dæmis til sprenginga Timothy McVeigh í Oklahoma og skotárása nemenda í Columbine í Bandaríkj- unum og svo í skólum víða. Helgi segir að engin ein við- búnaðaráætlun stjórnvalda geti útilokað svona stórfellda hryðju- verkaáras. „En það verða að vera viðbragðsáætlanir þegar upp koma stórfelld tjón, hvort sem er af manna- eða náttúruvöldum,“ segir hann. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  dómstólar YFirvöld Fóru YFir regluverk og verklagsreglur Fjöldamorðingi gæti farið í íslenskt fangelsi ævilangt Ekki þarf að breyta íslenskum lögum til að taka á fjöldamorði líku því sem varð í Noregi í sumar. afbrotafræðingur og lögmaður telja báðir ekkert því til fyrirstöðu að dæma slíka menn í ævilangt fangelsi ef svo ber undir. Það hefur þó aldrei verið gert í Hæstarétti. Lögreglan á Íslandi var sett í viðbragðs- stöðu þegar fréttist af sprengingu Breiviks í ósló og óljósar fréttir fóru að berast frá Útey. „Í fyrstu var ekki vitað hverjir voru að verki og ekki hægt að útiloka að stórtæk hryðjuverkasamtök stæðu fyrir árásunum. Þar sem Noregur er okkar næsta frændþjóð var lögreglan í viðbragðsstöðu,“ segir Gylfi Gylfason, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra. „En þegar við áttuðum okkur á hvers eðlis var og að þarna væri einfari á ferð, þá var viðbragðsástandi aflétt.“ Gylfi segir erfitt að koma í veg fyrir hryðjuverk einfara nema að lögregla fái ábendingu eða fyrir liggi grunur.Skýrar viðbragðsáætlanir séu hins vegar til taks komi til hryðjuverka. - gag Lögreglan var í viðbragðsstöðu Breivik hefur verið greindur geðveikur og ósakhæfur eftir að hann drap 77 í sumar. Hægt væri að dæma fjöldamorðinga hér á landi í ævilangt fangelsi. 4 fréttir Helgin 2.-4. desember 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.