Fréttatíminn - 02.12.2011, Síða 8
Sextíu og þrír hætta hjá Íslandsbanka
OECD reiknar með
hóflegum hagvexti
Efnahags- og framfarastofnunin, OECD,
reiknar með því að hagvöxtur hér á landi
verði hóflegur næstu ár. Spáir stofnunin
því að hagvöxturinn verði 2,4 prósent á
næsta ári og einnig 2,4 prósent árið 2013.
Þess er vænst að hagvöxtur verði drifinn
áfram af einkaneyslu og fjárfestingu
einkaaðila, meðal annars í orkufrekum
iðnaði. Reiknar stofnunin með því að
einkaneysla vaxi um 3,1 prósent árið 2012,
að sami vöxtur verði 2013, að fjárfesting
vaxi um 14,2 prósent á næsta ári og 4,1
prósent árið 2013. Spáð er heldur hraðari
hagvexti hér á næsta ári en í flestum
aðildarríkjum en spáð er 1,6 prósent hag-
vexti í þeim á næsta ári og 2,3 prósent árið
2013. Að mati OECD verður atvinnuleysi
hérlendis 6,1 prósent á næsta ári og 5,3
prósent árið 2013. Stofnunin spáir því að
verðbólgan hér hjaðni, verði að meðaltali
4,1 prósent á næsta ári og 2,8 prósent árið
2013. - jh
Hvammstangi og Borð-
eyri í eina sæng?
Kosningar um sameiningu sveitarfélag-
anna Bæjarhrepps og Húnaþings vestra
fara fram laugardaginn 3. desember.
Kjörstaðir verða bæði á Hvammstanga
og á Borðeyri, að því er fram kemur í
tilkynningu innanríkisráðuneytisins.
Sameining sveitarfélaganna tveggja hefur
verið til umfjöllunar undanfarin misseri. Í
Húnaþingi vestra eru liðlega 1.100 íbúar en
um 100 manns búa í Bæjarhreppi. Haldnir
hafa verið fundir með íbúum beggja
sveitarfélaganna til að fjalla um fyrir-
hugaða sameiningu og fyrir liggur skýrsla
um áhrif sameiningar. -jh
Styrkur vegna jólaljósa
í Borgarnesi
Meðal sparnaðaraðgerða sveitarfélagsins
Borgarbyggðar þetta árið var að spara
uppsetningu og rekstur jólaljósa við götur
í Borgarnesi. Með því átti að spara um eina
milljón króna. Óánægju hefur gætt vegna
þessa í röðum íbúa og ekki síst verslunar-
eigenda sem þótti bær án jólaljósa ekki
skapa réttu stemninguna, að því er Skessu-
horn greinir frá. Farsæl málalok liggja hins
vegar fyrir þar sem 10-15 fyrirtæki tóku
höndum saman og styrktu sveitarfélagið
til að setja upp jólaljós eins og verið hefur
um árabil. Þá kom Rarik einnig til móts við
fyrirtækin og sveitarsjóð og lækkaði gjald
fyrir uppsetningu skreytinganna. Allir hafa
því, segir Skessuhorn, tekið gleði sína að
nýju í vel upplýstu Borgarnesi. - jh
Alls var 42 starfsmönnum var sagt upp af
Íslandsbanka í kjölfar sameiningar bank-
ans og Byrs, 16 körlum og 26 konum. Auk
þess var gengið frá starfslokum 21 starfs-
manns þar sem hluti fer á eftirlaun en aðrir
hætta að eigin ósk. Þá verða tímabundnir
samningar ekki endurnýjaðir. Fram hefur
komið að um tveir þriðju þeirra 42 sem
sagt var upp hafi verið starfsmenn Byrs. Í
tilkynningu bankans, fyrr í vikunni, segir að
um óhjákvæmilegar hagræðingaraðgerðir
hafi verið að ræða. Veitt er ráðgjöf og
aðstoð við starfsmenn við atvinnuleit auk
þess sem boðið verður upp á sálfræðiað-
stoð fyrir þá sem þess óska. - jh
MedicAlert UM fiMM þúsUnd MerkisberAr hérlendis
Lífsnauðsynlegar upp-
lýsingar á svipstundu
MedicAlert-merki geta skipt sköpum um upplýsingagjöf fyrir þá sem koma að sjúklingi í neyð,
hvort heldur er hér eða ytra, hvenær sem er sólarhringsins. MedicAlert eru alþjóðleg öryggis-
samtök en rekin hér undir verndarvæng og með stuðningi Lionshreyfingarinnar.
U m fimm þúsund merkis-berar eru hér á landi með MedicAlert-merki um úln-
lið eða háls með neyðarnúmeri og
upplýsingum um sjúkdóm sinn.
Þegar læknar, hjúkrunarfræðingar,
sjúkraflutningamenn, lögregluþjón-
ar eða aðrir koma að sjúklingi í neyð
geta þeir með aðstoð MedicAlert
fengið lífsnauðsynlegar upplýsingar
á svipstundu en þær geta gert út-
slagið um gang mála í meðferð við-
komandi sjúklings. Auk sjúkdóma
er skrá yfir ofnæmi fyrir ákveðnum
lyfjum eða matvælum og lyfja- og
hjálpartækjanotkun.
MedicAlert eru alþjóðleg ör-
yggissamtök, rekin án ágóða, sem
veita upplýsingar um merkisbera á
neyðarstundu. Samtökin eru rekin í
þágu almennings til að þjónusta þá
sem eru með einhverja sjúkdóma
sem þeir gætu þurft að láta vita af ef
eitthvað kemur fyrir þá á almanna-
færi. MedicAlert á Íslandi er sjálfs-
eignarstofnun sem stofnuð var 1985
fyrir tilstilli Lionshreyfingarinnar
hér á landi og er rekin undir vernd-
arvæng hennar. Stofnunin starfar
með leyfi MedicAlert Foundation
International sem stofnuð var í Kali-
forníu árið 1956. Höfuðstöðvarnar
þjóna milljónum merkisbera í meira
en fjörutíu löndum.
Um er að ræða þríþætt kerfi:
Merki úr málmi, plastspjald með
ákveðnum upplýsingum auk tölvu-
skrár. Merkið er borið um háls
eða úlnlið. Plastspjaldið, sem er í
kreditkortastærð fyrir veski, er með
fyllri upplýsingum. Í tölvuskrá eru
síðan upplýsingar í vörslu slysa- og
bráðadeildar Landspítalans. Þar er
gjaldfrjáls vaktþjónusta allan sólar-
hringinn fyrir neyðarnúmer Me-
dicAlert. Á merkið eru skráð þrjú
atriði: Símanúmer vaktstöðvar á Ís-
landi, sem hringja má í alls staðar
að úr heiminum án endurgjalds.
Sjúkdómsgreining eða áríðandi
upplýsingar um viðkomandi og
persónunúmer sem veitir aðgang
að upplýsingum á tölvuskrá slysa-
og bráðadeildar. Neyðarlínan er í
samvinnu við MedicAlert á Íslandi.
Allar upplýsingar á vaktstöð eru
trúnaðarmál og aðeins veittar þeim
sem hefur MedicAlert-númer merk-
isberans.
Aðildarfélög á Íslandi eru, auk
Lionshreyfingarinnar: Blæðara-
félag Íslands, Gigtarfélag Íslands,
Hjartaheill – landssamtök hjarta-
sjúklinga, Lauf – landssamtök
áhugamanna um flogaveiki, Míg-
rensamtökin, SÍBS, Samtök syk-
ursjúkra, Sjálfsbjörg og Félag að-
standenda Alzheimers-sjúklinga á
Íslandi.
Lúðvík Andreasson tók við sem
formaður MedicAlert á Íslandi í
apríl síðastliðnum. Hann leggur
áherslu á gildi merkisins hvar sem
er í heiminum og það á öllum tím-
um sólarhringsins. Lúðvík segir að
þegar starf Lionsklúbbanna hefjist
á haustin skipi hver og einn klúbb-
ur sérstakan MedicAlert-fulltrúa
en á landinu öllu eru yfir 80 Lions-
klúbbar. Þessir fulltrúar sjá til þess
að dreifa bæklingum og umsókn-
areyðublöðum á hverja heilsugæslu-
stöð, lyfjabúð og sjúklingamóttöku.
Rekstur MedicAlert hefur verið
í járnum undanfarin ár en fjöldi
Lionsklúbba hefur styrkt samtökin
með fjárframlögum. Árgjöld merk-
isbera, sem tekin voru upp fyrir
nokkrum árum, létta reksturinn en
ýmsir eru undanþegnir þeim, börn
að 18 ára aldri og ævifélagar sem
fengu merki fyrir samþykkt um
árgjöld. Auk Lionsklúbba styrkja
Actavis og MP Banki MedicAlert.
Lúðvík segir Actavis vera fyrsta
fyrirtækið sem gert hafi samning
við samtökin til þriggja ára og greiði
200 þúsund krónur á ári.
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Lúðvík Andreasson, formaður
MecicAlert á Íslandi. Ljósmynd Hari.
Strandgata 3 600 Akureyri I Sigtún 42 105 Reykjavík
Sími: 460 4700 I www.iv.is I iv@iv.is
Hafðu samband við
ráðgjafa okkar í síma
460 4700 eða kynntu
þér málið á www.iv.is
Fjárfestu í sjóði til efri áranna
Þú greiðir ekki fjármagnstekjuskatt fyrr en við sölu eigna í sjóði
50% afsláttur af söluþóknun sjóða fram til 16. desember
Hagkvæm og fagleg eignastýring
Hátt vægi ríkistryggðra eigna
Svava í 17 í end-
urfjármögnun
Tískuvöruverslanarisinn NTC, sem
rekur meðal annars verslanir undir
nafni Gallerí 17 og er í eigu Svövu
Johansen, betur þekktrar sem Svövu
í 17, hagnaðist um 21 milljón á síðasta
ári. Félagið er þó enn gífurlega
skuldsett. Skuldir þess nema um 1,7
milljarði og er eigið fé þess neikvætt
um 484 milljónir umfram eignir. Eftir
því sem fram kemur í ársreikningi
NTC fyrir árið 2010 stendur félagið
í viðræðum við viðskiptabanka sinn
um endurfjármögnun lána auk þess
sem félagið stendur í stappi við sama
banka um uppgjör á framvirkum
gjaldeyrissamningum. -óhþ
Bankinn afskrif-
ar 320 milljónir
Föt og skór ehf, sem rekur meðal
annars Herragarðinn og Hugo
Boss-verslanir í Kringlunni og
Smáralind,
stendur
í fjár-
hagslegri
endurskipulagningu þessa
dagana. Samkvæmt ársreikn-
ingi félagsins fyrir árið 2010
var eigið félagsins neikvætt
um 488 milljónir. Samkvæmt
sama ársreikningi felst endur-
skipulagningin í því að bankinn
afskrifar 320 milljónir af
skuldum félagsins, félagið tekur
tvö ný lán upp á 240 milljónir
annars vegar og 120 milljónir
hins vegar og fær 40 milljóna
króna yfirdrátt. Ljóst er þó að
taka þarf til í rekstri búðanna
því rekstrartap varð bæði árin
2010 og 2009. -óhþ
Hættulegir
Sprota-brúsar í
umferð
Landsbankinn biður alla viðskipta-
vini sína sem sótt hafa sér Sprota-
drykkjarbrúsa að skila þeim vegna
slysahættu fyrir börn. Dæmi
eru um að tappi brúsans
hafi losnað þegar barn
drakk úr brúsanum og
lét einn viðskiptavinur
bankann vita af því.
Eva Sigrún Óskars-
dóttir, sérfræðingur á
öryggissviði Neytenda-
stofu, segist ekki hafa
heyrt af álíka dæmum
vegna drykkjarbrúsa.
Ekki sé heldur að sjá að slíkt hafi að
undanförnu komið upp í Evrópu.
Bankinn hefur sent forráða-
mönnum barna í viðskiptum bréf,
beðist velvirðingar og þess óskað
að viðskiptavinir fargi brúsum eða
skili þeim í næsta útibú. - gag
leiðrétting
Heyrnartækni
Í síðasta tölublaði Frétta-
tímans misritaðist nafn
fyrirtækisins Heyrnartækni
í kynningargreininni „Heims-
ins minnstu heyrnartæki
skila notendum skjótum
árangri“, vantaði þar eitt n
í seinni hluta nafnsins. Leið-
réttist það hér með.
8 fréttir Helgin 2.-4. desember 2011