Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Qupperneq 14

Fréttatíminn - 02.12.2011, Qupperneq 14
Helmingur brottfluttra úr borginni 24 til 35 ára Fleiri hafa flutt frá Reykjavík til útlanda en til borgarinnar frá hruni. Er munurinn 2.205 talsins. Alls hafa 2.734 íslenskir ríkisborgarar flutt sig úr borginni og úr landi umfram þá sem fluttu hingað frá útlöndum. Útlendingum hefur hins vegar fjölgað um 529 í höfuðborginni frá hruni. Alls fluttu 7.044 erlendir ríkisborgarar úr höfuðborginni til útlanda en 7.573 settust að í Reykjavík. Þetta kemur fram í svörum borgarstjóra við fyrirspurn sjálfstæðismanna í borgarráði. Þeir spurðu um menntun þeirra brottfluttu en upplýsingar þar að lútandi lágu ekki fyrir. Sjálfstæðismenn spurðu einnig um aldursskiptingu og sjá má að helmingur þeirra brottfluttu, umfram þá sem hingað fluttu, eru á aldrinum 24 til 35 ára. - gag Segja gjafabréf renna of fljótt út Neytendasamtökin telja gildistíma gjafabréfa of stuttan. Samtökin fá fjölmargar kvartanir vegna gjafabréfa á ári hverju og er umkvörtunarefnið yfirleitt það að gjafabréfin séu runnin út. Frá þessu segir á heimasíðu samtakanna. Samkvæmt könnun samtakanna á vinsælum gjafabréfum, eins og til að mynda hjá flugfélögum, þá gilda gjafabréfin í eitt ár hjá Icelandair en tvö ár hjá Iceland Express. Neytendasamtökin vilja lengja gildistíma bréfanna upp í fjögur ár sem er jafnlangur tími og almennur fyrningarfrestur krafna. -óhþ Dregið úr niðurskurði til sjúkrahúsa Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra hefur lagt til, við aðra umræðu fjárlaga, að dregið verði úr þeirri hagræðingarkröfu sem gerð var til sjúkrahúsa og heil- brigðisstofnana í fjárlagafrumvarpinu og að framlög til þeirra verði aukin um samtals 391,2 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu velferðarráðu- neytisins. Þar segir enn fremur að ráðherrann leggi sérstaka áherslu á samráð við stjórnendur heilbrigðis- stofnana við gerð fjárlaga. Megináherslan hefur verið lögð á, segir ráðuneytið, að tryggja að stofnanirnar hafi, þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir, svigrúm til að veita þá þjónustu sem lög um heilbrigðisþjónustu gera ráð fyrir og að tryggja öryggi landsmanna. - jh Þrjár milljónir í tap hjá Besta Besti flokkurinn tapaði rétt rúmum þremur milljónum á árinu 2010 samkvæmt ársreikningi sem birtur er á vefsvæði Ríkisendur- skoðunar. Þetta var fyrsta starfsár flokksins en hann bauð fram í fyrsta sinn í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík á síðasta ári. Árangurinn var glæsi- legur: Flokkurinn fékk sex menn í borgar- stjórn og Jón Gnarr, oddviti flokksins, varð borgarstjóri. Tekjur flokksins námu tæpum átta milljónum en kostn- aðurinn var um ellefu milljónir. Atlantsolía og Skólavefurinn voru stærstu styrktaraðilar framboðsins en hvor um sig styrkti flokkinn um 100 þúsund krónur. -óhþ V innustofa Atla Hilmarssonar, VAH, vann nýlega til tvennra verðlauna Alþjóðasamtaka upp- lýsingahönnunar, IIID, sem veitt voru á ráðstefnu samtakanna á Taiwan. Verð- launaverkefnin eru leiðarmerkingar í tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu og upplýsingakerfi og skilti á svæði í bygg- ingum í Háskóla Íslands. Verðlaunin, sem veitt eru á þriggja ára fresti, þykja mikil viðurkenning, að því er fram kem- ur í tilkynningu, og fela meðal annars í sér að umrædd verk hljóta kynningu og dreifingu víða um lönd. VAH hlaut verðlaunin í flokki sem kallast „Wayshowing“, eða vegvísar, en markmið þess flokks í grafískri hönnun er að auðvelda almenningi að átta sig á umhverfi sínu með einföldum og skil- merkilegum hætti. Alþjóðasamtök upplýsingahönnunar hafa bækistöðvar sínar í Vín í Austur- ríki. Meðlimir í IIID eru háskólar og listaskólar, grafískir hönnuðir, hönnun- arstofur og aðrir aðilar sem vinna að því að miðla upplýsingum. Vinnustofa Atla Hilmarssonar var stofnuð árið 2003. Atli lauk BA-námi frá Parsons, New York og MA-námi frá Kunstgewerbeschüle (Basel School of Design), í Basel. Eftir námið vann hann í nokkur ár í Þýskalandi meðal annars hjá Meta Design og KMS. Atli hefur verið stundakennari á Íslandi, í Þýskalandi og Austurríki frá árinu 1995. Hann hefur unnið sem hönnuður fyrir mörg heims- þekkt fyrirtæki og vörumerki. Atli var um árabil í Þýskalandi og vann meðal annars að hönnun fyrir sjónvarpsstöðina Prosieben, bílaframleiðendurna Audi, Volkswagen, Lamborghini og Seat auk þess sem hann hannaði útlit Pfandbrief- bank, sem er bankinn sem stofnaður var á rústum þeirra þýsku banka sem fóru á hausinn í hruninu. Atli hefur einnig unnið sem hönnuður fyrir þýsku járn- brautirnar, Deutsch Bahn, Heidelberg, Kirch Media og Novartis. Þá var Atli verkefnisstjóri við hönnun útlits á Glas- gow School of Arts. Með Atla vinnur Hörður Lárusson en hann hefur unnið á VAH frá árinu 2005. Hann útskrifaðist frá LHÍ vorið 2006 með BA-gráðu í grafískri hönnun. Hörð- ur hefur verið stundakennari við LHÍ síðan 2007 og sama ár var hann kjör- inn formaður FÍT. Hann á einnig sæti í stjórn Art Directors Club of Europe. Hörður hefur gefið út tvær bækur um íslenska fánann, fyrst bókina Fáninn, 2008, sem sýnir í fyrsta sinn tillögur almennings að hönnun íslenska fánans og síðan Þjóðfáni Íslands, 2011, Notkun, virðing og umgengni. Hönnuðir VAH hafa unnið að fjöl- mörgum verkefnum á síðustu árum sem vakið hafa athygli. Má þar meðal annars nefna hönnun merkja Veðurstofu Ís- lands, Faxaflóahafna, Háskólans á Akur- eyri, Hafnarborgar og fleiri. Þá hannaði VAH allt útlit landnámssýningarinnar 871 +-2 sem opnuð var í Aðalstræti fyrir fjórum árum. Auk fjölda viðurkenninga og verðlauna hlaut VAH menningarverð- laun DV árið 2008. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is  VAH Alþjóðleg VerðlAun fyrir grAfískA Hönnun Merkingarnar í Hörpu og HÍ verðlaunaðar VAH, vinnustofa Atla Hilmarssonar, vann til tveggja verðlauna Alþjóðasamtaka upplýsingahönnunar fyrir leiðarmerkingar í Hörpu og skilti í Háskóla Íslands. Verkefni hönnuða VAH hafa vakið athygli og hafa fengið fleiri viðurkenningar á undanförnum árum. Leiðarmerkingar í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi.Skilti í Háskóla Íslands. Umrædd verk hljóta kynningu og dreifingu víða um lönd. Ármúla 30 | 108 Reyk jav í k | S ími 560 1600 | w w w.borgun . i s J ó n s s o n & L e ’m a c k s • jl .i s • s Ía Góðir posar á hagstæðum kjörum Þjónusta allan sólarhringinn Viðskiptavinir á landsbyggðinni fá senda posa sér að kostnaðarlausu Mundu að panta posa fyrir jólaverslunina á www.borgun.is eða í síma 560 1600. Alltaf nóg að gera fyrir jólin! 14 fréttir Helgin 2.-4. desember 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.