Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 18
Við fengum of lítið til þess að geta gert allt það sem við gerðum áður. Björn Zoëga Konur fastar nálægt klósetti og þannig sýnd vanvirðing „Við fengum of lítið til þess að geta gert allt það sem við gerðum áður,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, spurður um sameiningu við St. Jósefsspítala. Flestir biðlistar hafa lengst. Til að mynda hefur legsigsaðgerðum fækkað um þriðjung. Ólafur Håkonsson, kven- sjúkdómalæknir sem vann á St. Jósefsspítala, segist sár yfir afdrifum spítalans. Þau séu vanvirðing við íslenskar konur. É g er afskaplega sár yfir lokun St. Jósefsspítala,“ segir Ólafur Håkans- son, kvensjúkdóma- læknir hjá Lækningu. Hann vann áður á St. Jósefsspítala. „Lokunin er þvílík vanvirðing við konur almennt á Íslandi. Það er engu lagi líkt.“ Aðgerðum vegna legsigs hefur fækkað um þriðjung eftir samein- ingu Landspítalans og St. Jósefs- spítala. Horft er til talna landlæknis fyrstu níu mánuða ársins. 130 konur hafa þurft að bíða í 43 vikur eftir því að komast í aðgerð vegna legsigs á Landspítala. Í fyrra var biðin á Landspítalanum fimm vikur en 26 til 52 vikur á St. Jósefsspítala. Allt eftir eðli aðgerðanna. „Umtalsvert fleiri aðgerðir vegna blöðru-, legs- eða endaþarmssigs og vegna þvagleka voru gerðar á St. Jósefsspítala og skýrir það að hluta langan biðlista sem var þar,“ segir Ólafur, enda hafi það verið sérsvið spítalans. Ólafur segir dæmið einfalt. Lengri bið eftir legsigs- og leg- námsaðgerðum þýði lengri van- líðan kvenna. „Ef segja á hlutina berum orðum þýðir það að konum heldur áfram að blæða eða eru bundnar nálægt klósetti, því þær eiga erfitt með að halda þvagi, jafn- vel hægðum. En svona viljum við ekki meðhöndla konur, þótt þetta sé staðreynd málsins.“ Vantar fólk og aðstöðu Ólafur samþykkir að bið eftir legsigsaðgerðum á St. Jósefsspítala hafi einnig verið löng. „En biðin hefur einfaldlega lengst.“ Hann segir einnig ansi miklu meira að gera á kvennadeild Landspítalans en að laga legsig, blöðru- og endaþarmssig. „Okkur [kvensjúkdómalæknum] var ekki tryggð nein aðstaða á kvennadeildinni,“ segir hann. Eftir sameininguna hafi læknar sem störfuðu á St. Jósefsspítala þurft að senda sjúklinga sína á biðlista Landspítalans og ekki haft, að mati Ólafs, mögu- leika á því að sinna konunum sem skyldi. „En við megum ekki gleyma því að það er margt, margt annað sem Landspítalinn þarf að gera. Það má því ekki segja að Landspítalinn vilji ekki sinna þessum konum. Það vantar til þess fólk og það vantar aðstöðu svo þessu verði sinnt á sama hátt og var.“ Landlæknir vill bíða og sjá Gróflega var hægt að skipta sérsviði St. Jósefsspítala í þrennt: Augnsteinaaðgerðir sem og hinar ýmsu aðgerðir á konum, svo sem legssigs- og brjóstaminnkunaraðgerðir. Þá voru gall steina- aðgerðir nokkuð algeng- 52,5%  Í fyrra voru gerðar 54 ófrjósemisaðgerðir á sjúkrastofnunum tveimur, St. Jósefs- spítala og Landspítalanum. Nú fyrstu níu mánuðina eru þær 19. Samdrátturinn nemur rúmum helmingi. Þessar aðgerðir voru þó ekki algengar á St. Jósefsspítala, því í fyrra voru aðeins gerðar þrjár þar. Svo lokun St. Jósefsspítala skýrir ekki þennan samdrátt. 4x Ellefu konur bíða eftir því að komast í ófrjósemisaðgerð á Landspítala og er biðin rúmar 45 vikur. Rúmlega fjórfalt lengri bið en í fyrra þegar hún var rúmar 10 vikur. 57%  Augnsteinaaðagerðir voru algengar á St. Jósefsspítala. 673 voru gerðar þar í fyrra og 1.528 á spítölunum til samans. Land- spítalinn gerði 496 slíkar fyrstu níu mán- uði ársins. Miðað við það hefur þessum aðgerðum fækkað um 57 prósent milli ára. Landspítalinn hefur því ekki tekið við þessum aðgerðum af St. Jósefsspítala og biðtíminn er rétt tæpt ár eða 51 vika. 32%  Nú bíður 591 eftir skurðaðgerð á augn- steini sem eru 142 fleiri en í júní. Þetta er meira en á sama tíma í fyrra þegar 532 biðu eftir aðgerð. Biðlisti lengdist um tæpan þriðjung frá því í júní.  já/nei Í tillögum verkefnisstjórnar velferðar- ráðuneytis vegna sameiningar St. Jósefs- spítala og Landspítala er áhersla lögð á að sem flestu starfsfólki verði gefinn kostur á að starfa áfram á sameinuðu sjúkrahúsi, að fagleg þekking haldist og að þjónusta við sjúklinga verði áfram góð. Er hún það? Frá skurðstofu Landspítala. Skorið er í þúsundir á ári hverju. Mynd/Inger Björn Zoëga, forstjóri Landspítala. Fram- hald á næstu opnuGlæsileg ítölsk leðursófasett í nokkrum gerðum ásamt sófaborðum ofl. á tilboðsverði !"#$%& '()&*&+,)&-.&*&-/&*&012)&-.&*&-3&*&425)&-6&*&-3 Venice leðursófasett 3 + 1 + 1 kr. 255.000,- stgr. Venice leðursófasett 3 + 1 + 1 Kr. 255.000,- stgr. Glæsileg ítölsk leðursófasett í nokkrum gerðum ásamt sófaborðum ofl. á tilboðsverði Glæsileg ítölsk leðursófasett í nokkrum gerðum s t sófaborðum ofl. á tilboðsverði 18 fréttaskýring Helgin 2.-4. desember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.