Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Side 40

Fréttatíminn - 02.12.2011, Side 40
V ið erum báðir Ameríkumenntaðir en Bjarni er nú kynslóð yngri en ég,“ segir Jón Óskar. „Hann lærði í San Francisco en ég hins vegar í New York. Það hefur blundað í okkur lengi að prófa að vinna saman myndir og við skiptumst á að ráðast á fleka og máluðum yfir hvorn annan og svona og þannig mótaðist þetta einhvern veginn.“ Jón Óskar segir að þeim félögum hafi ekki síst þótt samstarfið spennandi vegna þess að þeir hafi ekki haft fullt vald yfir myndunum. „Vegna þess að hinn gerir alltaf eitthvað sem maður sá ekki fyrir. Annar málar yfir eitthvað sem hinn er ánægður með þannig að þetta geta orðið átök. En auðvitað allt í mesta bróðerni. Okkur fannst þetta báðum skrambi fínn skóli af því að venjulega er maður alltaf einn að sýsla á vinnustofunni þannig að það er mjög gaman að vera með öðrum þótt það sé ekki nema bara til þess að sjá hvernig þeir vinna.“ Jón Óskar segir að hann og Bjarni séu í raun mjög ólíkir listamenn. „Ég er fígúratíf- ari á meðan hann gerir meira af því að hella og skvetta litum og svo hrærist þetta ein- hvern veginn saman.“ Nóvember opnar í Reykjavík Art Gallery klukkan 16 á laugardaginn.  jón óskar og Bjarni ólíkir listamenn mætast Átök á striga Myndlistarmennirnir Jón Óskar og Bjarni Sigurbjörnsson réðust í nóvember saman á stóra myndfleti og skiptust á að mála á þá. Þeir eru um margt ólíkir listamenn og sameiginleg verk þeirra „hrærðust saman“ þegar þeir máluðu hvor yfir hjá öðrum. Afrakstur samvinnu þeirra verður til sýnis í Reykjavík Art Gallery á sýningunni Nóvember sem opnar á laugardaginn. Ljósmynd Hulda Hákon 40 myndlist Helgin 2.-4. desember 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.