Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Page 58

Fréttatíminn - 02.12.2011, Page 58
annskepnan er furðulegt kvikindi. Hún leggur á sig ómælda vinnu sem er oft- ar en ekki algerlega óþörf. Menn streða myrkranna á milli, ekki bara til að hafa í sig og á, heldur til að hafa það betra í dag en í gær og undir- búa að hafa það enn betra á morgun en í dag. Í velmegunarríki okkar, sem það er þrátt fyrir hrun, búa flestir á of mörgum og dýrum fermetrum, eiga heldur dýrari og stærri bíla en þörf er á, fleiri skó en þeir komast yfir að nota og komast vart í fataskápa fyrir úrvalinu sem fyrir er. Samt bæta menn við og draga ekki af sér. Í þessari eilífu baráttu líta þeir ekki aðeins í eigin barm heldur bera sig saman við aðra. Allt keyrir þetta um þverbak einu sinni á ári, í jólamánuðinum sem nú er hafinn. Verslanir fyllast af vörum og fólki sem ber þær heim til sín í þeirri von að koma þeim einhvers staðar fyrir. Heimilin eru skreytt, nýja jóladótinu komið fyrir og gamla góssið sótt í geymsluna og bætt við ef seríurnar hafa dáið drottni sínum frá síðustu hátíð ljóssins. Menn hanga á hálum þökum og leggja sig í lífshættu við að skreyta ufsir. Aðrir norpa krókloppnir undir og uppi í trjám, einnig í umtalsverðri hættu, í því skyni að prýða þau marglitum jólaljósum. Þessu bölva sömu menn strax eftir þrett- ándann þegar taka þarf heila klabbið niður og koma fyrir í sömu geymslu og það var. Og veðrið er ekki betra í janúar- byrjun en við upphaf aðventunnar, allt gaddfreðið svo nánast þarf að höggva rafleiðslurnar úr klakanum. En auðvitað er sjálfsagt að taka þátt í þessu, lýsa upp skammdegið og halda hagkerfinu gangandi. Ekki veitir af fyrst Kínamaðurinn fær ekki að kaupa freðið hálendið og koma þar upp golfvelli og öðru til afþreyingar á hlýlegu útivistar- svæðinu. Því má ekki gleyma að allir þurfa að lifa, glingurbúðir jafnt sem bóka- búðir, kjötiðjur, matvöruverslanir, föndur- stofur og jólatréssalar, að ógleymdum seríusölum. Þeirra tími er í desember. Þess vegna fórum við hjónin í seríu- söluna um síðustu helgi, hina fyrstu í aðventu. Konan taldi brýna nauðsyn á því að kaupa seríu eða tvær til viðbótar. „Við eigum sextán seríur í bílskúrnum,“ sagði ég sí-svona við frúna, rétt til að minna hana á það gnægtabúr sem þar er. „Já,“ sagði konan, „það getur vel verið, en ég ætla að setja rauða seríu í stofugluggann. Við vorum með glæra þar í fyrra. Það var ekki nógu mikið fútt í því. Rauði liturinn er litur jólanna.“ „Við eigum rauða seríu, gott ef ekki tvær eða þrjár,“ sagði ég og minnti enn á gnægtabúrið í skúrnum. „Þær passa ekki í þennan glugga,“ sagði konan, „ég set þær á jólatréð, það er aldrei nóg af seríum á því.“ Ég mótmælti ekki enda var serí- unni ætlaður staður innan við gler stofu- gluggans. Hana mátti því hengja upp þótt úti gnauðaði vindurinn í aðventufrostinu. „Finnst þér ekki fallegra að hafa allar seríurnar innandyra?“ sagði ég blíðri röddu við konuna þegar við vorum á leið til seríusalans. Allt vildi ég til vinna til þess að losna við útiljósatengingar í kulda og trekki. „Þá njótum við ljósanna inni,“ bætti ég við, „um leið og við vörpum óbeinni lýsingu út í desembermyrkrið.“ „Ég veit það ekki,“ sagði konan. „Það gæti verið fallegt að setja seríu á þakkant- inn. Hún mætti vera glær. Hún lýsir þá húsið upp en er samt í hlutlausum lit. Ég ætla að fara yfir þetta með seríusalanum.“ Sá tók vel á móti okkur og seldi okkur í snatri tvær rauðar jólaseríur, aðra langa, hina stutta. Skreytingin í stofugluggann var klár. Í framhaldi þess sá ég hvar ser- íusalinn og konan stungu saman nefjum, ræddu útiskreytingar og þakkanta. „Það lyftir húsi eins og ykkar að setja ljós á kantinn og hvetur um leið nágrann- ana til að gera slíkt hið sama. Þá kemst heildarmynd á götuna,“ sagði seríusalinn með dollaraglampa í augum. Honum var ekki aðeins að takast að selja útiskreyt- ingar á eitt hús heldur heila götu. Villt- ustu draumar seríusalans virtust vera að rætast. Ég gaf honum svo illt auga að það gat ekki farið fram hjá honum. Þetta æði mannsins varð að stoppa í fæðingu enda sá ég ekki betur en hann væri að kalla upp kort í tölvu sinni svo telja mætti öll húsin við götuna okkar. „Ertu ekki með fleiri inniseríur í glugga?“ sagði ég með svo miklum þjósti að nægði til að trufla útiseríuræðu og korta- gláp sölumannsins. „Við hjónin erum svona inniseríufólk, meira fyrir óbeina lýsingu en beina,“ hélt ég áfram. „Hvaða liti ertu með, fyrir utan þennan rauða?“ “Ja, eiginlega alla regnbogans liti,“ sagði seríumaðurinn sem sleginn hafði verið út af laginu, „allt eftir óskum við- skiptavinarins.“ Doll- aramerkið dofnaði. Hann leit í uppgjöf á konuna. „Tali nú hver fyrir sig,“ sagði konan og leit á bónda sinn og síðan á seríumann- inn. „Ætli við látum þetta samt ekki duga,“ bætti hún við og tók rauðu serí- urnar: „Það er engin útistemning í gangi í augnablikinu.“ „Það er kalt og leið- inlegt að hengja þetta upp úti – og ekki síður að taka þetta niður eftir jólin,“ sagði ég mér til máls- bóta á útleiðinni. „Það gerir árs- tíminn, góði minn,“ sagði konan, „jólin eru víst alltaf í des- ember þegar dagur- inn er stystur, en það ku þó vera fordæmi fyrir frestun þeirra. Viltu gera eitthvað í því?“ Hátíð ljóssins Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL M Te ik ni ng /H ar i GEFÐU ÞEIM SEM ÞÉR ÞYKIR VÆNT UM GÓÐA GJÖF UM JÓLIN! Jólagjafaöskjurnar frá Bláa Lóninu innihalda íslenskar gæðavörur sem eru vandlega valdar saman til að skapa fullkomna upplifun. H úðgreining og ráðgjöf á staðnum Laug aveg i 15 ww w. blu ela go on .is Fegraðu líkamann JÓLATILBOÐ 4.500 kr. (fullt verð 6.500 kr.) Þessi askja hefur allt sem þarf til að dekstra við húðina eftir baðið. Lágafellsskóli Mosfellsbæ Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi þar sem einkunnarorðin samvera, samvinna og samkennd eru höfð að leiðarljósi? Lágafellsskóli vill ráða til starfa: Menntunar- og hæfnikröfur: Umsóknarfrestur um störfin er til og með 12. desember 2011 58 viðhorf Helgin 2.-4. desember 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.