Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Page 60

Fréttatíminn - 02.12.2011, Page 60
60 bækur Helgin 25.-27. nóvember 2011  Bókadómur Jarðnæði Oddný Eir ævarsdóttir Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf eftir Jonas Jonasson er óvæntasti smellur ársins. Bókin hefur þegar selst í um þrettán þúsund eintökum, situr í efsta sæti kiljulista Eymundsson og því þriðja á aðallistanum. óvæntasti smEllurinn  Bókadómar Úr þagnarhyl Og Á rauðum sOkkum æ visaga Vilborgar Dagbjarts- dóttur sem Þorleifur Hauksson hefur skráð er prýðilegur inngangur að safni tólf minningabrota kvenna sem voru virkar í kvenfrelsis- baráttu á dögum rauðsokka. Ekki bara vegna þess að að Vilborg átti sinn þátt í því að kalla konur saman undir merkj- um rauðra sokka í lok apríl 1970 og varð einn stólpinn í að koma þeirri hreyf- ingu af stað, heldur líka sökum þess að í sögu Vilborgar end- urómar svo margt af sameiginlegri reynslu kvennanna tólf. Hún er raunar sú þrettánda því Á rauðum sokkum eru ljóð Vilborgar millivers í ómþungum frelsissöng kvennanna sem flestar eru nú að ljúka hinni opinberu starfsævi, framundan eru síðustu baráttu árin, öldungastríðið sem verður að vinna ef bjarga á heiminum sem veitir ekki af. Og það verða karlarnir og kerlingarnar að vinna saman, orðin bitabörn. Sagan hennar Vilborgar er framan af blíð bernskutíð, sem við þekkjum af barnabókum og í ljóðum. Þótt barna- missir sæki foreldra hennar heim er það ekki fyrr en berklarnir gera vart við sig á Vestdalseyrinni að það tekur að dimma. Í minningum Vilborgar fer hún á kostum í lýsingum sínum á Vestdalseyri, glögg í mannlýsingum, snörp í minni og skemmtileg, en drjúg í að mála ógn og sorg sem gleði. Eftir að hún hrekst af stað til fullorðinsáranna sem daglauna- kona á mölinni tekur við þroskastigið stóra undir handarjaðri guðfræðinga, skálda og sósíalista þótt hún segi óhrædd sig vera komma. Rétt eins og stöllur hennar Á rauðum sokkum er Vilborg milli heimilis og vinnu, einstæð með strák uns hún finnur mann. Hún fær ekki fastráðn- ingu sem kennari fyrr en hún fer sjálf til menntamálaráðherra. Vinstrisinnar fengu ekki vinnu, hvorki við kennslu né vinnu við sjónvarpið. Staðreyndir um stöðu fólks á viðreisnartímanum falla eins og köld gusa yfir ungar manneskjur á okkar tíma. Vitnisburðum um hana verð- ur stöðugt að halda lifandi til áminningar, ekki síður til minnis um hvað breyttist og hverjir breyttu því! Eðlilega verður síðari hluti sögu Vil- borgar eftir áttunda áratuginn ekki eins tíðindamikill og fyrri hluti ævi hennar. Hún er í fjórföldu starfi, húsmóðir, kenn- ari, skáld og félagsfrömuður á mörgum vettvangi. Rétt eins og stöllur hennar; margklofin, sístreðandi og í því þreytist fólk, færir fórnir þeirri vissu að baráttan skili bættum heimi. Það er misjafnt hvernig tólfmenningunum tekst að tengja sig við tímann. Þar ber skýrsla Auðar Hildar Hákonar- dóttur af með skýru samhengi vesthafs sem vantar nokkuð á að við fáum hugmynd um austanhafs, þótt Danmörk komi víða við sögu. Á rauðum sokkum er persónusaga, stundum nokkuð sjálfmiðuð og upp- hafin, endurtekning- ar um lykilþætti eru tíðar: Gangan, stofn- fundirnir, útvarps- þættirnir, blaðið og Sokkholt sem var lif- andi samkomustaður kvenna um langt ára- bil frá morgni til mið- nættis, virka daga sem helga. Í sögu kvennanna tólf – sem eru reyndar furðumargar úr Landakots- skóla og Kvennaskólanum – ganga í gegn þemu, lög sem eru sammerkt þeim. Menntunarþráin sem þær taka í arf og fullnusta. Hin tvíbenta afstaða sjálfstæðis og samstöðu með körlum, feðrum, eigin- mönnum, sonum, hvernig samfélagsstað- an markar þær í lífsbaráttu millistéttar og svo hvernig hreyfingin klofnar í Skógum árið 1974, hin stéttarlega afstaða skilur á milli og um leið hvernig borgaralegi part- urinn fer annað. Seint verður þess nóg- samlega getið hverju hreyfingar kvenna breyttu í samfélagi karlastjórnar á Íslandi á árabilinu frá 1874 til okkar daga. Seint verður það ítrekað nógsamlega hversu kvennamegin hefur gert okkar samfélag lífvænlegra. Þessar tvær bækur eru því happa- fengur komandi kynslóðum, holl upp- rifjun samtíðinni. Báðar eru snoturlega brotnar, þokkalega myndvæddar, fallegar í frágangi. Myndir Öldu Lóu í Á rauðum sokkum eru glæsileg portrett. Útgáf- urnar báðar eru til fyrirmyndar með nafnaskrám þótt óþarflega séu margar nafngreiningar í Rauðsokkuritinu hinnar óþekktu konu. Báðar bækurnar falla í úrvalsflokk þessa útgáfuárs og geta ekki verið annað en brýn leiðarhnoða fyrir komandi tíma því þær rekja ljóslifandi þá sögulegu staðreynd að við getum breytt viðvarandi ástandi. Og aldrei er það brýnna en nú að hinir óþekktu geri sér grein fyrir því þegar ofbeldi leitar út í örvæntingu alls þess fjölda sem sér lífið sem samfellda baráttu um yfirráð en ekki samráð, tignun lyfjabreyttra sálarskadd- aðra líkama er í fyrirrúmi, þar sem mann- eskjan er markaðsvara meira en nokkuð annað. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Minningar úr baráttunni  Á rauðum sokk- um – baráttukon- ur segja frá. Olga Guðrún Árnadóttir : Háskólaútgáfan, 465 síður 2011. Bókafélagið Ugla réðist í það fyrir fáeinum árum að gefa út á ný vinsæla sagnaröð frá árunum eftir stríð, sögurnar um Öddu. Fjórða bókin í flokknum er komin út, Adda kemur heim, og er það sjötta útgáfa sögunnar sem kom upphaflega út 1949. Sagan er, eins og hinar fyrri þrjár, myndskreytt af Halldóri Péturssyni en höfundarnir voru þau Jenna Jensdóttir og Hreiðar Stefánsson sem bæði áttu langan feril sem höfundar barnabóka, saman og sitt í hvoru lagi. Jenna er enn á lífi en hún var á sínum tíma stofnfélagi í Félagi róttækra höfunda. Endurútgáfa bókaflokksins um Öddu er merkileg því hún færir ungum lesendum andblæ liðinna tíma, málfar sem er horfið og heimsmynd sem er forvitnileg og menntandi fyrir þá sem halda heim sinn hinn eina. Í sögunni snýr Adda heim eftir dvöl í Bandaríkjunum, hún er komin á fermingaraldurinn og ný viðfangsefni koma til í lífi hennar. -pbb Adda kemur heim Tvær bækur sem eru happafengur komandi kyn- slóðum og holl upprifjun sam- tíðinni. Báðar falla í úrvals- flokk þessa útgáfuárs. Kristín Tómasdóttir fylgir eftir met- sölubók sinni og Þóru systur sinnar, Stelpur!, sem fór víða í fyrra. Með hana var farið í heimsóknum í skóla og þá leitað spurninga sem brunnu á ungum lesendum. Svörin eru veitt í bókinni Stelpur A-Ö og þar er víða leitað fanga forvitnum sálum. Bókin er unnin með atriðaskrá og svo svarað áleitnum spurningum lífið, líkamann og tilveruna. Kristín tekur afstöðu og liggur ekki á liði sínu, svarar skorinort og af skilningi mörgum spurningum sem leita á ungar sálir. Bókin verður þarfaþing og þegar upplag er þrotið ætti að setja hana á vef, öllum aðgengilega því sálgæsla af þessu tagi er þjóðþrifaverk. -pbb Forvitnar stelpur fletta upp  Jarðnæði - dagbók Oddný Eir Ævarsdóttir Bjartur, 216 s. 2011. Þriðja bókin sem skáldkonan Oddný Eir sendir frá sér er fallegasti prentgripur ársins, á dumbrauðum fleti er klippimynd af dreng og stúlku að lesa í bók en upp af henni sprettur gerði dansandi líkama. Klippimynd? En eftir hvern? Er þetta eitthvert pre-raphaelíte stöff? Ruskin og Wordsworth stinga jú inn hausum í þennan vef Oddnýjar, sögu sem er byggð upp á dagbókarbrotum sögukonunnar sem er ein- hverskonar Oddný, það er bróðir sem heitir Ugli, ástmaður sem kallast Fugli og svo pabbi og mamma og fólkið hennar fyrir norðan og austan en þangað liggur leið. Það er næstum að allt fólkið geti borið rétt skírnarnöfn eftir vottorðum en þá breytti verkið um eðli og yrði hvað? Æviminning? Dagbók? Oddný flytur að heiman, en er samt bundin eldri slóðum, hún er að finna sig, fatta rýmin, búa sér til pláss í tilfinningalífinu, setjast í næði sitt. Textinn er bryddaður, kniplaður, breiðist út í flúri hugsunar sem hefur fullt vald á málinu en sækir stöðugt út til hliðanna og fram í nýjum brám, þetta eru skapandi skrif, stundum svolítið skrautleg, jafnvel tilgerðarleg í gáfumannastíl því Oddný er greind og vel gefin manneskja og sækir ekki fram á ritvöllinn til að apa eftir heldur skapa nýtt samhengi í söguna. Hér kemur margt til: Rýmið í burstinni andspænis rým- inu í gangabænum og stórfjölskyldan kallar þegar paraheimilið er ónýtt. Svo er lifað samlífi við flóru og fugla, dreypt á seyði og seiður magnaður af ýmsum tilefnum. Þetta er semsagt galdrabók og ratar þannig ekki alveg í formin á markaðnum. Svo er Jarðnæði ástarsaga; mín kona er skotin og trúir því ekki alveg sjálf, vill samt reyna og skipu- leggur daginn með fuglafræðingnum sínum sem á áa annarstaðar, skildist mér. Vandast nú málin því heimurinn er settur í skipulagi og er ekki alveg til í að hleypa flökkukind úr skólakerfum álfunnar í ný skinn, nýja stalla. Það er erfitt að finna sér hólf og bókin lýsir því. Jarðnæði er eins og Heim til míns hjarta margt í senn; skopleg lýsing á sálinni a la Þórbergur, heim- spekilegt spjall og kostuleg kistulagning með loforði um sprellandi upprisu. En mest er þó um vert að hún er einlæg og falleg tilraun til að ná tökum á verunni með orðum sem falla ekki að vananum heldur eru notuð til að byggja um stóran vef með nýjum blöðum og blómum, sköpun sem er heillandi í fegurð og skörp í útlínum minnis og miða. Eins og kjaftaski í stjórnmálastétt varð að orði: Lausnamiðað ferli. -pbb Á ég hvergi heima nema í orðunum Oddný Eir Ævarsdóttir.  Úr þagnarhyl – ævisaga vilborg- ar dagbjarts- dóttur Þorleifur Hauksson: Mál og menning, 298 síður 2011. Vilborg Davíðsdóttir Fer á kostum í lýsingum sínum á Vestdalseyri, glögg í mannlýsingum, snörp í minni og skemmtileg, en drjúg í að mála ógn og sorg sem gleði. Kristín Tómasdóttir. SIGURÐUR DÝRALÆKNIR Óborganlegar sögur af mönnum og málleysingjum Útgáfuhátíð í Eymundsson Skólavörðustíg í dag kl. 17 Mikið ör Bókaútgáfan Hólar holabok.is/holar@holabok.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.