Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Side 66

Fréttatíminn - 02.12.2011, Side 66
66 matur Helgin 2.-4. desember 2011 Þ að voru Bretar sem fundu upp portvínið og kom ekki til af góðu því þeir neydd- ust til að kaupa portúgölsk vín í stað franskra þegar þeir áttu í einu af sínum mörgu stríðum við þá frönsku. Til þess að tryggja gæði vínsins fyrir sjóferðina til Bretlands tóku þeir upp á því að blanda brandí út í vínið og viti menn, vísir að portvíni varð til. Hægt er að njóta drykkjarins allt árið um kring, auðvitað, en það er eitthvað sérstaklega jólalegt við sætt portvín og fátt sem slær út portara og piparkökur á jólalegu síðkveldi. Þrúgur portvíns eru ræktaðar í hæðum Duoro-dalsins austan við hafnar- borgina Portó norðarlega í Portúgal en það er einmitt frá þessari ágætu borg sem vínið dregur nafn sitt. Portvín er í raun rauðvín þar sem vínanda er bætt út í vínsafann. Þá hættir sykurinn að gerjast og þrúgurnar halda eftir náttúru- legum sætleika sínum sem gerir vínið bæði alkóhólríkt eða styrkt og náttúru- lega sætt. Ekki er óalgengt að portvín séu í kringum 20% að styrkleika. Flokka má portvín í nokkrar tegund- ir. Hægt er að fá hvítt portvín, jafnvel rósaportvín en fyrst og fremst skiptast þau í tvennt: Ruby og Tawny. Í grunninn eru það sömu vínin en munurinn liggur í því að Ruby fær að eldast í flöskunni á meðan Tawny fær að dúlla sér í langan, oft heillangan, tíma í trétunnu. Vegna þess hve Ruby fer fljótt á flösku er yfirleitt um að ræða ávaxtarík vín sem virka dálítið eins og sæt rauðvín. Til að flækja málin enn frekar er Ruby flokkað í þrjá undirflokka, þar sem sjálft „Ruby“ er algengast og jafnframt ódýrast og er blanda af mörgum árgöngum en svo er það „Late bottle vintage“ (LBV) sem er af ákveðnum árgangi en ekki endilega mjög góðum en geta verið góð kaup, og að lokum „Vintage“ sem er fínasta tegundin og er aðeins framleitt þegar að- stæður hafa verið eins og best gerist. Ruby-stíllinn er ágætis eftirréttarvín, sérstaklega með ávaxtakökum og öðrum ávaxtaríkum eftirréttum en þessi stíll passar líka sætunnar vegna ágætlega með fituríkum föstum ostum. Í Tawny-stílnum fær vínið, eins og áður sagði, að eldast og taka sig á tunn- um – með tímanum verða þau brúnleit. Tawny hefur líka sína undirflokka sem byggjast á aldri vínsins; 10 ára, 20 ára, 30 ára og jafnvel 40 ára. Þó er ekki átt við að vínin séu nákvæmlega svo gömul heldur er verið að vísa til þess að meðal- aldur vínsins sem blandað er saman er nálægt því. 10-20 ára Tawny-vín eru oft góð kaup. Að lokum er svo hægt að fá al- vöru árgangsvín sem heitir þá „Colheita“ og þá er ekki talað um aldur vínsins á flöskunni heldur árganginn. Tawny eru fínleg og góð bæði sem for- drykkur og eftirréttarvín. Þau eru góð með kröftugum ostum eins og gráðosti og stilton-blámygluosti. Líka henta þau með súkkulaði og þess konar eftir- réttum og eru algerlega ómissandi með rjúkandi heitum piparkökum beint úr ofninum. Ekta jólastemning. Opið portvín má vel geyma. Gott er að setja þau í kælinn og setja tappann í og þá duga Ruby-vín í minnst 2 vikur og Tawny-vín vel í 4 vikur.  Portvín Jólalegir portarar frá Portúgal Margir líta á portvín sem ömmudrykk eingöngu nýtanlegan í sósuna en því fer fjarri. Þessi eðaldrykkur frá Portúgal stendur fyllilega fyrir sínu og hentar við ýmis tilefni. Graham’s Fine Tawny 19% 3.499 kr. Ljósmúrsteins- rautt. Mjúk fylling, sætt, mild sýra, lítil tannín. Kirsuber, þurrk- aðir ávextir. Heitt eftirbragð. Sandeman’s Fine Tawny 19,5% 5.299 kr. Jarðarberjarautt. Meðalfylling, sætt, fersk sýra, lítil tannín. Rauð ber, lyng, krydd. Heitt eftirbragð. Sandeman’s Old Invalid 19,5% 3.699 kr. Rúbínrautt. Þétt fylling, sætt, fersk sýra, miðl- ungstannín. Dökk ber, plómur, barkarkrydd, lyng. Heitt eftir- bragð. Osborne LBV 2005 19,5% 4.198 kr. Kirsuberjarautt. Þétt fylling, sætt, ferskt, miðlungst- annín. Rauð og dökk ber, rúsínur, krydd. Cockburn’s Fine Ruby 20% 3.990 kr. Kirsuberjarautt. Mjúk meðalfylling, sætt, fersk sýra. Rauð og dökk ber, laufkrydd. Cockburn’s Fine Tawny 20% 3.990 kr. Ljósmúrsteinsrautt. Meðalfylling, sætt, mild sýra, mjúk tannín. Sveskja, hindber, jörð. Cockburn’s Special Reserve 20% 4.190 kr. Dökkkirsuberjarautt. Meðalfylling, sætt, mild sýra, mjúk tannín. Dökk ber, sólber, lyng, minta, lakkrís. Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson matur@frettatiminn.is nokkur góð Portvín úr vínbúðunum Úr Duoro-dalnum. Ljósmynd/Nordic Photos Getty Images Fyrir alla pakka Undir 3.000,- Undir 5.000,- Undir 10.000,- 2.500,- 4.990,- 5.980,- Í vefversluninni okkar, kokka.is, getur þú skoðað og keypt gjafir fyrir alla – hvort sem þeir eru nýbyrjaðir að búa eða eiga allt. Gjafirnar eru flokkaðar eftir þema og verði og einnig er hægt að kaupa gjafabréf. Ef þú átt góðan sófa er upplagt að nota hann til að kaupa jólagjafirnar! www.kokka.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.