Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Qupperneq 68

Fréttatíminn - 02.12.2011, Qupperneq 68
68 matur Helgin 2.-4. desember 2011  Fiskur á jólaborðið Fersk skata er veislumatur á Íslandi er sterk hefð fyrir því að bera fram kjöt á jólunum enda var það munaðarvara hér áður fyrr hjá þjóð sem borðaði að mestu fisk. Nú hafa tímarnir breyst og fiskur er sjaldgæfari á borðum fólks og því ekki úr vegi að veita sér þann munað að hafa fisk í jólamatinn. „Á jólunum er tilvalið að hafa ferska skötu fyrir þá sem ekki hafa prófað, rosalega bragð- góður fiskur sem flestir hafa þó einungis borðað kæstan á Þorláksmessu,“ segir Ari Þór Gunn- arsson, matreiðslumeistari hjá Fiskfélaginu. Til að fá ferskan fisk mælir Ari með því að fara í fiskbúðina hjá Jóni í Hafnarfirðinum. „Það er rosalega góð fiskbúð hjá honum sem heitir Litla fiskbúðin. Hún sér okkur hjá Fiskfélaginu að fyrir mestu fyrir öllum fiski.“ Ef notaður er frosin fiskur, hvernig er best að meðhöndla hann? „Ég myndi leggja hann á viskustykki í fat og láta hann þiðna í kæli. Gott er þá að taka fiskinn úr frystinum á Þorláksmessumorgni.“ En skyldi Ari borða fisk á jólunum? „Það eru ekki komin jól á mínu heimili fyrr en graflaxinn er kominn á borðið með sósunni hennar mömmu.“ Fiskur er sjaldnast borinn fram sem aðalréttur á jólunum, en ætli fólk sér að breyta því þá er tilvalið að prófa ferska skötu. Ari Þór Gunnarsson matreiðslumaður gefur nokkur góð ráð og uppskrift að sköturétti og steiktum humar. Ari Þór Gunnarsson mælir með að fólk prófi ferska skötu fyrir þá sem ekki hafa prófað, hún er rosalega bragðgóður fiskur sem flestir hafa borðað kæstan. Ari mælir einnig með að fá fisksalann til að verka skötuna. Það eru ekki komin jól á mínu heimili fyrr en graf- laxinn er kominn á borðið með sósunni hennar mömmu. Fersk skata 1 flak fersk skata 1 msk. smjör smá olía Aðferð: Fáið fisk- salann ykkar til að verka skötuna frá brjóskinu og roðfletta hana. 1. Skerið skötuna í 6 jafna bita. 2. Hitið stóra pönnu þar til hún verður vel heit og bætið ögn af olíu á pönnuna. 3. Setjið skötubitana á pönnuna og brúnið vel þar til skatan verður gulbrún eða í um það bil 2 mínútur. Lækkið þá hitann og snúið skötunni við. 4. Bætið smjörinu út á pönnuna og kryddið fiskinn með smá salti og ögn af sítrónusafa. 5. Þegar fiskurinn er orðinn meir og góður er hann tekinn af og þá er hann klár. Passið að elda hann ekki of mikið og fyrir þá sem ekki hafa eldað skötu áður, endilega steikið einn bita fyrst til að prófa. Steiktur humar 4 vænir humarhalar 1 stk. hvítlauksgeiri 1 msk. smjör smá olía Aðferð: 1. Pillið skelina af humr- inum og hreinsið hann. 2. Hitið miðlungs stóra pönnu þar til hún verður vel heit og bætið ögn af olíu á hana. 3. Leggið humarinn á pönnuna og steikið í 1 mínútu. 4. Bætið hvítlauks- geiranum á pönnuna ásamt smjöri og smá salti og veltið humr- inum aðeins. 5. Þegar humarinn er eldaður í gegn, en er samt mjúkur, er hann klár. Rósakál og gulrætur (Hægt að undirbúa að hluta til deginum áður.) 4 rósakálshausar 2 gulrætur Aðferð: 1. Setjið pott yfir til suðu ásamt góðri klípu af salti. 2. Skrælið gulræturnar og skerið í jafna bita, snyrtið endann á rósakálinu. 3. Þegar suðan er komin upp í pottinum er grænmetið soðið þar til það verður meyrt og síðan kælt í klakavatni. Þetta þarf þó að gera í sitt hvoru lagi þar sem rósakálið og gulræturnar þurfa mismunandi eldunar- tíma. 4. Steikið grænmetið við vægan hita þar til það er rétt brúnað og heitt í gegn. Smakkið til með salti. Dillsósa (Tilvalið að gera deg- inum áður.) 3 egg 1 msk. hvítvínsedik 300 ml. olía 2 búnt ferskt dill smá salt Aðferð: 1. Setjið pott yfir til suðu. 2. Setjið eggin varlega ofan í pottinn þegar suðan er kominn upp og sjóðið í 4 mínútur. 3. Kælið eggin. 4. Takið skurnina af eggjunum og setjið eggin í blandara ásamt ediki, ögn af salti og dilli, blandið vel. 5. Hellið olíunni rólega saman við á meðan blandarinn er í gangi, sósan fer hægt og rólega að þykkna. Síðan er sósan smökkuð til með smá ediki, salti og sykri. Kartöflumús 4 stk. stórar kartöflur 100 - 200 ml. rjómi smjör salt Aðferð: 1. Skrælið kartöflurnar og setjið í pott með vatni. 2. Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru eld- aðar í gegn, sigtið svo og látið vatnið renna vel af. 3. Hitið rjómann í litlum potti. 4. Setjið kartöflurnar í miðlungs stóran pott yfir miðlungs hita og stappið, hrærið svo heitum rjóma smátt og smátt saman við þar til ákjósanleg þykkt hefur náðst. 5. Bætið nokkrum smjörteningum saman við og smakkið til með salti. Sýrðar gul- rætur (Tilvalið að gera deg- inum áður.) 2 stk. gulrætur 150 gr. vatn 150 gr. hvítvínsedik 150 gr. sykur Aðferð: 1. Skrælið gulræturnar og skerið í þunnar sneiðar. 2. Hitið edik, vatn og sykur í potti þar til sykurinn er upp- leystur. 3. Kælið löginn þar til hann er volgur og hellið yfir gulræt- urnar. 4. Setjið inn í ísskáp og geymið fram að notkun. Grenidressing nokkrar grenigreinar 200 ml. olía dill Aðferð: 1. Klippið smá greni af trénu í stofunni og setjið í pott ásamt olíunni. 2. Hitið olíuna aðeins en passið þó að hita hana ekki of mikið. Ef hitamælir er til staðar er flott að ná olíunni í rúmlega 60-70°C. 3. Setjið pottinn til hliðar og leyfið olíunni að liggja yfir nótt. 4. Hrærið nokkrar matskeiðar af greni- olíunni saman við jafn mikið magn af vökvanum sem er á sýrðu gulrótunum ásamt smá söxuðu dilli og dressingin er klár. Fersk skata og humar með steiktu rósakáli, sýrðum gulrótum, dillsósu og greni-vinaigrette GlæsileG jólahlaðborð Kalt jólahlaðborð með heitu meðlæti Hátíðarkvöldverður Jólahlaðborð Kalkúnaveisla Hangikjötsveisla jólaveislur 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.