Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 78
George Miller, leikstjóri Mad Max
þrennunnar, hefur hug á því að gera
nýjan þríleik um þessa fornfrægu
hetju óbyggða Ástralíu. Hann stefnir
að því að hefja tökur á Mad Max: Fury
Road með Tom Hardy (Inception) í
hlutverki Max og að honum til halds
og trausts verði Charlize Theron.
Gangi allt að óskum vill Miller halda
áfram og er með tilbúið handrit að
mynd númer tvö: Mad Max: Furiosa,
og langt kominn með handrit þriðju
myndarinnar.
Gibson stimplaði sig inn af krafti í
byrjun ferils síns í hlutverki vegalög-
reglunnar Mad Max sem hét Max
Rockatansky áður en hann missti vitið,
hætti sem laganna vörður og gerðist
kviðdómari, dómari og böðull í mál-
um glæpahyskis í auðnum Ástralíu.
Miller gerði fyrstu myndina árið
1979 fyrir frekar lítinn pening. Hún
var sígild eftir-dómsdagsmynd þar
sem siðmenningin er hruninn til
grunna og skríll veður uppi. Max Roc-
katansky er lögregla í þessari lögleysu
en þegar besti vinur hans, eiginkona
og barn eru drepinn af drullusokkum
missir Max vitið og fer brjálaður
í svörtu leðri um þjóðvegina með
afsagaða haglabyssu og sallar niður
glæpahyskið.
Miller og Gibson héldu áfram með
sögu Max árið 1981 í Mad Max: The
Road Warrior og settu endapunktinn
árið 1985 með Mad Max: Beyond
Thunderdome.
78 bíó Helgin 2.-4. desember 2011
B litz er þriðja spennusaga rithöfundar-ins Kens Bruen sem er kvikmynduð. Í fyrra léku Colin Farrell, Keira Knig-
htley og hörkutólið Ray Winstone í London
Boulevard sem var gerð eftir bók Bruens og
nú er röðin komið að Statham í Blitz. Hann er
hér í hlutverki Tom Brant, hörkunagla í lög-
reglunni í suðausturhluta London þar sem
ýmislegt gengur á. Brant þessi tekur glæpa-
lýðinn engum vettlingatökum og á það til að
missa stjórn á skapi sínu og berja grunaða
í klessu ef svo ber undir. Þetta er ekkert
sérlega vel liðið hjá yfirmönnum hans en hins
vegar verður ekki af Brant tekið að hann nær
árangri í starfi.
Brant hefur í mörg horn að líta og sinnir
ýmsu öðru en að berja á glæpamönnum.
Hann er til dæmis lögreglukonunni Elizabet
Falls innan handar en hún stefnir á stöðu-
hækkun þrátt fyrir að vera nýkomin úr með-
ferð en hún ánetjaðist fíkniefnum á meðan
hún starfaði undir fölsku flaggi í undirheim-
um.
Ekki er nóg með að Brant þurfi að hafa
áhyggjur af þessum eina vinnufélaga sínum
því skyndilega skýtur raðmorðingi upp koll-
inum í London sem hefur þann leiða ósið að
myrða einungis lögreglumenn. Morðinginn
kallar sig Blitz og kemur skilaboðum sínum
áleiðis í gegnum blaðamanninn Harold
Dunlop, sem David Morrisey, (Basic Instinct
2, State of Play sjónvarpsþættirnir) leikur.
Morðinginn upplýsir Dunlop meðal annars
um að hann ætli sér að stúta átta lögreglu-
mönnum áður en yfir lýkur.
Þegar lögreglan fær traustar vísbendingar
um hver morðinginn sé er hörkutólinu Brant
falið að stjórna rannsókninni og hafa hendur
í hári hans. Enda nógu ákveðinn og óvandur
að meðölum til þess að geta upprætt ófétið.
Rannsóknin reynist þó andskotanum erfiðari
þar sem Blitz er háll sem áll og á einkar auð-
velt með að snúa taflinu sér í hag þannig að
Brant endar í bráðri lífshættu.
Jason Statham stimplaði sig kröftuglega
inn í Guy Richie-myndunum Lock, Stock and
Two Smoking Barrels og Snatch á árunum
1998 og 2000. Síðan þá hefur hann haldið sig
meira í Bandaríkjunum og tryggt sig í sessi
sem harðhaus númer eitt með myndaflokk-
unum Transporter, Krank og nú síðast The
Expendables. Tökur standa nú yfir á The
Expendables 2 en í fyrri myndinni hélt Stat-
ham sínu í félagsskap forvera sinna í meist-
araflokki; Sylvester Stallone, Bruce Willis,
Arnold Schwarzenegger og Dolph Lundgren.
Síðasta mynd Stathams, Killer Elite, gerðist
að hluta til í Bretlandi en nú tekur hann slag-
inn í sinni gömlu heimaborg, London, og ætti
því varla að misstíga sig frekar en fyrr daginn
en það má hann eiga að þótt myndirnar hans
geti reynst æði misgóðar þá klikkar Statham
sjálfur ekki og stendur alltaf fyrir sínu. Stat-
ham verður svo aftur á alþjóðlegum slóðum
í Safe, sinni fyrstu mynd á næsta ári, en þar
leikur hann fyrrum ofurnjósnara sem tekur
að sér tvíþætt verkefni: Að bjarga kínverskri
stúlku sem kínverska mafían hefur rænt og
snúa síðan á rússnesku mafíuna, spillta emb-
ættismenn í New York og kínversku mafíuna.
Þetta mun hann sjálfsagt klára án þess að
blása úr nös.
Blitz löggumorðingi í london
Breski leikarinn Jason Statham hefur á undanförnum árum fest sig rækilega í sessi sem
grjótharðasti gaurinn í spennu- og hasarmyndum sem keyra fyrst og fremst á hraða,
ofbeldi og ísköldum töffaraskap. Og það verður ekki af manninum tekið að svalur er hann.
Hann gekk vasklega fram í bíó ásamt Robert De Niro gegn Clive Owen í mynd Sigurjóns
Sighvatssonar, Killer Elite, og nú er hann mættur aftur til leiks og að þessu sinni á heima-
velli þar sem hann eltist við geðbilaðan raðmorðingja í fæðingarborg sinni, London.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
bíó
Statham á heimavelli
Jason Statham
er kominn heim
og eltist við óðan
raðmorðingja
sem drepur
aðeins lögreglu-
menn í Blitz.
Frumsýndar
Þrívíddarteiknimyndin Arthur Cristmas segir
frá Jólasveininum, eiginkonu hans, sonum
þeirra tveimur, Steve og Arthur og Jólasveina
afa. Jólasveininn er að ljúka sinni sjötugustu
hringferð um heiminn með gjafir til góðra
barna en því hefur hann sinnt af stakri prýði í
sjötíu ár. Eldri sonurinn, Steve, getur ekki beðið
eftir því að fá að taka við af föður sínum og
verða Jólasveinninn. Hann stjórnar gjafadreif-
ingunni á meðan yngir bróðirinn, Arthur, tekur
á móti pósti frá börnum úr öllum heimshornum.
Álfunum í þjónustu Jólasveinsins og Steve finnst Arthur þvælast fyrir frekar en hitt en
örlögin haga því þó þannig til að það kemur óvænt í hlut Arthurs að bjarga jólunum og þá
sýnir hann hvað í honum býr.
Hugh Laurie, Joan Cusack, Laura Linney, Michael Palin, Jim Broadbent, Bill
Nighy, Imelda Staunton, James McAvoy og Eva Longoria tala fyrir helstu persónur
þessarar ævintýralegu jólamyndar þar sem skyggnst er bak við tjöldin og upplýst hvernig
Jólasveinninn nýtir sér hátækni til þess að koma öllum gjöfum á réttan stað í tæka tíð.
Fjölskyldudrama Jólasveinsins
Hjem til jul
Bíó Paradís frumsýnir þessa þvottekta
jólamynd sem er ljúfsár og fyndin en hún
gerist í norskum smábæ. Þar fer verka-
maðurinn Paul til læknis og rekur raunasögu
sína en læknirinn hefur sjálfur áhyggjur
af hjónabandi sínu og fjármálum. Annars
staðar er eldri maður að útbúa trúarathöfn,
miðaldra hjón í leit að ástríðunni, strákur
sem er yfirgengilega ástfanginn af nágranna
sínum sem er múslimatrúar og ungt par sem
lendir í því að bíll þeirra bilar þegar konan er
í miðjum hríðum.
Frumsýndar
A Good Old
Fashion Orgy
Gamanmynd sem fjallar um partí-ljónið
Eric sem um árabil hefur haldið hress
partí í húsi föður síns. Þegar karlinn
ákveður að selja húsið renna tvær grímur
á samkvæmisljónin þar sem allt stefnir í
að allt partístand fái við söluna sviplegan
endi. Eric ákveður að halda eitt partí enn
og ætlar heldur betur að toppa allt sem
hann hefur áður gert með því að slá upp
allsherjar kynsvalli. Vinirnir taka hug-
mynd hans frekar fálega til að byrja með
en sannfæringarkraftur Erics er mikill
og allt stefnir í eitt fjörugasta kynsvall
allra tíma. Það eina sem getur komið í
veg fyrir það er að fasteignasalinn nái að
selja húsið áður en ringulreiðin hefst.
Rann-
sóknin
reynist
þó and-
skotanum
erfiðari
þar sem
Blitz er
háll sem
áll.
Aðrir miðlar:
IImdb: 6.2, Rotten
Tomatoes: 46%,
Metacritic: -
Yngri sonur Jólasveinsins er ekki
allur þar sem hann er séður og
þegar á reynir getur hann bjargað
jólunum.
klassískur krimmi taka þrjú
Scarface nýrrar aldar
Sá mæti leikstjóri Howard Hawks
leikstýrði árið 1932 glæpamyndinni
Scarface sem fjallaði um uppgang
og fall ítalsks rudda í undirheimum
Chicago á bannárunum með skýrum
vísunum í feril hins alræmda Al
Capone.
Brian DePalma tók blóðugan og
magnaðan snúning á sömu sögu
árið 1983 í Scarface með Al Pacino í
brjáluðum ham í hlutverki kúbverska
flóttamannsins Tony Montana sem
sölsar undir sig fíkniefnamarkaðinn
á Miami með ofbeldi og morðum.
Með Pacino í fremstu víglínu voru
Michelle Pfeiffer og F. Murray
Abrahams en sjálfur Oliver Stone
skrifaði handritið sem var allt
löðrandi í blótsyrðum og ruddaskap.
Framleiðendur DePalma-myndar-
innar virðast telja þessa klassísku
krimmasögu eiga erindi við vora tíma
og hafa ráðið handritshöfundinn
David Ayer (Training Day, The Fast
and the Furious) til þess að laga
söguna að nýjum tímum og dubba
Scarface upp fyrir 21. öldina.
Al Pacino var
stórkost-
legur í hlut-
verki sínu
í Scarface
1983.
george miller kominn á Fornar slóðir
Mad Max til í aðra þrennu
Mel Gibson var
grjótharður í
Mad Max en er
sjálfsagt orðinn
full gamall og
jafnvel ærulaus
til þess að
endurtaka
rulluna þannig
að Tom Hardy,
sem er á hraðri
uppleið, tekur
við haglabyss-
unni.
Fékkstu ekki
Fréttatímann
heim?
Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu.
Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með
tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is
Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is