Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 89

Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 89
 Plötudómar dr. gunna Fjarlæg nálægð  Eldar Tveir á bömmer Söngvarinn Valdimar Guðmundsson hefur vakið verðskuldaða athygli með hljómsveitinni Valdimar og Björgvin Ívar Baldursson, einn arftaki Geimsteins- veldisins, hefur getið sér gott orð sem meðlimur í Lifun og fleiri sveitum. Þessir hæfileikamenn, með aðstoðarfólki, eru Eldar og hafa sett saman lágstemmda og fallega kassagítarballöðuplötu. Allt er fyrna vel flutt en lögin þó missterk. Bömmerinn lekur af hverju strái: Kuldaleg sambönd, sambandsslit, sjálfsmeðaumkun, brostin hjörtu, fólk með grímur... Stundum birtir þó blessunarlega til þegar á plötuna líður. Þegar fílingurinn er alltaf svona svipaður er platan ansi beisk blanda sem reynt getur á, nema maður sé þeim mun bömmersæknari. 7  Todmobile Frísklegt og flúrað Á sjöundu plötu sinni, þeirri fyrstu í fimm ár, hafa Toddarar stigið það gæfuspor að munstra Eyþór Inga á skipið. Hann er kraftmikill og góður söngvari og passar vel í hópinn. Hlutverkaskipan er annars söm og áður: Andrea semur skemmti- lega einfalda texta og Þorvaldur semur lögin og stjórnar upptökum. Tod-poppið setur hann að vanda í flúraðan við- hafnarbúning þar sem hljóðgöldrum hljóðversins er beitt af snilld. Finna má keim af ELO, Mike Oldfield og jafnvel Madness, en aðalkryddið er þó Toddið sjálft; sú kjammsandi góða hljóðblanda sem öll þessi ár hafa skilað. Þetta er góð plata og ansi frískleg miðað við hversu bandið er gamalt og búið að gera mikið af góðu stöffi nú þegar. Bravó! Wonderful Secrets  Toggi Rjómasósupopp Toggi er búinn að vera lengi á leiðinni með þessa plötu (síðasta, Puppy, kom út 2006) en slatti af lögunum hér hafa verið sett í spilun og hljóma kunnuglega, enda á Toggi auðvelt með að semja grípandi fullorðinspopp. Hann vandar sig með góðum aðstoðarmönnum og þótt platan sé ágæt þá eru lögin full keimlík og fílingurinn í þeim dálítið einhæfur. Mið-tempóið er allsráðandi og dreymin og værukær söngrödd Togga liggur yfir öllu eins og þykk rjómasósa. Meira gaman er þegar tekið er á, eins og í hinu drífandi„kreppulagi“ Let them bleed og í The One You Used to Skip, þar sem danstaktar leysa af hólmi hefðbundnari hljóðheim. Óskandi væri að Toggi tæki meiri sénsa næst og keyrði oftar út af rúntinum. u m helgina opnar hin vinsæla PopUp Verzlun í Flóa sal Hörpu en þar ætla 31 hönnuður og hönnunarteymi að eiga milliliðalaus við- skipti við áhugasama kaupendur. Verslunin fagnaði tveggja ára afmæli í sumar en hún hefur á líftíma sínum skotið upp kollinum víða. Þar á meðal á fjöl- mörgum stöðum í höfuðborginni en líka til dæmis á Akureyri og Seyðisfirði. Þemað þessa helgi er það sama og áður. Verslunin er opnuð á einum stað í takmarkaðan skamman tíma og í aðalhlutverkum er fatnaður, fylgihlutir og mundir eftir ís- lenska hönnuði. Þetta er í þriðja skiptið sem verslunin heldur sérstak- an markað fyrir jólin. Meðal þeirra sem verða í Hörpu að selja vörur sínar eru Hildur Yeom- an, Stáss, Hlín Reykdal, Anot- her Scorpion, Sonja Bent, Hanna Felting, Hnoss, Áróra og Tulipop. Engir pósar eru á básum PopUp Verzlun- arinnar og við- skiptavinir þurfa því að koma hlaðnir reiðufé. Markaðurinn verður opinn frá klukkan 12 til 18 laugardag og sunnudag. PopUp Verzlunin opin um helgina  harPa hönnuðir með markað Fatnaður eftir Hildi Yeoman. Listabraut 3 | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjöf sem aldrei gleymist! Gefðu töfrandi stundir í jólapakkann Gjafakort Borgarleikhússins Miðar fyrir tvo á söngleikinn ástsæla og val um bókina eða geisladiskinn. 7.500 kr. Galdrakarlinn í Oz 5.900 kr. Miðar fyrir tvo á töfrandi ævintýrasýningu. DVD með Eldfærunum og geisladiskur með lögum úr sýningunni. Gói og baunagrasið Jólatilboð Borgarleikhússins Gjafakort fyrir tvo og ljúeng leikhúsmáltíð frá Happi. 10.900 kr. Gómsætt leikhúskvöld Kortið er í fallegum umbúðum, gildir á sýningu að eigin vali og rennur aldrei út. Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt bágstadda fjölskyldu um til dæmis hænu, geit, brunn, matjurtagarð, menntun eða aðrar nauðsynjar. Gefðu skemmtilegar gjafir til verkefna heima og erlendis. GEFÐU GJÖF SEM GEFUR www.gjofsemgefur.is GEFÐU HÆNU P IP A R \TB W A • S ÍA • 102985 Helgin 2.-4. desember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.