Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Page 93

Fréttatíminn - 02.12.2011, Page 93
Innbundnir Gamlingj- ar á markað Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf eftir Svíann Jonas Jonasson er mest selda bók ársins. Eftir því sem næst verður komist hafa selst um þrettán þúsund eintök af bókinni í kilju- formi. Vegna mik- illar eftirspurnar hefur Forlagið látið prenta inn- bundin eintök nú þegar jóla- bókavertíð er í algleymingi. Fyrst átti að prenta þúsund en því var fljótlega breytt í tvö þúsund eintök. Ekki dugði það að mati bókasala því var enn bætt við 500 eintökum sem munu koma í búðir á næstu dögum. Barnagleði í Vesturporti Hinu hæfileikaríka leikarapari úr Vesturporti, Nínu Dögg Filippus- dóttur og Gísla Erni Garðarssyni, fæddist hraustur dregnur á miðviku- daginn. Drengur- inn var 15 merkur og 52 senti- metrar og skartaði dökku hári þegar hann kom í heim- inn. Nína Dögg var á fleygiferð mest alla meðgönguna og lauk við tökur á Heimsenda í ágústbyrjun en þá gat hún loksins gefið sér tíma til þess að slaka á og leyfa „kúlunni að blómstra út,“ eins og hún orðaði það í samtali við Fréttatímann í sumar. G illz varð fullgildur meðlimur í Rit-höfundasambandi Íslands fyrr á þessu ári og er mikið í mun að rífa upp stemninguna þar á bæ. „Ég hef haldið óteljandi Burn-partí fyrir þetta lið til þess að rífa stemmninguna upp en það mætir aldrei neinn,“ segir Egill sem telur sig nú hafa fundið rakið tilefni til þess að blása til fagnaðar meðal rithöfunda; nefnilega það mikla stjörnuregn sem gagnrýnendur hafa látið rigna yfir verk þeirra á yfirstandandi vertíð. „Á Austur, sem er ekki alveg heima- völlurinn þeirra, vegna þess að þau vilja frekar sitja úti í horni á einhverju skítugu kaffihúsi. Þannig að við Ásgeir Kolbeins, eigandi staðarins, ákváðum að lúða þetta aðeins niður og fóðra veggina á Austur með lopapeysum, en svo verður stjörnuþema; við límum stjörnur á lopapeysurnar, segir Egill en þetta er úrslitatilraun að ná mann- skapnum saman. „Ég fer að gefast upp á að halda þessi partí.“ Egill segist fagna ákaflega því hversu kollegar hans hafa verið fengsælir á stjörnu- miðunum. „Mér finnst það yndislegt. Ég er nefnilega þannig að ég vil að öðrum gangi vel. Auðvitað geta ekki allir alltaf endað í topp þremur eins og G-höfðinginn en ég vona samt að allir hinir standi sig og drulli ekki á sig. Alltaf frábært að fá góða dóma og þeim mun fleiri stjörnur – þeim mun betra.“ Gillzenegger segist ekki ókunnur því að standa í stjörnuregni. „Já, já. Í Fréttablaðinu i fyrra voru einhverjir þrjátíu einstaklingar sem hver um sig gaf mér fimm stjörnur. Allt svona þjóðþekkt fólk; rithöfundar, grínistar, leikarar, sjónvarps- og fjölmiðlafólk.“ Egill sendi frá sér bókina Mannasiði í hitteðfyrra, Lífsleikni í fyrra og nú er komið að Heilræðum Gillz. Hann segir bækurnar allar miða að því að kenna „rasshausum“ að haga sér eins og herramenn. „Ég er í raun að loka þríleik með þessu og mun snúa mér að nýju umfjöllunarefni næst – jafnvel að kynjafræði út frá sjónarhorni karlmannsins verði undir,“ segir Egill en hann telur Heil- ræði Gillz ótvírætt sitt besta verk til þessa. Til stendur að halda stjörnujólatrésgleði rithöfunda á miðvikudaginn komandi milli klukkan fimm og sjö og eru stjörnugl- aðir gagnrýnendur boðnir sérstaklega velkomnir til að fagna með vinum sínum rithöfundunum. Til stendur að bjóða uppá jólaglögg og próteindrykki að hætti Ásgeirs Kolbeins. toti@frettatiminn.is Býður rithöfundum í lúðajólaglögg Metsöluhöfundurinn Egill „Gillz“ Einarsson buslar í jólabókaflóðinu rétt eins og síðustu tvö ár, með bókina Heilræði Gillz. Stéttarvitund rithöfundarins er rík eftir að hann fékk inngöngu í Rit- höfundasambandið og hann býður nú kollegum sínum í rithöfundastétt til jólatréskemmtunnar á veitingastaðnum Austur – til að fagna öllum stjörnunum sem örlátir gagnrýnendur hafa látið snjóa yfir bækur þessarar vertíðar.  GillzeneGGer FaGnar stjörnusnjóFlóði Ensk útgáfa bókar Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Mál- verkið, fær frábæra dóma í desember-tölublaði Library Journal, sem er afar áhrifa- ríkt fagtímarit bókageirans í Bandaríkjunum. Bókin ber nafnið Restora- tion á ensku og mun koma út undir merkjum hins virta útgefanda Harper Collins í byrjun næsta árs. Forlagið dreifði hins vegar í haust um tvö þúsund forprentuðum eintökum til þeirra sem fjalla um bókmenntir í fjölmiðlum vestan hafs. Umsögnin í Library Journal er sú fyrsta um Restoration – afrakstur þeirrar kynningar. Skáldsaga Ólafs gerist í miðri síðari heims- styrjöldinni og er sögusviðið búgarður í Tosc- ana héraði á Ítalíu. Þangað hrekst ung íslensk stúlka og fær skjól hjá hefðarkonu af enskum ættum. Umsögn tímarits- ins um Málverkið er mjög afgerandi: „NIÐURSTAÐA. Ólafsson dregur meistaralega upp innra líf þessara kvenna. Hann skapar marg- brotna og ríkulega mynd af ást og ástríðum þar að baki og lýsing hans á skelfingum daglegrar tilveru í hinni stríðshrjáðri Ítalíu bætir að auki dýpt og krafti við skáld- söguna,“ skrifar Patrick Sullivan fyrir tímaritið og mælir „ákaft“ með bókinni fyrir aðdáendur bókmennta- legra- og sögulegra skáld- verka. Umsögnin er mjög í takt við einróma lof íslenskra gagnrýnenda um Málverkið og lofar mjög góðu fyrir út- gáfu Restoration í Bandaríkj- unum á næsta ári.  útGáFa Bók ólaFs jóhanns ólaFssonar Lofsamleg umsögn í virtu bandarísku fagtímariti Austur er ekki alveg heimavöll- urinn rit- höfunda, vegna þess að þeir vilja frekar sitja úti í horni á einhverju skítugu kaffi- húsi. Eva Lind á WBFF- mótinu í nóvember. Baggalútur sviðinn í Hörpu Gleðisveitin Bagglútur tróð upp á árshátíð í einum af minni sölum hins volduga tón- listarhúss Hörpu um síðustu helgi. Þangað má sem kunnugt er ekki koma með eigið hljóðkerfi svo eina leiðin fyrir þá vösku sveina til þess að láta í sér heyra var fólgin í því að leigja hljóðkerfi hússins. En þá kárnaði gamanið því leigan á þeim græjum reyndist umtalsvert hærri en sú upphæð sem Baggalútunum datt í hug að rukka fyrir að troða upp. Með prútti og niðurskurði sem fólst í því að kasta fyrir róða ljósashowi og öðru flúri tókst að lækka leiguna þannig að hún varð rétt rúmlega það sem sveitin tók fyrir spilamennskuna. Bagglútur mátti því greiða með sér þetta kvöld og í herbúðum þeirra var nokkur pirringur yfir því að þurfa að punga út meiri peningum fyrir mikrafónstatíf en fyrir meistara eins og Guðmund Pétursson og Sigurð Guðmundsson sem voru sveitinni til halds og trausts á sviðinu sem jafnan. Ólafur Jóhann byggir aðra persónu Mál- verksins á raunverulegri fyrirmynd. „Svo vil ég hafa stjörnur hérna.“ Gilzenegger vill skreyta Austur með jólastjörnum til þess að leggja áherslu á tilefni fagnaðarfundanna og Ásgeir Kolbeins virðist ætla að láta það eftir honum. Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur. 94 dægurmál Helgin 2.-4. desember 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.