Fréttatíminn - 21.04.2011, Page 54
54 tíska Helgin 21.-24. apríl 2011
Okkar eigin
sumartíska
Sumartískan í ár er skemmtilegri en
nokkru sinni fyrr. Litadýrðin blindar mann
með skærum, áberandi litum og allt virðist
vera leyfilegt. Svörtu fötin fá vonandi að
fjúka með skammdegismyrkrinu og litríki
sumarfatnaðurinn ná fótfestu með hækk-
andi sól.
Breytilegur sumarfatnaður er þó ekki
eins algengur hér á landi og annars staðar
í heiminum; við þurfum sífellt að hafa
varann á. Því gengur lítið fyrir okkur
Íslendinga að fylgjast með heitu
sumartískunni sem þekkt-
ustu hönnuðir heims senda
frá sér. Íslenska veðráttan
býður ekki upp á slíkt. Hlýralausir
kjólar, stuttbuxur og stuttir jakkar eru ekki
beint sniðnir fyrir okkar veður. Við þurfum
því sjálf að skapa okkar eigin stíl með inn-
blástur til hins vestræna heims; litríkar
sokkabuxur undir kjólana, regnkápur og
jafnvel ullarpeysur í allri sinni litadýrð ef
vindurinn og kuldinn nær til okkar.
Þótt við eigum ekki jafn heitt og sólríkt
sumar og aðrir Evrópubúar þýðir það ekki
að við getum ekki notið sumarsins eins vel.
Við eigum okkar hefðir og venjur, fylgjum
okkar tísku og njótum þess til hins
ýtrasta. Plönum stórar útilegur þar
sem útilegubúnaðurinn, hlýju fötin
og góða skapið eru með í
för og njótum sólar-
innar sem aldrei sest.
Þetta eigum við Ís-
lendingar, ólíkt öðrum
Evrópubúum.
Diljá Hilmarsdóttir er tvítug Kvennaskólamær
og stefnir á að útskrifast í vor. Hún er einnig
mikill dansari og er nýútskrifuð úr Danslistaskóla
JSB
„Ég klæðist öllu því sem mér finnst flott; aðal-
lega dökkum fötum og þá helst svörtu. Á það
til að detta smá í gothara-týpuna en reyni þó
að hafa takmörk fyrir því. Leikkonan Taylor
Momsen finnst mér svakalega töff og lít mikið
upp til hennar. Stundum gengur hún þó of langt
í gothara-stílnum en þegar hún gerir það ekki er
hún alltaf flott.
Fötin sem ég klæðist kaupi ég mest í útlöndum;
þá helst í Monki og Urban Outfitters. Svo hérna
heima eru uppáhalds búðirnar mínar Topshop
og Einvera sem eru mjög flottar. Þegar kemur að
fatainnblæstri skoða ég mjög mikið tískublogg og
síður eins og lookbook.nu. Svo finnst mér alltaf
gaman að skoða tískutímarit eins og Vogue, það
er þegar ég tími að fjárfesta í slíku.“
Dett stundum í gothara-gírinn
5
dagar
dress
Áhugaverð herferð
Marcs Jacobs
Tískufrömuðurinn Marc Jakobs hefur
gefið út pólitíska yfirlýsingu með því
að hefja sölu á stuttermabolum sem
ætlað er að styðja baráttuna fyrir því
að samkynhneigðir hljóti samþykki í
samfélaginu. Bolirnir skarta tveimur
samkynhneigðum konum, barni og
textanum: „Ég borga skattana
mína, ég krefst réttar míns.“ Þeir
verða seldir víða um Ameríku og
á vefverslunum á 4.000 krónur
íslenskar og mun allur ágóði
renna til mannréttindabaráttu
samkynhneigðra. Jacobs segir
að allir eigi rétt á að gifta sig og
það sé rangt af samfélaginu að
útiloka ákveðna minnihlutahópa.
Kardashian-systur
virðast vera ofurkon-
ur nútímans og taka
að sér öll verkefni
sem gefast. Í vik-
unni sögðu þær frá
því á samskiptavefn-
um Twitter að þær
ættu í leynilegum
samningaviðræðum
við naglafyrir-
tækið OPI. Þær
segjast vera með
naglalakk fyrirtæk-
isins á heilanum og
ekki geta beðið eftir
að fá að hanna sína
eigin línu. OPI, sem
er þekkt fyrir að fá
frægt fólk í auglýs-
ingaherferðir sínar,
vill ekkert gefa upp
og segir allt vera á
byrjunarstigi. Syst-
urnar eru þó á öðru
máli og hafa gefið
út þá yfirlýsingu að
boltinn sé farinn að
rúlla hratt og allt
muni gerast á næstu
mánuðum.
tíska
Kolbrún
Pálsdóttir
skrifar
Snyrtivörufyrirtækið Mac hefur sett í sölu nýja snyrtivörulínu
fyrir páskana sem nefnist Quite Cute. Þetta er stelpuleg lína
sem inniheldur fallegar og öðruvísi vörur. Litirnir á snyrtivör-
unum eru einkennandi fyrir páskatímabilið, fallegir pastellitir
sem virka vel. Línan inniheldur naglalakk, augnskugga, varalit,
maskara og kinnalit og er mikið lagt í umbúðirnar. Línan minnir
helst á snyrtivörurnar sem maður notaði þegar maður var
barn, ýktir en flottir. Hún er væntanleg til landsins á næstu
dögum í verslanir Mac í Smáralind og Kringlunni.
Páskalína frá Mac Ofurkonur nútímans vinna með OPI
Þriðjudagur
Skór: Din Sko
Buxur: Next
Bolur: Topshop
Jakki: H&M
Kragi: Mömmuhönnun
Mánudagur
Skór: Din Sko
Buxur: Topshop
Samfella: Einvera
Jakki: Gamall Diesel-gallajakki
Eyrnalokkar: Agnes Björt
Miðvikudagur
Skór: Kronkron
Sokkabuxur: Krull
Kjóll: Next
Jakki: Kolaportið
Húfa: Topshop
Föstudagur
Skór: Einvera
Buxur: Topshop
Peysa: Einvera
Skyrta: Rokk og rósir
Slaufa: Kormákur og Skjöldur
Fimmtudagur
Skór: Einvera
Leggings: Topshop
Skyrta: Topshop
Hattur: Spúútnik
Byrjendanámskeið hefst
allar freka
ri upplýsin
gar má fin
na á www
.mjolnir.is
eða í síma
534 4455
• 692 44
55
2. maí
Sk
ránin
g á
mjol
nir@
mjoln
ir.is