Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 2
Erla Hlynsdóttir erla@ frettatiminn.is Ingólfur Júlíusson látinn bakaðar kjúklingabringur Prófaðu bökuðu kjúklingabringurnar, fylltar með ferskum kryddjurtum og rjómaosti. Gottimatinn.is Börn í Hlíðum og Breiðholti á aldrinum 9-10 ára hafa sett fram í máli og myndum hvernig þau vilja bæta hverfin sín. Brátt munu börn í öðrum borgarhlutum taka þátt í sams- konar verkefni sem er liður í hverfisskipulagsvinnu sem senn hefst í átta hlutum Reykja- víkurborgar. Vinna barnanna í Hlíðum og Breiðholti var því eins konar þjófstart. Í hverfisskipulaginu verður leitað til íbúa hverfanna um hugmyndir og þar verður byrjað á börnunum. Hildur Gunnlaugsdóttir, hjá umhverfis- og skipulags- sviði Reykjavíkurborgar, segir að sérstaklega verði vandað til samráðsins. Á kortum af hverfinu merkja börnin meðal annars inn hvar þau búa og hvar þau leika sér. „Þarna sést mikill munur á því hvert börnin fara ein að leika sér og hvert þau fara með foreldrum sínum,“ segir hún. Hugmyndir barnanna voru fengnar þannig að Hugrún Þor- steinsdóttir, arkitekt og kenn- ari, fór í frístundamiðstöðvar og ræddi við þau. „Leiðbein- endurnir höfðu í fyrstu áhyggj- ur af því að börnin myndu ekki nenna þessu en þau voru mjög spennt og áhugasöm,“ segir Hildur. Hvers konar hug- myndir sem tengjast leik eru áberandi. „Í Hlíðunum þar sem mikið er um græn svæði vilja börnin gjarnan sjá stærri tré til að klifra í. Ævintýramennska er þarna áberandi,“ segir Hildur. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur bjó í Bandaríkjunum í tíu ár og þekkir því af eigin raun hversu erfitt getur verið að koma atkvæði sínu til kjördeildar á Íslandi. Samkvæmt niðurstöðum Vinnumarkaðsrann- sóknar Hagstofunnar hefur atvinnuleysi aukist um 1,7% á milli mánaða. Atvinnuleysi í febrúar mældist 4,7 % en í mars voru 6.8% án atvinnu. Í mars 2012 var atvinnu- leysi meðal karla 9% miðað við 7,4% nú. Fyrir ári voru 6,2% kvenna án atvinnu en eru nú er hlutfallið 5,9%. Heildaratvinnuleysi í mars 2012 var 7,5% og hefur því minnkað um 0,7% milli ára. Fjöldi starfandi fólks í mars var 167.100 en í febrúar var fjöldinn 170.000. Samkvæmt árs- tíðarleiðréttingu jókst atvinnuleysi um 1,7% á milli febrúar og mars en hlutfall starfandi fólks minnkaði um 1,2%. Ingólfur Júlíusson, fréttaljósmyndari og margmiðl- unarhönnuður með meiru, lést aðfararnótt mánudags eftir stutta en erfiða baráttu við bráðhvítblæði. Ing- ólfur greindist með meinið í október og fór þá strax í lyfjameðferð sem skilaði ekki árangri. Við tóku tvær meðferðir til viðbótar sem skiluðu ekki árangri og í ársbyrjun var meðferð hætt. Ingólfur lét þó ekki bugast og horfði bjartsýnn frá á veg- inn og sagði þetta um veikind- in í viðtali við Fréttatímann í febrúarlok : „Ég nýt þess bara að vera til, ógeðslega grannur og hef það bara gott. Ég meina þetta fer eins og það fer og ég geri mitt til að grasa þetta og svona. Kannski þrauka ég en ef maður fer þá fer maður bara.“ Ingólfur var annálað ljúfmenni, alltaf glaður og í góðu skapi og skildi eitthvað gott og fallegt eftir í hjörtum allra sem nutu þeirrar gæfu að kynnast honum. Hann var sjálfum sér líkur fram á síðasta dag og verður víða sárt saknað, jafn vinsæll og vinamargur og hann var. Ingólfur var viðloðandi Fréttatímann frá stofnun blaðsins. Tók þátt í umbroti fyrsta tölublaðsins og stökk reglulega til í afleysingar þar til veikindin fóru að hrjá hann. Vinir og vinnufélagar Ingós ylja sér nú við minning- ar um ótal skemmtilegar vinnustundir með þessum fallna félaga sem kvaddi allt og fljótt og senda Monicu Haug, dætrum þeirra Ingólfs Hrafnhildi og Söru og öðrum ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðj- ur. -þþ  SkipulagSmál Íbúar Í hverfum borgarinnar koma með hugmyndir Börnin skipuleggja hverfið sitt Sýning á hugmyndum barna um framtíðarskipulag í Hlíðum og Breiðholti stendur nú yfirí þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni og var sett upp í tengslum við Barnamenningarhátíð. Ljósmynd/Hugrún Þorsteinsdóttir  koSningar ÍSlendingar ytra geta lent Í vandræðum með að kjóSa Mér datt í hug að liðsinna þeim sem væru í vand- ræðum. Kjörseðill á ferðalagi Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur auglýsti á Facebook að hún gæti tekið að sér að koma kjörseðlum frá Danmörku til Íslands. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og kemur hún fjölda atkvæða til skila, sumum frá bláókunnugu fólki. Eitt atkvæðið fer í gegnum þrjá milliliði áður en það ratar í kjörkassann. Þ etta verða líklega um tuttugu at-kvæði. Ég er þegar komin með sjö í hendurnar,“ segir Silja Bára Ómars- dóttir stjórnmálafræðingur sem kemur til Íslands á föstudag með atkvæði Íslendinga í Danmörku. Tæplega þrettán þúsund Íslendingar á kjörskrá eiga lögheimili erlendis. Þeim hefur fjölgað um allt að þriðjung frá síðustu kosningum. Flestir eru Íslendingarnir á Norðurlöndunum, þar af ríflega þrjú þúsund í Danmörku. Silja Bára bjó sjálf í Bandaríkjunum í áratug þegar hún var í námi og þekkir því af eigin raun hversu erfitt getur verið að koma atkvæði sínu á réttan stað. „Lengst keyrði ég frá Portland í Oregon til Seattle, líklega um sex- til sjöhundruð kílómetra ferð báðar leiðir,“ segir hún. Íslendingar erlendis geta kosið hjá ræðis- manni eða í sendiráði. Kjósi þeir tímanlega geta þeir sent atkvæðið í pósti til Íslands. Þeir sem gera seint upp hug sinn, eða hrein- lega gleyma að kjósa, þurfa stundum að fara krókaleiðir. „Mér datt í hug að liðsinna þeim sem væru í vandræðum og auglýsti á Facebook að ég væri á heimleið daginn fyrir kosn- ingar og gæti tekið með mér atkvæði,“ segir Silja Bára. Viðbrögðin voru mikil og henni komið í samband við nokkra bláókunnuga einstaklinga sem vildu taka þátt í alþingis- kosningunum. „Mér finnst ég vera að taka þátt í lýðræðinu með þessu. Ég veit að sumir ætluðu að sleppa því að kjósa því þeir héldu að þeir yrðu of seinir,“ segir hún. Eitt atkvæðið ferðast þó öllu meira en önnur. Þar er um að ræða atkvæði konu sem Silja Bára þekkir ekki neitt. Sú ætlar að fara með atkvæðið sitt til Kaupmannahafnar, til vinkonu Silju Báru. Þangað sækir Silja Bára atkvæðið áður en hún fer í flug á föstudag og fer með það til Reykjavíkur þar sem bróð- ir kjósandans tekur við því. Bróðirinn fer síðan með atkvæðið á sinn stað, í Norðvest- urkjördæmi. „Þetta er mikið ferðalag,“ segir hún. Önnur atkvæði fer hún með til sýslu- manns í utankjörfundaratkvæðagreiðsluna. Sjálf kýs Silja Bára síðan á laugardag eins og flestir. „Ég var að hugsa um að kjósa líka utan kjörfundar og svo aftur á kjördag til að fá meira vægi en það virkar víst ekki alveg þannig,“ segir hún kímin. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Glaðlegi víkingurinn Ingólfur Júlíusson fæddist þann 4. maí 1970 og lést 22. apríl 2013. Aukið atvinnuleysi 2 fréttir Helgin 26.-28. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.