Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 34
Ég er
búin að
búa í
kössum
í tíu ár
og hef
flækst um
á leigu-
markaðn-
um sem
er alveg
svakaleg-
ur. Fárán-
legur.
Þórður Björn Sigurðsson
Saman getum við
tryggt þjóðinni nýja
stjórnarskrá og
lýðræðisumbætur
S
jöfn Rafnsdóttir bjó í
Svíþjóð um langt árabil
þar sem hún starfaði
sem hárgreiðslukona.
Þegar kreppa skall á
Svíaríki missti hún allt sitt og var
nánast á götunni árið 1993. Hún
mátti ekkert eiga í fimmtán ár en
kann ekki að gefast upp og hefur
nú komið sér fyrir á litlum skika í
grennd við Hellu. Hún hefur beðið
eftir byggingarleyfi í á þriðja ár
og hefst á meðan við í tveimur tólf
feta gámum.
Árið 2004 lést dóttir Sjafnar, Eva
Björk Eiríksdóttir, eftir tveggja
áratuga erfið veikindi. Sjöfn
fylgdi dóttur sinni hvert fótmál
í baráttunni og gaf henni nýra
sem virkaði þó ekki sem skyldi.
Hún hefur fengið sinn skammt
af mótlæti en segist aldrei gefast
upp. Henni ofbýður svo ástandið í
samfélaginu að hún ákvað að taka
sæti á lista Lýðræðisvaktarinnar í
Suðurkjördæmi til þess að reyna
að láta gott af sér leiða. Röddina
segir hún þannig að hún geti ekki
rifið mikinn kjaft en hún láti þeim
mun meira til sín taka á lyklaborð-
inu sem hún hamrar á í gámnum
sínum umkringd þremur stórum
hundum.
„Ég gat ekki setið þegjandi og
horft upp á hvernig menn leika sér
að örlögum annarra og fá bara að
halda því óhindrað áfram. Þetta
ranglæti er eitt af því sem fékk mig
til þess að kasta mér á lyklaborð-
ið,“ segir Sjöfn ákveðin. „Ég á eftir
að fara í að aðgerð á raddböndum
og get ekki mikið verið með í því
að hrópa á torgum en reyni að
aðstoða eins og ég get. Ég valdi
Lýðræðisvaktina vegna þess að þar
er fólk sem stendur fyrst og fremst
Með eitt nýra og stálhnefann á lofti
Hárgreiðslumeistarinn Sjöfn Rafnsdóttir hefur marga fjöruna sopið á lífsleiðinni. Hún varð gjald-
þrota í Svíþjóð í kreppunni þar og sér engan mun á ástandinu þar þá og því sem fólk er að upplifa
á Íslandi núna. Hún missti dóttur sína eftir áralöng og erfið veikindi og telur heilbrigðiskerfið hafa
brugðist sér. Hún er nú hætt að klippa mennska hausa og snyrtir hesta með tilþrifum á Hellu. Þar
býr hún í tveimur gámum þar sem hún fær ekki byggingarleyfi. Hún er með eitt nýra og stálhnefa
sem hún steytir á móti ranglæti heimsins.
upp gegn óréttlætinu og ég fékk alveg
nóg þegar þjóðinni var sýnd vanvirð-
ing með meðhöndlun nýju stjórnar-
skrárinnar á Alþingi. Það var dropinn
sem fyllti mælinn.“
Missti aleiguna 1993
Sjöfn fluttist til Svíþjóðar 1989 og bjó í
Stokkhólmi í hartnær átján ár. „Ég fór
illa út úr kreppunni í Svíþjóð á sínum
tíma þegar ég missti heimilið mitt
og þetta er ég að endurupplifa núna
hérna heima. Ég keypti 1989 og var
búin að missa allt 1993. Það sem er í
gangi á Íslandi núna er bara endur-
tekning á öllu því sem gekk þá yfir
Svía.“
Sjöfn starfaði náið með neytenda-
samtökum í Svíþjóð og með hópum
sem börðust gegn eignaupptöku þá.
„Með neytendasamtökunum kom ég
að gerð skuldaeyðingarlaga sem voru
sett í Svíþjóð í apríl 1994 og tók virkan
þátt í baráttunni gegn því hvernig
farið var með fólk á þessum tíma.
Þannig að ég veit hvað fólk er að fara
í gegnum hér núna og þetta er bara
nákvæmlega eins.“
Sjöfn segir markvisst níðst á
„heiðarlegu fólki sem fremur þann
glæp að kaupa sér húsnæði fyrir sig
og börnin sín. Ég var þarna ein með
tvö börn og veit hvað það er að lenda í
klónum á hrægömmum. Í mínu tilfelli
var þetta fimmtán ára straff þar sem
ég mátti ekkert eignast. Ég gat heldur
ekki sótt um skuldaeyðingu af þeirri
einföldu ástæðu að ég var með veikt
barn sem var orðið átján ára og það
var ekki tekið með í reikninginn. Það
hryggir mig alveg ótrúlega hvernig
farið er með fólk hérna og ef ég get hjálpað
einhverjum með mínu framlagi þá er ég til í
slaginn.“
Býr í tveimur gámum
Sjöfn hefur komið sér fyrir á litlum skika við
Hellu þar sem hún hefur í á þriðja ár stefnt
að því að koma sér upp heimili. Það hefur
ekki gengið sem skyldi og hún hefst því við
í tveimur tólf feta gámum þar til rofar til í
kerfinu. „Ég kýs að vera svona og ég kýs að
búa svona og er bara enn í sveitinni að sleikja
sárin. Maður hefur samt lært maður getur
verið sáttur ef maður veit að maður hefur
gert eins vel og maður gat og aðstæður buðu
upp á,“ segir Sjöfn sem sækir vatnið í brunn
en er með það sem mestu máli skiptir í gám-
inum. „Ég er með rafmagn og internetteng-
ingu og það er æðislegt. Þetta gefur mér bara
tækifæri til að njóta hlutanna á annan hátt en
áður og horfa öðruvísi á það sem maður leit
áður á sem sjálfsagðan hlut.“
Biðin eftir byggingarleyfi hefur þó reynst
öllu lengri en Sjöfn reiknaði með í upphafi.
„Stjórnsýslan í þessu landi er í þvílíku ólagi
að ég er búin að bíða í tvö ár eftir byggingar-
leyfi og vona að þetta fari að ganga. En upp-
gjöf er ekki til í mínum orðaforða þannig að
ég flutti hingað á byggingarsvæðið í þessa
tvo gáma og þetta er þriðji veturinn minn í
þeim.
Þetta er búið að vera ansi skemmtilegt,
lærdómsríkt og rosalegt. Það var til dæmis
ansi magnað hérna um árið þegar það voru
50 metrar á sekúndu. Þá var ég búin að
skorða mig hérna með hundunum mínum,
alveg ákveðin í því að nú færi gámurinn. Það
gekk svo mikið á að ég fann tveggja metra
skjólvegg, sem ég var með hérna, í tætlum
tugi metra úti á túni. Þetta var svakalalegt.“
Risarotþró í loftköstum
„Ég má bara ekkert gera hérna fyrr en leyfið
kemur þótt ég sé löngu komin með lögbýlis-
rétt. En svona eru skipulagsmálin og það er
alltaf eitthvert nýtt fólk að taka við. Ég keypti
mér stærstu rotþró sem um getur en mátti
Framhald á næstu opnu
34 viðtal Helgin 26.-28. apríl 2013