Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 46
Sjálfstæðisflokkurinn Hilton Reykjavík Nordica Suðurlandsbraut 2 Sjálfstæðismenn í Reykjavík safnast saman á hótelinu og fylgjast með nýjustu tölum. Líklega verður nokkur spenna í þeirra röðum enda gætu þeir unnið varnarsigur á endasprettinum. Á kosninganótt í apríl 2009 komu flokksmenn saman á varnarþingi sínu í Valhöll og voru búnir undir það versta. Mannskapurinn bar sig þó vel, ekki síst Sigurður Kári Kristjánsson, sem eyddi kvöldinu í að detta inn og út af þingi. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, sá þó ekki ástæðu til að staldra lengi við og yfirgaf sam- kvæmið snemma kvölds eftir að hafa stappað stálinu í sitt fólk. Stórsöngvarinn Geir Ólafsson var þó í miklum ham, lét slæma niðurstöðu ekki draga sig niður og sá fram á bjarta tíma í stjórnarandstöðu. Samfylkingin Rúgbrauðsgerðin Borgartúni 6 Mikill völlur var á samfylkingarfólki fyrir fjórum árum þar sem það fagnaði ákaft kosningasigri á Grand Hótel. Flokksfólk mun að þessu sinni koma saman í Rúgbrauðsgerð- inni en verður varla jafn borubratt og á sama tíma fyrir fjórum árum þegar krókódílatár féllu yfir gengi Sjálfstæðisflokksins. Þá bar hugurinn marga hálfa leið til Evrópu og þrátt fyrir ofgnótt áfengis var það fyrst og fremst sigurvíman sem hélt viðstöddum í sjöunda himni. Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra var þar hrókur alls fagnaðar og réði sér vart af kæti yfir þeim skilaboðum sem hann nam upp úr kjörkössunum: Að þjóðin vildi stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna og komast í Evrópusambandið. Margt hefur breyst síðan þá. Jóhanna Sigurðardóttir var hetja kvöldsins en nú kemur það í hlut nýrakaðs Árna Páls Árnasonar að rífa upp stemninguna. Framsóknarflokkurinn Hótel Borg Pósthússtræti 9-11 Framsóknar- flokkurinn var ekki aðeins staðfastur í Icesave- deilunni heldur lætur hann ekki hagga sér af Borginni þar sem flokksfólk kom saman á kosninganótt 2009. Þá fór allt friðsamlega fram og stemningin var óvenju róleg, hvorki mikill fögnuður né sorg. Formaðurinn nýi virðist í ljósi sögunnar hafa verið býsna spámannlega vaxinn þetta kvöld en flokkurinn rétti aðeins úr kútnum á endasprettinum og Sigmundur Davíð Gunn- laugsson sagði þetta vera upphafið að því sem koma skal. „Þetta er upphafið að því sem koma skal,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins, á kosningavöku flokksins í Reykjavík fyrir örfáum mínútum. Flokkurinn hefði verið kletturinn í hafinu og fólk ætti bara að ímynda sér „hvað hefði gerst ef við hefðum haft eins og eina viku til viðbótar í kosningabaráttu.“ Næstu nótt kemur í ljós hvernig fjögur ár í baráttu munu gagnast flokknum. Vinstri-hreyfingin grænt framboð Hótel Saga Hagatorgi Vinstri-græn áttu góða nótt á Kaffi Reykjavík fyrir fjórum árum þegar flokkurinn fékk mesta fylgi í sögu sinni. Steingrímur J. Sigfús- son, þáverandi formaður VG, var vígreifur og hylltur sem traustur leiðtogi og mikill sigur- vegari þegar hann gekk í salinn þangað sem hann kom beint frá Akureyri þar sem hann hafði gert gott mót í heimakjördæmi sínu. Hann lýsti yfir sigri flokksins í kosningunum og sagði makleg málagjöld Sjálf- stæðisflokksins bera þess skýrt vitni að lýðræðið virkaði á Íslandi. Mikilvægast sagði hann þó að forsendur fyrir hreina vinstri stjórn hefðu skapast. Staða VG er allt önnur í dag og hvað sem gerist á laugardag er ljóst að Steingrímur fær ekki sama uppklappið og áður og að Katrín Jakobsdóttir mun bera hitann og þungann af nóttinni. Og virkni lýðræðisins verður varla Steingrími jafn vel að skapi sé eitthvað að marka fylgiskannanir. Skálað fyrir sigrum og grátið ofan í bjórinn Kosningavökur stjórnmálaflokkanna eru ómissandi þáttur í tilveru hörðustu stuðningsmanna á kosninganótt þar sem ýmist er skálað glaðlega fyrir glæstum sigrum eða grátið ofan í veigarnar yfir ótíðindum upp úr kjörkössunum. Vökurnar verða óvenju margar í ár enda fádæma margir listar í boði þannig að ætla má að víða um borgina muni fólk hlæja og gráta í mislitum kórum. En kjósendur ráða því vitaskuld hvar gleðin verður við völd og hvar þunglyndið mun svífa yfir vötnum. Fréttatíminn tiltekur hér hvar þeir flokkar sem eiga raunhæfa möguleika á að ná fólki á þing, samkvæmt skoðanakönnunum, daginn fyrir kosningar koma saman. Og rifjar um leið upp stemninguna hjá fjórflokknum fyrir fjórum árum. Pírataflokkurinn Restaurant Reykjavík (áður Kaffi Reykjavík) Vesturgötu 2 Pírataflokkurinn var ekki í framboði fyrir síðustu kosningar en á raunhæfa möguleika á þingsætum nú. Internetliðið ætlar að koma saman á Restaurant Reykjavík og taka því þar sem verða vill. Birgitta Jónsdóttir er einn mest áberandi kafteinn sjóræningjanna, en hún var í miklum ham á Iðnó í apríl 2009 þegar hún fór á þing, ásamt þremur öðrum, fyrir Borgarahreyfinguna. Það sem helst bar til tíðinda á vöku Borgarahreyfingarinnar var að á þriðja tímanum var ungum manni hent út með nokkrum látum. Hann taldi sig eiga erindi við viðstadda og slökkti á hljóðkerfi staðarins þar sem hann vildi koma því á framfæri að það væri alveg sama hvað fólk kysi það fengi alltaf „sama bullið“ yfir sig. Ekki útilokað að þessi maður sé pírati í dag. Björt framtíð Víkin – Sjóminjasafn í Reykjavík Grandagarði 8 Björt framtíð er einnig nýliði þegar kemur að því að slá upp kosningavökum en liðsmenn hennar safnast saman í Víkinni. Hverf- andi líkur eru taldar á því að formaðurinn Guðmundur Stein- grímsson muni þenja nikkuna á kosninga- nótt en plötusnúður mun sjá um tónlist á milli þess sem nýjustu tölur berast. Fylgstu með - láttu sjá þig! Sérblöð Fréttatímans Sérblöð Fréttatímans eru vönduð og auglýsingar í þeim skila auglýsendum árangri enda er Fréttatíminn lesin af um 109.000 manns um hverja helgi, en ekki bara flett við morgunverðarborðið. Ef þú hefur áhuga á að koma að efni eða auglýsingu í sérblöðin þá snúðu þér til auglýsingadeildar Fréttatímans. Síminn er 531 3310 eða sendu okkur póst á auglysingar@frettatiminn.is 46 úttekt Helgin 26.-28. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.