Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 78
Þórarinn Leifsson KLárar barnaLeiKrit
Drengur missir ríkisfang
Það hefur
enginn
þorað
að taka
af skarið
ennþá.
Þórarinn Leifsson hefur getið sér gott orð
fyrir hressilegar barnabækur sínar um
Bókasafn ömmu Huldar og Leyndarmálið
hans pabba. Hann er að leggja lokahönd á
leikritið Útlenski drengurinn sem fjallar
á gamansaman hátt um ósköp venjulegan
íslenskan dreng sem lendir í því að yfir-
völd telja hann vera útlending. Drengurinn
missir ríkisfangið og bíður örlaga sinna á
skólabókasafninu.
Leikritið verður leiklesið í Tjarnarbíói á
sunnudagsköld klukkan 18 í tengslum við
barnamenningarhátíð en Þórarinn vonast til
þess að það komist á svið fyrr en síðar.
„Þetta sprettur af áhuga mínum á þessari
grunnhugmynd um ríkisfangið. Hvað það
sé fyndið að þú hafir sérstakan rétt þegar
þú fæðist á einhverjum tilteknum stað. Það
er eiginlega absúrd. Að sá sem fæddist í
Reykjavík hafi eitthvað meiri rétt á að búa í
Reykjavík en til dæmis einhver sem fæddist í
Jóhannesarborg,“ segir höfundurinn. „Ég er
að leika mér með þessa hugmynd.“
Dóri DNA, Þorsteinn Bachmann, María
Heba Þorkelsdóttir, Arndís Hrönn Egils-
dóttir, Stefán Jónsson og Magnea Björk
Valdimarsdóttir leiklesa verkið undir stjórn
Vigdísar Jakobsdóttur og Þórarinn útilokar
ekki að þessi hópur taki sig saman um að
sviðsetja verkið.
„Þetta er á lokastigi. Okkur vantar
bara einhvern sem þorir að setja þetta upp
sem alvöru leikrit,“ segir Þórarinn sem er
ófeiminn við að fara óhefðbundnar leiðir og
hneyksla dálítið í leiðinni. „Ég geri svolítið
grín að helgislepjunni sem er yfir
íslenskum gildum og það hefur
enginn þorað að taka af skarið
ennþá.“
Þórarinn segir leikarana
hins vegar hæst ánægða
með verkið og telur líklegt
að hópurinn gangi sjálfur
í málið og komi Útlenska
drengnum á svið. -þþ
Þórarinn Leifsson leikur sér með hugmyndina
um ríkisfang og þau forréttindi sem slíku fylgja
stundum í Útlenska drengnum. Ljósmynd/Hari
Guðrún schevinG thorsteinsson barnaLæKnir í opnar búð
Rekur verslun
af hugsjón og ást
Guðrún Scheving Thorsteinsson barnalæknir heillaðist mjög af sænsku Indiska-búðunum
þegar hún bjó í Stokkhólmi. Litríkar vörur Indiska er það sem hún saknaði helst frá Svíaríki
þegar heim var komið og hún fékk því þrjár vinkonur sínar til liðs við sig og þær opna Indiska-
verslun á Íslandi í byrjun maí.
G uðrún Scheving Thorsteinsson barna-læknir var tíður gestur í verslunum Indiska í Stokkhólmi þau átta ár sem
hún bjó í Svíþjóð. Verslanakeðjan ætti að vera
mörgum Íslendingnum kunn en Indiska rekur
fjölda verslana í Svíþjóð og teygir sig víðar,
meðal annars til Noregs og Finnlands. „Fólk
á alveg sínar uppáhalds Indiska-búðir en þær
eru allar litríkar, fallegar og skemmtilegar,“
segir Guðrún sem opnar Indiska-búð í Kringl-
unni þann 8. maí ásamt vinkonum sínum þeim
Sigríði Rögnu Jónsdóttur, Dagbjörtu Guð-
mundsdóttur og Sigrúnu Andersen.
Indiska selur sænska hönnun, fatnað, hús-
búnað, skartgripi og húsgögn sem sækja fyrir-
myndir í indversk handverk og hluti hagnaðar-
ins rennur til góðgerðamála. Sigríður Ragna
bjó um skeið á Indlandi þar sem hún kynntist
handverki þarlendra og heillaðist af Indiska í
heimsóknum sínum til Guðrúnar í Stokkhólmi.
Þær stöllur fengu síðan Sigrúnu og Dag-
björtu til liðs við sig. Þær búa báðar yfir mikilli
reynslu af verslunarrekstri en Dagbjört hefur
meðal annars komið að rekstri verslana Top
shop, Dorthy Perkins, Oasis. Með hjálp Sig-
rúnar og Dagbjartar náði hópurinn samningi
við Indiska í Svíþjóð og draumur Guðrúnar um
Indiska-búð á Íslandi er því við það að rætast.
„Þegar ég kom heim var Indiska eiginlega
það sem ég saknaði mest frá Svíþjóð,“ segir
Guðrún. „Mér fannst þetta vanta hérna og trúi
því að Indiska geti bætt íslenska verslunar-
menningu.“
Guðrún segist fyrst og fremst hafa heillast af
litadýrðinni og fegurð hönnunarinnar auk þess
sem hún kunni vel að meta hversu vistvænt
fyrirtækið er. „Þessi samfélagslega ábyrgð
höfðar til mín og manni líður alltaf voðalega
vel þegar maður kaupir í Indiska vitandi að
um leið er maður að leggja inn hjá þeim sem
minna mega sín.“
Guðrún kom heim frá Svíþjóð fyrir
tveimur og hálfu ári og opnaði lækna-
stofu þar sem hún hefur meira en nóg
að gera. Hún er stjórnarformaður
Indiska á Íslandi en sér ekki fram á að
gera starfað mikið í versluninni. „Ég
er á fullu í barnalækningunum og er
enn að vinna aðeins úti í Svíþjóð og
er með annan fótinn þar en ef það
vantar aðstoð í búðinni þá stekk ég
til. Í það minnsta til að byrja með.
Dagbjört og Sigrún sinna mest
rekstrarþættinum en við Sigríður
komum kannski meira inn með
hugsjónina,“ segir Guðrún en þær
stöllur voru farnar að þreifa fyrir
sér með leyfi til að opna Indiska
hérna áður en Guðrún flutti heim.
Þannig að í maí rætist áralangur
draumur barnalæknisins.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Guðrún Scheving
Thorsteinsson
barnalæknir
segist hafa hellt
sér út í verslunar-
rekstur Indiska
af hugsjón og ást
en hún er þó ekki
alveg ókunnug
rekstri, dóttir
Davíðs Scheving
Thorsteinsson
sem löngum var
kenndur við Sól.
Vinkonurnar fjórar, Sigríður Ragna Jónsdóttir, Dagbjört Guð-
mundsdóttir, Sigrún Andersen og Guðrún Scheving Thor-
steinsson ætla sér að bæta íslenska verslunarmenningu með
indverskum áhrifum.
Slegist við þjóðina
Ísafjarðarmálið svokallaða setti samfé-
lagið á annann endan í upphafi ársins
2006 og því lauk með að tveir ritstjórar
DV, þeir Jónas Kristjánsson og Mikael
Torfason, sáu sér þann kost vænstan
að hætta störfum. Fjölmiðlamaðurinn
Jakob Bjarnar Grétarsson var blaða-
maður á DV á þessum tíma og skrifaði
mastersritgerð sína í bókmenntafræði
við Háskóla Íslands um málið. Forlagið
hefur nú gefið ritgeriðna út á rafbókar-
formi undir titlinum Í slagsmálum við þjóðina. Jakob hefur klippt og skorið ritgerðina
til en í bókinni heyrast tvær meginraddir, Mikaels og hans sjálfs. Jakob segist þó
leitast við að skoða málið utan frá sem bókmenntafræðingur í bók sem höfundurinn
sjálfur segir alla blaðamenn þurfa að lesa.
Víkingahrellir
á förum
Ingi Freyr Vilhjálmsson, fréttastjóri
DV, hefur gengið vasklega fram frá
hruni í umfjöllun um ýmsa vafasama
gjörninga útrásarvíkinganna svoköll-
uðu í aðdraganda hrunsins. Ingi Freyr
hefur leitt umfjöllun DV um slík mál
og iðulega verið með hælana þar sem
aðrir komast ekki með tærnar. Ingi
Freyr er nú á förum en hann ætlar að
fylgja konu sinni, Sigrúnu Hallgríms-
dóttur, til Svíþjóðar þar sem hún
hyggur á sérfræðinám í barnalækn-
ingum. Þau fara nú á sunnudag. Þeir
sem enn burðast með vafasamar
beinagrindur fjármálagjörninga í
lestinni ættu þó að fagna varlega þar
sem Ingi Freyr mun halda áfram að
skrifa í DV að utan.
Svartar og sykurlausar
erfðavenjur
Óvirkir alkóhólistar sem þjappa sér saman
undir merkjum AA-samtakanna og halda sér
þurrum með gagnkvæmum stuðningieru
margir hverjir með böggum hildar ef ekki
hreinlega bálreiðir eftir að eigendur Café
París fóru þess á leit að félagar slepptu því að
halda framhaldsfundi sína á staðnum og halda
þannig dýrum sætum og borðum í gíslingu
tómrar kaffidrykkju sem skilar ekki miklu í
kassann. Bubbi Morthens er sá AA-maður
sem látið hefur hæst í sér heyra en margir
óvirkir furða sig á yfirlýsingagleði félaga
sinna og þykir sem grunnstoðir samtakanna,
erfðavenjurnar númer 11 og 12 hafi gufað upp.
Samkvæmt venjunum eiga félagar að halda
samtökunum utan við „deilur og dægurþras“
auk þess sem í „fjölmiðlum ættum við alltaf að
gæta nafnleyndar.“
78 dægurmál Helgin 26.-28. apríl 2013