Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 48
48 matur Helgin 26.-28. apríl 2013
XXXXX XXXXXX
kosningakvöld gott í gogginn XXXXX XXXXXX
Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er
verndaður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn
í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan.
Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi
hvert sem litið er og setur borgina á stall
með fallegri borgum Evrópu.
Verð í tveggja manna herbergi
kr. 94.900,-
Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat,
íslensk fararstjórn og rúta til og frá flugvelli.
Trans Atlantic sérhæfir sig í ferðum til Eystrasaltslanda.
Upplýsingar í síma 588 8900
Úrval veitingahúsa, verslana (m.a. H&M)
og kaffihúsa.
Næturlíf eins og það gerist best.
Riga
Lettlandi
Stórfengleg borg
Beint flug frá Keflavík og Akureyri
26.-29. október
Verð per mann í
2ja tveggja manna
herbergi
314.061 kr
Innifalið: Flug,
hótel, skattar, hálft
fæði, allar ferðir,
aðgangur þar sem
við á og íslenskur
fararstjóri
Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur
alþjóðafæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má
sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru
og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem
gömul gildi eru í hávegum höfð.
Náttúra, menning og fjölbreytt dýralíf sem eiga varla sinn
líkan,ævintýraleg upplifun í einstöku umhverfi. Eyjan sem Sinbað sæfari
og Marco Polo heimsóttu á ferðum sínum. Við kynnumst framandi en
heillandi heimi sem tekur á móti ferðalöngum með opnum örmum.
Innifalið:
Hálft fæði, flug,
hótel,skattar,
íslenskur fararstjóri
og allar ferðir m.a.
Safarí ferð um Yala
þjóðgarðinn.
Verð per mann i 2ja
manna herbergi
499.920 kr
Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralífi og hinum forna menningar-
heimi Maya indíana.
Skoðum m.a. hin þekkta piramida Tulum, gamlar menninga borgir, syn-
dum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplif um regnskóginn.
Við tökum svo nokkra daga á luxus hóteli við Karabiska hafið þar sem
allt er innifalið.
Verð per mann í 2ja
manna herbergi
464.329 kr
Innifalið:
Flug, hótel, allar
ferðir,skattar og
íslenskur fararstjóri.
Spennandi ferðir út í heim
Brauð með geitaosti
Smáréttir í kosningapartíið
Ostastangir
Þessar ostastangir eru góm-
sætar framreiddar nánast beint
úr ofninum. Þær eru gerðar að
hluta til úr heilhveiti og eru því
hollari fyrir vikið.
Fyrir 8
85g heilhveiti
85g hveiti
3 msk smjör (mjúkt)
3msk parmesan (rifinn)
1 stórt egg
2msk mjólk
1tsk paprikuduft
1msk sesamfræ
Aðferð:
Hitið ofninn í 180ºC. Setjið
bökunarpappír á 2 bökunar-
plötur. Blandið hveiti og salti í
skál og bætið smjöri í og hrærið
þangað til blandan verður eins
og brauðmylsna. Hrærið par-
mesanosti út í. Hrærið saman
egg og mjólk. Geymið eina
matskeið en blandið restinni
út í hveitiblönduna þannig að
úr verði þétt deig. Hnoðið.
Stráið paprikudufti á borðið og
fletjið deigið út í ferning, með
um 20cm hliðarlengd. Smyrjið
með eggjablöndunni sem eftir
var, skerið í 10cm lengjur sem
eru um 1cm að breidd. Takið
lengjurnar og snúið upp á þær
og leggið á bökunarpappír á
ofnplötu. Bakið í 15 mínútur.
Kælið ögn og berið fram volgt.
Geymist í allt að 5 daga.
Míní beikon- og eggjapæ
Lítil eggjapæ, bragðgóð
og seðjandi og tilvalin í
veisluna
24 stk
3 egg, hrærð
4 beikonsneiðar
1 lítill laukur, smátt skorinn
1/4 bolli rifinn ostur
salt og pipar
sletta af rjóma
Aðferð:
Hitið ofninn í 180ºC.
Smyrjið múffumót. Hrærið
öllu saman í skál og hellið
í mótin. Bakið í ofni í 15-20
mínútur. Berið fram volgt
eða kalt.
Möndlur með rósmarín
Möndlur eru dýrind-
issnarl en þessar eru
enn betri.
Fyrir 8
300 g möndlur
2 msk ólívuolía
2 hvítlauksgeirar
1 grein rósmarín
1 1/2 tsk sjávarsalt
Aðferð
Hitið ofninn í 180ºC.
Blandið öllu saman í
skál, setjið á ofnplötu
og bakið í 10 mínútur.
Takið úr ofninum og
látið standa þar til
kólnar.
Beikonvafin hörpuskel
Bakaður geitaostur er eitt
það besta sem til er og þar
sem hann er ekki á boð-
stólum hjá okkur Íslendingum
á hverjum degi er hann sann-
kallaður veislumatur.
Fyrir 16
1 snittubrauð, skorið í 2,5 cm
sneiðar
80ml tómatpúrra (púrée)
2msk sólþurrkað tómatmauk
(paste)
4 tómatar
140g geitaostur
1 1/2 msk ólívuolía
2msk furuhnetur
ferskt tímían
Aðferð
Hitið grillið og ristið brauðið
á báðum hliðum. Blandið
saman tómatpúrru og -mauki
og smyrjið ögn á hverja
sneið. Sneiðið tómatana og
setjið eina sneið á hverja
brauðsneið. Setjið eina sneið
af geitaosti ofan á tómatinn
og dreitil af ólívuolíu ofan á
ostinn og fáeinar furuhnetur
og ögn af tímían. Grillið í 4-5
mínútur þangað til osturinn
byrjar að bráðna og furu-
hneturnar að brúnast. Berið
fram heitt.
Gómsæt hörpuskelin verður
enn betri á bragðið með
stökku beikoni.
Fyrir 8
12 beikonsneiðar
24 hörpuskeljar
Safi úr 1/2 sítrónu
Aðferð
Hitið ofninn í 180ºC. Skerið
beikonsneiðarnar í tvennt og
vefjið utan um hverja hörpu-
skel. Festið með tannstöngli.
Kreistið sítrónusafa yfir og
bakið í ofni í 15 mínútur. Borið
fram heitt.