Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 4
FJÖLDI GRILLA Á KOSNINGA TILBOÐISmiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 www.grillbudin.is Er frá Þýskalandi Gashella 69.900 Opið kl. 11 - 18 virka daga Opið kl. 11 - 16 laugardaga KOSNINGAR TILBOÐ Samdráttur tekna tæplega 15 prósent Marel birti fyrr í vikunni uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung 2013. „Uppgjör þetta verður að teljast óviðunandi fyrir stjórn­ endur og eigendur félagsins,“ segir Greining Íslandsbanka. Tekjur félagsins á ársfjórðungnum námu 158 milljónum evra, um 24 milljörðum króna, sem er samdráttur upp á tæplega 15% frá sama tímabili í fyrra. „EBIT­ framlegð félagsins var 6,5% af tekjum en var 11,4% á sama tímabili í fyrra og er því víðsfjarri mark­ miðum stjórnenda sem hljóða upp á að hlutfallið sé í kringum 10­12%.“ Hlutabréf félagsins lækkuðu í kjölfar þess að upp­ gjörið var birt. „Staða pantanabókar félagsins hefur lækkað frá sama tímabili í fyrra og nemur lækkunin yfir 20%. Borið saman við stöðu pantanabókarinnar í lok 4. ársfjórðungs 2012 þá hefur staðan batnað, en hafa verður í huga við þann samanburð að í lok ársins 2012 var pantanastaðan í lægstu stöðu síðan í upphafi ársins 2011. Upphafsstaða pantanabókarinnar um síðustu áramót skýrir að hluta hinn mikla tekjusamdrátt sem er hjá félaginu á fyrsta fjórðungi ársins miðað við sama tímabil í fyrra,“ segir Greiningin enn fremur. Þar kemur einnig fram að Marel hefur breytt tekjuspá sinni með þeim hætti að nú er miðað við að velta félagsins nái einum milljarði evra árinu 2017, en áður var stefnt að ná þessu takmarki á árinu 2015. Gróft reiknað jafngildir þetta yfir 10% vexti tekna á ári, fram til ársins 2017. „Í ljósi þróunarinnar undanfarið,“ segir Greining Íslandsbanka, „má segja að hér sé um mjög metnaðarfullt markmið að ræða.“ ­ jh Kaupmáttur eykst Kaupmáttur launa hefur aukist á síðustu mánuðum vegna kjarasamningsbundinna launahækkana og styrkingar krónunnar. Nemur kaupmáttaraukningin frá áramótum 1,9%. Hagstofan birti fyrr í vikunni launavísitölu fyrir mars, ásamt afleiddum vísi­ tölum. Vísitalan hækkaði um 1,3% en í mánuðinum kom til framkvæmda kjarasamn­ ingsbundin hækkun á launum opinberra starfsmanna. Launavísitalan hefur hækkað um 4% frá ársbyrjun. Stærstur hluti þeirrar hækkunar er til kominn vegna 3,25% kjarasamningsbundinnar hækkunar stærstu launþegahópa í febrúar og mars. Kaup­ máttur launa mælist nú svipaður og hann var á 2. ársfjórðungi 2006. ­ jh Í rannsókn meistararitgerðar Önnu Lóu Sveins-dóttur frá árinu 2010 á tuttugu og tveimur búum hérlendis kom í ljós að ekkert búanna uppfyllti öll skilyrði reglugerðar um aðbúnað nautgripa. Sam- kvæmt reglugerðinni skal nautgripur yfir 220 kílóum hafa 1,8 fermetra svæði. Rannsókn Önnu Lóu leiddi í ljós að á rúmlega 70% nautabúanna voru nautgripir í minni stíum. Til samanburðar má nefna að sam- kvæmt reglugerð um leikskóla (nr. 438/2002) skal hvert leikskólabarn hafa að minnsta kosti 7 fermetra hreyfirými. „Graðnautum er ekki heimilt að dvelja utandyra eftir sex mánaða aldur og fullri sláturstærð ná þau ekki fyrr en um átján til tuttugu og tveggja mánaða. Þessar skepnur þurfa því að dvelja innandyra á 1,8 fermetrum í tólf til sextán mánuði,“ segir Anna Berg Samúelsdóttir, bútæknifræðingur og meistaranemi. Anna Berg hefur efasemdir um að 1,8 fermetrar séu nægilega mikið pláss fyrir nautgrip til að geta sinnt grunnþörfum sínum og hreyft sig á eðlilegan hátt. Því telur Anna Berg mikilvægt að aðstaða naut- gripanna innandyra verði tekin til endurskoðunar og tekið meira tillit til velferðar dýranna. Nautum er það eðlilegt að eyða mestum tíma í að leita matar og jórtra. Frítíma nota þau svo í samveru svo sem að hnoðast hvert í öðru. Anna Berg segir augljóst að kostnaðarsamara sé fyrir bændur að hafa allar aðstæður fyrir sína nautgripi til fyrirmyndar. „Ef niðurgreiðslur til bænda duga ekki svo þeir geti veitt sínum dýrum bærilegra uppeldi þarf ef til vill að endurskoða opinbera styrki til landbúnaðar,“ segir Anna Berg. Að sögn Sigurðar Loftssonar, formanns stjórnar Landsambands kúabænda, leiddi viðhorfskönnun meðal þeirra í febrúar síðastliðnum í ljós aukinn áhuga meðal kúabænda á að stækka rými og bæta aðbúnað nautgripa. Sigurður segir greinina hafa verið í erfiðri fjárhagslegri stöðu undanfarin ár þó afkoman hafi farið batnandi síðust misseri en að aukin framlög ríkisins til uppbyggingar aðstöðu myndu hjálpa mikið við að bæta aðbúnað nautgripa. Oft séu nautgripir í gömlum fjósum sem byggð voru samkvæmt eldri kröfum og slíku sé kostnaðarsamt að breyta. Nokkur nautabú á Íslandi bjóða nautum sínum upp á fyrirmyndar aðstæður. Þessi bú selja afurðir sínar þó undir sömu merkjum og þau sem ala nautgripi við síðri aðbúnað því afurðastöðvar skilgreina bú ekki eftir aðbúnaði. Anna Berg nefnir sem dæmi að í Danmörku geti bændur með góðan aðbúnað naut- gripa aðgreint sínar vörur með vottun, til dæmis frá Dýraverndarsambandi Danmerkur. Verið er að þróa þá hugmynd hér á landi. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is  Dýravelferð Yfir 200 kÍlóa naut alin á 1,8 fermetrum Naut alin í miklum þrengslum í fjósum Aðbúnaður nautgripa til kjötframleiðslu á hefðbundnum búum á Íslandi sviptir dýrin möguleikum til að uppfylla margar af sínum náttúrulegu þörfum, að mati Önnu Berg Samúelsdóttur, bútækni­ fræðings og meistaranema. Samkvæmt reglugerð skal stíustærð nauta yfir 220 kílóum ekki vera minni en 1,8 fermetrar. Til samanburðar skal hvert leikskólabarn hafa 7 fermetra hreyfirými. Áhugi er meðal kúabænda á að auka hreyfirými nautgripa. Nautgripastía með meira hreyfirými en reglugerð kveður á um. veður föstuDagur laugarDagur sunnuDagur Kalt, En Hlýnar mEð rigningu og slyDDu V-til í KVölD. HöfuðborgarsVæðið: S­HVASSVIrðI oG rINGING Í KVÖLd. allHVöss V-átt og rigning Eða sKúrir. snjóKoma á fjallVEgum nV-til. HöfuðborgarsVæðið: STrEKKINGSVINdUr oG SKúrIr. gEngur í HVassa na-átt mEð snjó- Komu og fjúKi n- og na-til. HöfuðborgarsVæðið: N­áTT oG KóLNANdI. Að MESTU úrK.LAUST. Víða kalsasamt á kjördag Enn er bið á vorlegra veðri. Í kvöld og nótt er spáð vætu með hlýnandi veðri um stund. Skil fara austur yfir landið og á morgun, kjördag er útlit fyirr strekkings V­ átt á landinu með skúrum eða slyddu­ éljum um vestanvert landið. á fjallvegum, einkum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, verður vetrarveður með hríð og skafbyl. Eystra mun sjást til sólar. útlit er fyrir talsvert NA­ kast á sunnudag með snjókomu N­ og A­til. 1 -1 -4 -3 1 4 2 3 4 5 1 -2 -1 0 3 Einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is 4 fréttir Helgin 26.­28. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.