Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 20
Stjórnmálaskýrendur eru flestir sammála um að miðað við fylgi flokka í skoðanakönnunum séu líkur á þrenns konar stjórnarsam- starfi að loknum kosningum. Líklegasti kosturinn sé tveggja flokka stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks undir forystu þess flokks sem fær meira fylgi í kosningunum. Einnig er möguleiki á tveimur þriggja flokka stjórnum, ýmist undir forystu Framsóknar- flokks eða Sjálfstæðisflokks, sem myndu þá leita til Samfylkingar og Bjartrar framtíðar um myndun ríkisstjórnar. Fréttatíminn fékk Svanborgu Sigmarsdóttur stjórnmálafræðing til að spá fyrir um hver áherslumál þessara ríkisstjórna gætu orðið. og Framsóknarflokksins mun forsætis- ráðherrastóllinn að öllum líkindum enda hjá þeim flokki sem ber sigur úr býtum í kosningunum. Hefð er fyrir því að sá flokkur í stjórnarsamstarfinu sem ekki fær forsætisráðherrastólinn, fái stól utan- ríkisráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttatímans mun Sjálfstæðisflokkurinn gera kröfu um að ráðuneytum verði fjölg- að um að minnsta kosti eitt, heilbrigðis- ráðuneytið verði tekið út úr velferðar- ráðuneytinu sem sérstakt ráðuneyti. Velferðarráðuneytið verður þá hugsan- lega félagsmálaráðuneyti að nýju. Ef um tveggja flokka stjórn er að ræða er talið víst að ráðuneytum verði fjölgað um tvö til þess að flokkarnir tveir fái jafnmörg ráðuneyti, fimm hvor. Tíunda ráðuneytið verður því búið til og annað hvort tekið út úr innanríkisráðuneytinu eða atvinnuveg- aráðuneytinu, nema ef efnahags- og við- skiptaráðuneytið verður endurvakið, líkt og Árni Páll Árnason, formaður Samfylk- ingarinnar, hefur reyndar talað fyrir. Þó er ekki útilokað að efnahagsmálin verði færð aftur inn í forsætisráðuneytið. Þar sem Framsóknarflokkurinn virðist vera að vinna mun meiri kosningasigur en Sjálfstæðisflokkurinn er ekki útilokað að embætti forseta Alþingis falli Framsókn- arflokknum í skaut. Framsóknarmenn gætu hins vegar lent í vandræðum með að skipa í embættið því Vigdís Hauks- dóttir hefur verið mjög umdeild en hún væri annars augljós kostur sem oddviti flokksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Telja má líklegt að formaður Framsóknar- flokksins telji hagsmunum flokksins betur borgið með því að halda henni utan ríkis- stjórnar og utan þess sviðsljóss fjölmiðla sem á henni myndi skína í stól Alþingis. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins var sett inn ákvæði um að annar vara- formaður flokksins væri ekki ráðherra og því væri Kristján Þór Júlíusson, sem leiðir listann í Norðausturkjördæmi, sjálf- krafa útilokaður úr ríkisstjórn. Heimildir Fréttatímans herma hins vegar að standi honum ráðherraembætti til boða muni hann segja af sér í embætti annars vara- formanns. Hvers má vænta S tefnuyfirlýsing Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks myndi ein-kennast af áherslum á efnahagsmál, atvinnu og skuldir heimil-anna. Bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur telja skattkerfið vera orðið of flókið og tala um einfalt og gegnsætt skattkerfi. Það er nokkuð sama hvaða flokkur kemst í ríkisstjórn, allir virðast sammála um að lækka beri tryggingagjaldið. Lækkun skatta, tryggingagjalds og einföld- un vörugjalda eigi að skila sér í atvinnuuppbyggingu og þannig aukinni verðmætasköpun sem leiði af sér auknar tekjur ríkissjóðs, það sem til einföldunar hefur verið kallað „að stækka kökuna“. Flokkarnir myndu koma sér saman um að lækka tekjuskattsprósentu rekstraraðila til að bæta samkeppnishæfni og auka fjárfestingar, erlendar sem innlendar. Þá talar Sjálfstæðisflokkurinn um lægri tekjuskatt, en Framsóknarflokkur- inn um að hækka persónuafslátt, en í báðum tilfellum yrði um að ræða að lægri skatta einstaklinga. Allir flokkar eru sammála um mikilvægi þess að ná jafnvægi í ríkis- fjármálum og viðhalda stöðugleika í hagkerfinu – koma hagkerfinu af stað án þess að það verði að bólu. Báðir flokkar segja að það þurfi að sýna Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks Helstu atriði stjórnarsáttmála D og B Einföldun skattkerfis Lækkun skatta og tryggingagjalds Aðhald í ríkisútgjöldum Leiðrétting verðtryggðra húsnæðislána Endurskoðun rammaáætlunar um nýtingu náttúruauðlinda Upptaka auðlindagjalds Hætta viðræðum við ESB Frestun á nýrri stjórnarskrá Forsætisráðherra Bjarni Benedikts- son (D) Fjármálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (B) Utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveins- son (B) Menntamála- ráðherra Eygló Harðardóttir (B) Velferðar(félagsmála) ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson (B) Atvinnuvegaráð- herra Frosti Sigur- jónsson (B) Umhverfisráð- herra Ragnheiður Elín Árnadóttir (D) Innanríkisráð- herra Kristján Þór Júlíusson (D) Heilbrigðisráðu- neyti Hanna Birna Kristjánsdóttir (D) Efnahagsráðu- neyti? Illugi Gunn- arsson (D) Undir stjórn D (D5 – B5) Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (B) Fjármálaráðherra Bjarni Benedikts- son (D) Utanríkisráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir (D) Menntamálaráð- herra Kristján Þór Júlíusson (D) Velferðar(félagsmála) ráðherra Ragnheiður Elín Árnadóttir (D) Atvinnuvegaráð- herra Sigurður Ingi Jóhannsson (B) Umhverfisráð- herra Gunnar Bragi Sveinsson (B) Innanríkisráð- herra Illugi Gunn- arsson (D) Heilbrigðis- ráðuneyti Eygló Harðardóttir (B) Efnahagsráðu- neyti? Frosti Sigur- jónsson (B) Undir stjórn B (B5 – D5) Ný tt rá ðu Ne yt i Ný tt rá ðu Ne yt i Ný tt rá ðu Ne yt i Ný tt rá ðu Ne yt i 20 úttekt Helgin 26.-28. apríl 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.