Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 36
Saman
getum við
tryggt arð
af auðlindum
og haldið þeim
í þjóðareigu
Saman
getum við farið
í öflugar
aðgerðir í þágu
heimilanna
Andrea Ólafsdóttir
1. sæti Suðurkjördæmi
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir
1. sæti Reykjavík norður
Gísli Tryggvason
1. sæti Norðausturkjördæmi
G. Dadda Ásmundardóttir
1. sæti Norðvesturkjördæmi
Þórður Björn Sigurðsson
1. sæti Reykjavík suður
Margrét Tryggvadóttir
1. sæti Suðvesturkjördæmi
ekki einu sinni grafa hana. Hún fór alltaf
af stað í veðrinu og eftir að ég var búin að
eltast við hana og hlaupa á eftir henni í heilt
ár fékk ég leyfi til að grafa hana niður. Hún
var þá búin að brjóta niður girðingar hérna
og hvaðeina.“
Þessar hrakningar allar draga þó hvergi
úr Sjöfn sem heldur áfram óbuguð. „Ég lít
bara á þetta sem tækifæri og ég er ekkert
búin að gefast upp á því að koma mér upp
þaki yfir hausinn á mér. Ég tel mig bara
heppna að hafa tekist, eftir fimmtán ára
straff og að mega ekki eiga neitt, að kaupa
mér landskika.
Ég á líka mjög góða að og er að koma mér
hér fyrir en það er auðvitað skelfilegt að
bjóða fólki upp á guð, gaddinn og götuna
þegar búið er að hirða af því heimilin.“
Sjöfn átti tvö börn Evu Björk og Svein
Rafn Eiríksson. Sveinn Rafn er fæddur 1979
en Eva Björk var tveimur árum eldri en hún
lést fyrir níu árum. Veikindi Evu Bjarkar
voru erfið og Sjöfn var á stöðugu flakki á
milli Svíþjóðar og Íslands.
„Ég skráði lögheimilið mitt hérna 2005,
fór til Svíþjóðar og keypti mér 14 tonna
trukk og setti allt dótið okkar í hann og
sigldi með hann hingað heim með Norrænu.
Ég kom með trukkinn hingað í júní 2006 og
dótið mitt hefur verið í honum síðan þá. Ég
er búin að búa í kössum í tíu ár og hef flækst
um á leigumarkaðnum sem er alveg svaka-
legur. Fáránlegur. Með allt stóðið mitt, fram
og til baka og þar á meðal þrjá stóra hunda.“
Sorgleg sjúkrasaga
Eva Björk var sex ára þegar hún veiktist af
sykursýki og við tók rúmlega tuttugu ára
barátta við erfið veikindin. „Þegar maður er
búinn að vera inn og út af sjúkrahúsum í Sví-
þjóð og á Íslandi í tvo áratugi, búa þar bara
mánuðum ef ekki árum saman þá veit maður
hvernig á ekki að gera hlutina.“
Eva Björk bjó ein á Íslandi síðustu ár sín
og var þá orðin blind. „Hún kom nú einhvern
tíma fram í sjónvarpinu, þessi elska , og
sagði frá veikindum. Tók meira að segja úr
sér gerviaugað í beinni útsendingu.
Kjör öryrkja eru ömurleg og það er skelfi-
legt hvernig farið er með þá. Ranglætið er
hróplegt en maður heldur að þetta sé allt í
lagi, sem það er ekki, fyrr en maður lendir
sjálfur í þessu.“
Sjöfn vandar heldur ekki heilbrigðis-
kerfinu kveðjurnar þótt hún segist hafa
fulla samúð með heilbrigðisstarfsfólki sem
sé hart keyrt við erfiðar aðstæður. „Ég gaf
henni nýra og þeir klúðruðu því. Íslendingar
voru náttúrlega að spara og það vantaði eina
rannsókn í viðbót.“
Ógæfan dundi síðar á Evu Björk á meðan
verkfall hamlaði heimahjúkrun. „Þá rak hún
tána í rúmið sitt og ég fékk svo hringingu
frá sjúkrahúsinu hér heima og þá var búið að
taka af henni þrjár tær. Í framhaldinu þurfti
af taka af henni fót fyrir neðan hné.“
Sjöfn fór vitaskuld rakleitt heim til Íslands
þegar hún fékk hringinguna en Eva Björk
átti ekki afturkvæmt af spítalanum. „Það var
svo mikil mannekla að einhverju sinni var
hlaupið frá henni og hún skilin eftir ein. Þá
datt hún og á stubbinn og fékk sjúkrahúss-
bakteríu í hann og svo rak bara hvert ólánið
annað þar til yfir lauk.
Maður dauðvorkennir samt þessum færu
læknum sem við eigum vegna þess að þeir
hafa engan tíma.“
Dekrar við hrossin
Sjöfn er hætt að eiga við hárið á höfði fólks
og unir sér nú vel við snyrtingar á hestum.
„Ég er búin að skipta um kúnnahóp og þetta
er mjög skemmtilegt á annan hátt. Merarnar
rífast um mig þegar ég kem í stóðið. Þær
slást meira að segja. Þetta er allt í lagi á
meðan þetta eru lítil folöld en þá bakka þau
bara til mín þegar ég kem með bursta og
þau vilja snyrtingu.“
Leikar æsast hins vegar þegar hrossin
vaxa úr grasi og þá er ekkert gefið eftir.
„Ég á þá fullt í fangi enda bara með tvær
hendur.“ Og stundum er hestahárgreiðslan
hættulegt starf. „Ein var eitthvað hálf fúl út
í mig einu sinni þegar ég var búin að vera
lengi að klippa hana. Hún rykkti í mig, rauk
af stað og ég flækti höndina í þessu öllu
saman þannig að það þurfti að skipta um liði
í henni fyrir bragðið. En ég fékk bara stál-
hnefa í staðinn,“ segir Sjöfn sem er einkar
lagið að horfa á björtu hliðarnar.
Sjöfn segir hesta ekki svo hégómlega að
hársnyrtingarnar séu fegrunaraðgerðir.
„Þetta er bara spurning um að láta hest-
unum líða vel. Sérstaklega á þessum tíma
þegar þeir eru að missa vetrarhárin. Þá klæj-
ar og ég er með sérstaka bursta, greiði þeim
og nudda. Merarnar fá svo alltaf sérstaka
meðferð. Þær vilja svona smá nudd og eru
ósköp þakklátar fyrir þetta,“ segir Sjöfn sem
efast ekki um að dekur hennar hafi góð áhrif
á andlega heilsu dýranna. „Ég stend í þessu
bara úti á túni og það eru alger forréttindi að
fá að vera innan um þessi dýr.“
Með járnhnefann á lofti
Þótt samvistir Sjafnar við skepnurnar úti í
náttúrunni hafi róandi áhrif á hana gefur
hún ekkert eftir í baráttunni fyrir betri
heimi og hikar ekki við að byrsta sig ef svo
ber undir og steyta járnhnefann. „Ég neita
að gefast upp. Og þegar heilbrigðismál, hús-
næðismál og málefni öryrkja eru annars
vegar þá er ég öllum hnútum kunnug og ef
ég get sagt eitthvað eða gert eitthvað til að
koma fólki til hjálpar þá er ég tilbúin. Þess
vegna lét ég tilleiðast og tók 4. sæti á lista
Lýðræðisvaktarinnar í Suðurkjördæmi og
finnst ég hafa valið rétt. Alveg hiklaust,“
segir hestasnyrtirinn með járnhnefann.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Sjöfn Rafnsdóttir lætur til sín taka í gámunum á Hellu. Ljósmynd/Hari
36 viðtal Helgin 26.-28. apríl 2013