Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 54
54 heimili Helgin 26.-28. apríl 2013  Verslun nýir eigendur að HúsgagnaHöllinni Verslunin hefur tekið stakkaskiptum Fjölmargar nýjungar en sömu gömlu góðu gildin en hafa fylgt versluninni í nær hálfa öld eru enn við lýði.  Hönnun Hannar undir merkinu nogi.is Nýtir afgangsefni í hönnun nytjahluta Ingólfur Egilsson er áhugamaður um smíði og hönnun sem hefur verið að föndra við framleiðslu á húsgögnum og heimilismunum um nokkra hríð. Hann hefur nú opnað vef undir nafninu nogi.is þar sem hann selur vörur sínar og opnaði nýverið sýningu í Gallerí bakarí að Bergstaðastræti af því tilefni. Þar sýnir hann borðstofuhúsgögn og garðhúsgögn, skurðarbretti, snaga kolla og ljós. „Ég hef verið að leika mér að því að smíða ýmislegt úr afgangsefnivið um nokkurra ára skeið. Það byrjaði þannig að ég bjó til jólagjafir handa vinum og ætt- ingjum sem síðan fóru að biðja mig um að framleiða fyrir sig gjafir sem þeir vildu gefa sínum vinum,“ segir Ingólfur. Hann vann mest með mótatimbur í upphafi en notar nú ýmsan annan efnivið svo sem afskurð úr borðplöt- um sem verða að skurðarbrettum. „Ég veit aldrei hvað mun verða úr efninu sem ég er með, hlutirnir gera sig eiginlega sjálfir,“ segir Ingólfur sem vonast til þess að geta einbeitt sér æ meira að hönnun í framtíðinni. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Frá sýningu Ingólfs í Gallerí bakarí sem opin verður í viku til viðbótar. Ljósmynd/Hari Við höfum verið að taka inn vörur sem okkur finnst fegra heimilið. n ýir eigendur tóku við rekstri Hús-gagnahallarinnar síðastliðið haust. Miklar breytingar hafa verið gerðar á versluninni þó sömu gildin sem henni hafa fylgt í 50 ár séu enn við lýði. „Það hafa verið gerðar miklar breytingar á versluninni frá því í haust en þar má helst nefna að mikil aukning er á smávörum,“ segir Hulda Rós Hákonardóttir, einn af eig- endum Húsgagnahallarinnar. Húsgagnahöllin var stofnuð árið 1965 en í september 2012 tóku nýir eigendur við rekstrinum og hefur mikil breyting orðið á versluninni síðan. „Verslunin á sér nær 50 ára sögu og því er mikilvægt að halda í gömlu og góðu gildin sem hafa fylgt henni. Hins vegar Ný smávöru- deild hefur verið opnuð í Húsgagnahöll- inni. Oft þarf ekki nema nýja púða og falleg kerti til að lífga aðeins upp á heimilið. D YN A M O R EY K JA V ÍK Fimm gamlingjar komast að því að það er miklu betri aðbúnaður í fangelsum en á elliheimilum og grípa til sinna ráða. En leiðin á bak við rimlana reynist þyrnum stráð ... SPENNANDI KÓSÍKRIMMI! 2. SÆTI EYMUNDSSON KILJUR 17.-23. APRÍL var þörf á breytingum og hefur búðin tekið stakkaskiptum síðan í haust.“ Mikið hefur verið lagt í það að breyta útliti verslunarinnar ásamt því að nýjar vörur hafa verið teknar inn. „Það hefur gengið mjög vel með nýju smávörudeildina og heimsóknum í Húsgagnahöllina hefur fjölgað. Við höfum verið að taka inn vörur sem okkur finnst fegra heimilið. Það þarf stundum ekki nema nýja púða og fal- leg kerti til að lífga aðeins upp á heim- ilið og stofuna,“ segir Hulda. „Við höfum tekið inn fjölda nýrra merkja, til dæmis Södahl sem er dönsk hönnun. Frá þeim erum við með sérlega fallega og litaglaða púða, dúka, baðvörur og eldhúsvörur. Annað danskt merki er Bloomingville sem eru skemmtilegar smávörur í flottum og hressandi litum sem lífga upp á heimilið. Einnig höfum við tekið inn ítalska glervörumerkið Vidivi. Í því merki erum við með hágæða glös, skálar, könnur og ýmis föt í eldhúsið. Þá ber einnig að nefna merkið Pomax, en frá þeim erum við með flottar klukkur, spegla og smávöru í hæsta gæðaflokki. Við erum líka með ýmis smávörumerki frá Hollandi, Belgíu, Svíþjóð og Danmörku ásamt því að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.