Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 64
64 skák og bridge Helgin 26.-28. apríl 2013  Skákakademían Góður áranGur á norðurlandamóti Stúlkna Nansý Norðurlandameistari! n ansý Davíðsdóttir, 11 ára, varð Norðurlandameistari stúlkna í yngsta flokki, og bætti þar með enn einum bikarn- um í safnið. Óhætt er að segja að Nansý sé efnilegasta skákstúlka sem fram hefur komið á Íslandi. Foreldrar hennar fluttu hingað til lands frá Kína fyrir allmörgum árum, og Nansý er í þeim stóra hópi snillinga sem komið hafa fram á sjónarsviðið í Rimaskóla. Nansý hefur ótrúlega þrosk- aðan skákstíl, og landsliðsþjálfari kvenna, Davíð Ólafsson, segir með ólíkindum að svo ung stelpa sé með svo mikinn stöðuskilning. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir var hársbreidd frá því að vinna gullið í elsta flokknum, en varð að gera sér silfur að góðu eftir jafntefli við Hrund Hauksdóttur í lokaumferð- inni. Alls tefldu sex íslenskar stúlk- ur í flokkunum þremur og stóðu sig allar með sóma. Á síðustu þremur árum hafa stelpurnar okkar unnið fjögur gullverðlaun af níu mögu- legum á Norðurlandamótum, og er það til marks um mikla grósku og gott starf. Norðurlandamótið verður næst haldið á Íslandi, og þá munu enn fleiri íslenskar stúlkur verða með. Framtíðin er björt! Hart barist á minningar- mótinu um Alekhine Flestir bestu skákmenn heims leika listir sínar þessa dagana. Í París stendur yfir minningarmót um Alexander Alekhine, fjórða heimsmeistarann í skák, og í Zug í Sviss fer fram Grand Prix mót á vegum FIDE. Heimsmeistarinn Anand er með- al keppenda í París. Hann hefur ekki verið mjög sannfærandi síð- ustu misserin og hlaut slæman skell gegn Michael Adams í fyrstu umferð. Sá góði Englendingur sigr- aði Rússann Peter Svidler í annarri umferð, en lá svo fyrir Ísraelanum Boris Gelfand í þeirri þriðju. Af öðrum keppendum má nefna Le- von Aronian og Vladimir Kramnik, sem eru í 2. og 3. sæti heimslistans. Þá er gaman að fylgjast með hinum unga Ding Liren, sem er margfald- ur skákmeistari Kína. Fyrstu f imm umferðirnar á þessu ofurmóti fara fram í París en seinni helmingurinn verður í St. Pétursborg, enda var Alekhine heitinn þegn Rússlands og Frakk- lands. Hann barðist með Rússum í fyrri heimsstyrjöldinni og Frökk- um í þeirri seinni! Síðar var hann reyndar sakaður um samvinnu við nasista, enda birtust níðgreinar um gyðinga í hans nafni á stríðsár- unum. Eftir stríð harðneitaði Alek- hine að hafa skrifað greinarnar sjálfur, en málið var aldrei til lykta leitt, því hann lést (með dularfull- um hætti) í Portúgal árið 1946. Gallerí af snillingum í Zug Stórmótið í Zug er ekki síður spennandi. Þar er heilt gallerí af snillingum og eftir fimm umferðir af 11 eru Alexander Morozevich og Veselin Topalov efstir með 3,5 vinning af 5. Á hæla þeirra koma Ponomariov, Karjakin, Caruana og Kamsky með 3 vinninga. Af öðrum keppendum má nefna Anish Giri og Nakamura. Hægt er fylgjast með þessum mótum í beinni útsendingu á net- inu, til dæmis á www.chessbomb. com. Þar eru líka útsendingar frá kínverska meistaramótinu og fleiri skemmtilegum skákmótum. skákþrAutin Hvítur leikur og vinnur. Smallbone hafði hvítt og átti leik gegn Brazier. Hvítur getur að minnsta kosti unnið mann, og jafnvel mátað – með smá hjálp frá svörtum. í slandsmótið í sveitakeppni hófst í gær, á sumardaginn fyrsta. Tólf sveitir keppa til úrslita, allir við alla, 16 spila leikir. Fjórar efstu sveitirnar spila til úr- slita á sunnudaginn og spila þá þrjá 16 spila leiki til viðbótar. Baráttan um titilinn í ár verður að öllum líkindum hörð og nokkrar sveitir sem koma til greina. Líklegust hlýtur að teljast sveit Lögfræðistofu Íslands. Jón og Láki, Bjarni og Alli eru allir í landsliði Íslands sem keppir á NM í lok maí og sveitin sigr- aði mjög örugglega í aðalsveitakeppni BR sem er nýlokið. Núverandi Íslandsmeistarar í sveit Karls Sigurhjartarsonar munu þó ekki gefa titilinn baráttulaust frá sér. Sveitin hefur misst Magnús Magnússon frá síðasta ári, en fengið Snorra Karlsson í staðinn. Spurn- ingin hvort Bessi haldi áfram að framleiða Íslandsmeistaratitla en hann hefur verið í sigurliði ÍM síðast liðinn fjögur ár og er sigursælasti spilari ÍM síðustu 15 árin. Síðan eru nokkrar sveitir sem koma til með að berjast um sæti í undanúrslitum. Þar má fyrst nefna Grant Thornton, sem hefur verið í undanúrslitum í mörg ár. Í sveitinni spilar spútník landsliðsparið Guð- mundur Snorrason og Ragnar Hermanns- son. Garðsapótek hefur oft verið í undanúr- slitum, en það gæti orðið erfiðari barátta hjá sveitinni þetta árið. Sparisjóður Siglufjarðar er vel skipuð sveit og reynslumikil. Á fullt erindi í topp- baráttuna á góðum degi. Sveit Chile er vel skipuð sveit sem hefur alla burði til að fara langt. Komst óvænt ekki í úrslitin í fyrra, spurning hvort liðs- menn þurfi ekki að sanna eitthvað í ár ? Síðan eru það sveitir sem koma til með að sigla lygnan sjó í mótinu en gætu á góðum degi blandað sér í baráttuna um fjórða sætið. Sveit VÍS er sæmilega sterk á pappírnum, sérstaklega eftir að þeir bættu í sveitina Júlíusi Sigurjónssyni og Sigurði Vilhjálmssyni. Júlíus er nýkominn fra Dan- mörku þar sem hann vann stórt mót með Peter Fredin sem makker. Með þá í stuði getur allt gerst. Myvatnhotel.is er sveit sem gæti komið á óvart, en vantar stöðugleika. Sigtryggur vann er ágætis lið með mikla reynslu, en eru bara skráðir fjórir og álagið gæti reynst þeim erfitt. Vestri, Hreint og VÍS/Lífís eiga langa og erfiða helgi fyrir höndum og ekki líklegt að þessar sveitir verði í baráttunni um fjórða sætið þó svo að góðir einstaklingar séu í öllum þessum liðum. Mótið verður spilað í Perlunni og eru áhorfendur velkomnir á staðinn að fylgjast með, aðgangur er ókeypis. Bein útsending á netinu frá hverri umferð á www.bridge- base.com. Þar er leik lýst beint og tilvalið fyrir óvana sem langar að kynnast bridge betur að kíkja inn á bridgebase og kynnast þessarri skemmtilegu íþrótt betur. Inn á heimasíðu BSÍ www.bridge.is má finna stöðuna, getraun hvaða sveitir komast áfram, butler allra spilara og ýmsar fleiri upplýsingar. Spil dagsins er frá úrslitunum árið 2010. Magnús Magnússon í sveit Grant Thorn- ton, sem vann þetta ár, endaði sem sagn- hafi í 6 hjörtum. Lesandinn getur spreytt sig á spilinu áður en lengra er haldið. Út- spil spaða ás. Magnús trompaði útspilið og lagðist undir feld í heilar þrjár mínútur. Spilið er ekki í neinni hættu nema trompið brotni 3-0. Hann lagði svo niður hjarta kóng tók svo tvisvar tromp í viðbót áður en hann lagði niður tígul ás og spilaði svo laufi á gosann. Meistaraleg spilamennska og 1660 í dálkinn. Svona spila meistarar!  BridGe íSlandSmótið í Sveitakeppni hafið Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn verður hörð Lausn: 1.Hxf5! Gxf5? (svartur hefði getað leikið Hd6, en hefði verið manni undir eftir Dg5) 2.h6 1-0. Svartur er nú óverjandi mát. nansý Davíðsdóttir, Norðurlandameistari stúlkna 2013. Alexander Alekhine heimsmeistari og einn mesti skáksnillingur sögunnar. ♠962 ♥A72 ♦KQJ94 ♣J4 ♠--- ♥KJ108543 ♦A ♣AQ762 ♠ AKQJ54 ♥ Q96 ♦ --- ♣ K1053 ♠ 10873 ♥ --- ♦ 10876532 ♣ 98 n s V A Sérblað um reiðhjól Föstudaginn 10. maí gefum við á Fréttatímanum út blað um reiðhjól. Ef þú hefur áhuga á að koma að efni eða auglýsingu í blaðið þá snúðu þér til auglýsingadeildar Fréttatímans. Síminn er 531 3310 eða sendu okkur póst á auglysingar@frettatiminn.is 10. Maí Hjól fyrir alla, fylgihlutirnir og menningin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.