Fréttatíminn - 26.04.2013, Blaðsíða 29
Valitor er stuðningsaðili
Ferðafélags Íslands.
Með fróðleik í fararnesti
Kræklingaferð í Hvalfjörð, 27. apríl kl. 10.
PIPA
R
\
TBW
A
• SÍA
• 131153
Allar nánari upplýsingar á hi.is
25. maí kl. 11 – Gönguferð um söguslóðir
Háskóla Íslands.
8. júní kl. 10 – Gönguferð um Þingvallaþjóðgarð
utan alfaraleiðar.
31. ágúst kl. 11 – Sveppaferð í Heiðmörk.
21. september kl. 11 – Gönguferð þar sem
matur, saga og menning verða meginefnið.
Næstu ferðir:
Gísli Már Gíslason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild, og Halldór Pálmar
Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, leiða
ferð á slóðir kræklingsins í Hvalfirði. Kræklingi verður safnað og fræðst um hann og
verkun hans. Lagt verður af stað frá Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, kl. 10.
Gert er ráð fyrir að ferðin taki um það bil þrjár klukkustundir að akstrinum í Hvalfjörð
meðtöldum. Mælt er með því að þátttakendur taki með sér stígvél og ílát fyrir
krækling. Ferðin er farin í samvinnu við Ferðafélag barnanna og er öllum opin.
Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands
halda áfram samstarfi sínu um
fræðandi gönguferðir sem hófust
á aldarafmæli skólans 2011.
Reynsla og þekking fararstjóra
Ferðafélagsins og þekking kennara
og vísindamanna Háskóla Íslands
blandast saman í áhugaverðum
gönguferðum um höfuðborgarsvæðið
og næsta nágrenni þess.
Þátttaka er ókeypis og allir eru
velkomnir.
Skuldir heimilanna hafa lækkað á kjör- tímabilinu og kaupmáttur er á uppleið
Höfum við það betra?
Um hvalrekaskatt Dögunar
Athugasemd frá Dögun
Ríkið græðir á meira fjöri
Danir hafa horft upp á það eftir al-
þjóðahrunið – alveg eins og Íslend-
ingar undir vinstristjórninni hér
– hvernig Danmörk hefur verið að
dragast stöðugt aftur úr nágranna-
ríkjum sínum í samkeppnishæfni –
misst tugþúsundir starfa til útlanda
og lítil og stór nýsköpunarfyrirtæki
hafa farið á hausinn – á meðan ríkis-
báknið hefur þanist út ásamt skuld-
um þess og fjárlagahallanum.
Og hvernig skyldi danska ríkis-
stjórnin ætla að koma nýsköpun-
inni og fjörinu í gang, koma nýjum
og frjóum fyrirtækjum á laggirnar,
skapa glæný störf og margfalda
tekjur ríkisins til velferðarkerfisins
í leiðinni? Með því að gera nákvæm-
lega eins og Sjálfstæðisflokkurinn:
Að auka frelsi fólks og lækka skatta
á vinnandi fólk, heimili og fyrirtæki
eins og Svíar.
Því Svíþjóð hefur gert allt ofan-
greint. Nákvæmlega eins og Danir
eru að gera og Sjálfstæðisf lokkur-
inn ætlar að gera. Með mögnuðum
árangri. Enda er allt í uppsveif lu í
Svíþjóð nánast eins og ekkert al-
þjóðahrun hafi átt sér stað. Fólk fær
miklu meira í budduna, nýsköpun-
in og umsvifin aukast, glæný störf
skapast og tækifærin nýtast í stað
þess að glatast. Og hver skyldi líka
stórgræða á fjörinu í þjóðfélaginu?
Ríkið. Og velferðarkerfið.
Náttúruauðlindir og auður sem býr í þekkingu og færni
Auður er lítils virði ef hann er ekki nýttur skynsamlega!
A uðlegð Íslendinga liggur í land-inu okkar og fólkinu sem það byggir. Kostirnir sem prýða
þetta land og íbúa þess eru margir en
til að þeir nýtist okkur til góðs verðum
við nýta þá á skynsaman hátt. Gildir
einu hvort um ræðir náttúruauðlindir
eða þann auð sem býr í þekkingu og
færni landsmanna. Náttúruauðlindirn-
ar er mikilvægt að nýta en um leið án
þess að valda óafturkræfum spjöllum
þannig að þær gagnist einnig komandi
kynslóðum. Á sama hátt er mikilvægt
að koma í veg fyrir stöðnun og land-
flótta því án mannauðsins má landið
sín lítils. Þegar að kreppir ríður á að
forgangsraða þannig að auður Íslands
hjálpi okkur yfir erfiðasta hjallann og
skili okkur á endanum viðunandi lífs-
skilyrðum. Samanburður við frænd-
þjóðir okkar sýna að við höfum dreg-
ist aftur úr hvað varðar lífskjör og við
verðum að finna leiðir til að stöðva þá
þróun svo ungt fólk sjái ástæðu til að
búa hér.
Við frambjóðendur Lýðræðisvaktar-
innar viljum bæta íslenskt samfélag og
um leið íslensk stjórnmál. Forsenda
þess að íslenskt samfélag fái notið sín
er einfaldlega sú að farið sé að vilja al-
mennings. Svikin kosningaloforð eru
samofin þeirri vanvirðingu lýðræðisins
sem við búum við. Nú er lag að hverfa
frá stjórnkerfi þar sem sérþarfir valda-
mikilla þrönghagsmunahópa eru tekn-
ar fram yfir hagsmuni hins almenna
borgara. Það getum við gert með
aukinni aðkomu íbúanna að ákvarð-
anatökum í þeim málum sem skipta
þjóðina og framtíð hennar mestu. Þjóð-
aratkvæðagreiðslur eru gott verkfæri í
slíkri vegferð.
Náttúra landsins, allt frá nytjafisk-
um, loft- og vatnsgæðum til okkar fjöl-
breytta og fallega lands, er bankainn-
istæða landsmanna, auður sem nota
þarf á sjálfbæran og skynsaman máta.
Á sama hátt þarf að skapa starfsskil-
yrði þannig að mannauður þjóðar-
innar nýtist og viðhaldist. Það gerum
við með því að styrkja atvinnugrein-
ar sem geta leyst af hólmi stóriðju-
stefnuna sem er gengin sér til húðar.
Mikil sóknarfæri liggja í uppbygg-
ingu á þekkingariðnaði og nýsköpun
sem tengist sjávarútvegi, landbúnaði
og ferðaþjónustu. Vonandi ber okkur
gæfa til að nýta það sem okkur er gefið
og leiðin að því marki felst í skynsam-
legum langtímalausnum.
Sólrún Jóhannesdóttir
3. sæti XL í NV.
þau atvik urðu“ er ráða niður-
stöðu rekstrarreiknings banka.
Ef nægileg lagaheimild er ekki
fyrir hendi í Rekabálki Jónsbókar
frá 1281 (http://www.althingi.is/
lagas/141a/1281000.401.html) um
skiptingu hagnaðar af hvalreka
milli hagsmunaaðila, þegar ekkert
miðstýrt framkvæmdarvald var
fyrir hendi, má setja sérstök lög um
hvalrekaskatt. T.a.m. mætti leggja
eins konar hvalrekaskatt á í formi
eignarskatts eða „með bröttum og
tímabundnum skatti á útstreymi
gjaldeyris“ en þá verða skattatvik
ekki fyrr en þegar útstreymi á sér
stað; er tími því nægur til þess að
setja lög um útgönguskatt enda eru
enn í gildi lög um gjaldeyrishöft.
Þá má setja lög um skatt á arð úr
bönkunum – áður en arðgreiðslur,
til útlanda eða innanlands, eiga
sér stað. Dögun vísar því á bug að
fullyrðingar í stefnu Dögunar eða
ummælum frambjóðenda standist
ekki stjórnarskrá.
Dögun hafnar einnig fullyrðingu
blaðsins um að Dögun hafi haldið
því fram að bankar hafi ótakmark-
aðar heimildir til þess að búa til
peninga og útskýrir það á heima-
síðu sinni og á vefsíðu Fréttatímans
þar sem ekki fékkst meira rými í
prentmiðlinum.
Helgin 26.-28. apríl 2013 viðhorf 29